Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Áfimmta hundrað sjómenn og áhafnir fhigvéla úti um jófin Hverjir verða að heiman um jólin starfs síns vegna? Jú, líklega lendir, það á sjómönnum okkar og áhöfnum flugvéla. DV gerði smákönnun á því hve margir í þessum störfum verða að sjá áf jólunum með fjölskyldunni þessi jól og reiknaðist okkur til að það yrðu rúmlega fjögur hundruð manns. Hjá Arnarflugi fengum við þær upplýsingar að um jólin yrðu níu starfsmenn félagsins við störf erlend- is og allir í Líbýu. Hjá Eimskip eru það 192 sjómenn sem verða að heiman á alls fjórtán skipum. Þau skip eru annað hvort á siglingu á milli landa eða í erlendum höfnum jóladagana. Síðasta skip Eimskipafélagsins kemur til landsins á aðfangadagsmorgun og er það Dettifoss. Starfsmenn Flugleiða i útlöndum verða 54. Þar af eru átta manns í New York, átta í Luxemborg, fimmtán í Nígeríu, átján manns eru í svoköll- uðu Indlandsflugi og eru þeir stað- settir þannig: þrír i Brússel, þrír í Frankfurt, þrír í Bahrain, þrír i Hong Kong og sex í Bombey. Þá eru auk þess fimm staddir áTripólí í Líbýu. Þrjú af niu skipum Sambandsins verða á siglingu um jólin en það eru Dísarfell, Helgafell og Mælifell. Starfsmenn áþessum skipum eru45. Hjá Hafskip verða fjögur skip fjarverandi yfir jólahátíðina. Langá verður í Fredrikstad í Noregi á að- fangadag. Laxá verður á leið til Bel- / fast..°elá leggur af stað til íslands frá Antwerpen þann 23., en Skaftá verð- ur i Hamborg alla jóladagana. Á of- antöldum skipum eru 52 menn. -ELA/-JSS Nýjung hjá Bankamannaskólanum: Fyrstu bankaf ræðingamir útskrifast Fyrstu bankafræðingarnir hér á landi verða útskrifaðir í næsta mánuði. Hafa þeir þá að baki tveggja ára nám, sem tekið hefur verið á fjórum önnum. Að sögn Þorsteins Magnússon- ar skólastjóra Bankamannaskól- ans eru kenndar á þessari náms- braut fræðilegar kennslugreinar, sem snerta bankarekstur. Má þar nefna bankalögfræði, tölvu- fræði, bankarekstur og banka- bókhald. Samtals eru kenndar áttagreinar. Aðspurður um tilurð þessa náms, sagði Þorsteinn að bank- arnir hefðu lengi viljað koma hér upp framhaldsnámi. Hefði verið talið rétt að hafa það i þessu formi, þannig að nemendur fengju einhverja viðurkenningu og tækju lokapróf. Þá voru 35 nýliðar útskrifaðir úr Bankamannaskólanum sl. föstudag. Er þar um að ræða fólk, sem er á fyrsta starfsári í banka, og hefur gengið í gegnum svokallað nýliðanám. Eru 50—80 manns útskrifaðir árlega á þeirri braut. Loks eru starfrækt á vegum Bankamannaskólans þjálfunar- námskeið fyrir bankamenn. -JSS DV-mynd GS Akureyri. Breiðafjarðareyjar: Flestsund lögð „Sjóinn hefur lagt innan Hval- láturs og Svefneyja. Aðallega um- lykur ís þó Svefneyjar. Þangað hefur ekki verið skipgengt i nokkra daga,” sagði Hafsteinn Guðmundsson í Flatey. Mikinn ís hefur lagt við Breiða- fjarðareyjar undanfarna daga. Má heita að flest sund milli úteyja séu þegar lögð. Talið er að ísinn nái þó ekki inn til lands. „Sjórinn hefur verið ákaflega kaldur hérna undanfarna daga. Hann komst niður í 1 gráðu fyrir viku síðan. Það má líkja þessari tíð við undanfara frostavetursins mikla árið 1918,” sagði Haf- steinn. -SER dóttir, Benedikt Helgason og Hildi- gunnur Þráinsdóttir. Forsala aðgöngumiða er hafin á 2. hæðinni i Amaróhúsinu. Á Þorláks- dag verður bangsapabbi á ferðinni í Hafnarstræti, ásamt kerlu sinni og króga, til að minna Akureyringa á heimsókn dýranna í leikhúsið. Dýrin í Hálsaskógi er þýtt af Huldu Valtýs- dóttur, að ljóðunum undanskildum, sem Kristján frá Djúpalæk þýddi. Viku af desember hófust æfingar á Þrem systrum eftir Rússann Anton Tjekhov. Kári Halldór leikstýrir, en Jenný Guðmundsdóttir gerir leik- mynd og búninga. Stefnt er að frum- sýningu í endaðan febrúar. GS/Akureyri Mikki refur og öll hin dýrin i Hálsaskógi á fjölunum hjá Leikfélagi Akureyrar. Víst bíða börnin á Akureyri eftir jólunum með eftirvæntingu, en þau bíða einnig spennt eftir að sjá Lilla klifurmús, Mikka ref og öll hin dýrin í Hálsaskógi, sem stíga á fjalirnar hjá Leikfélagi Akureyrar milli jóla og nýárs í fyrsta sinn mánudaginn 28. desember. Þórunn Sigurðardóttir hefur stjórnað uppfærslunni á þessu vin- sæla barnaleikriti Thorbjörns Egner. Guðrún Auðunsdóttir hefur hannað búninga og leikmynd og David Wolters á heiðurinn af lýsingunni. Hákon Leifsson æfði söngvana og Ingimar Eydal sér um undirleikinn. Það er Guðbjörg Thoroddsen, sem bregður sér í gervi Lilla klifurmúsar, en Gestur Jónasson fer með hlutverk Mikka refs. Mörg önnur dýr koma við sögu og mennskir menn blandast í leikinn. Með hlutverk þeirra fara Andrés Sigurvinsson, Þórey Aðal- steinsdóttir, Theódór Júlíusson, Sunna Borg, Bergljót Friðgeirsdóttir, Jónsteinn Aðalsteinsson, Marinó Þorsteinsson, Guðlaug Hermanns- X- Dýrín í Hálsaskógi heimsækja Akureyri — Leikfélag Akureyrar frumsýnir eitt vinsælasta barnaleikrit Thorbjörns Egner 28. desember Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Bókmenntir á höggstokknum Bókmenntir margvíslegar hafa rétt einu sinni enn fengiö fyrir feröina enda hefur komiö mikið út af bókum að undanförnu. Sumar þeirra stansa varla lengur við á aimennum markaöi en þrjá mánuði eða svo, og er þar um að kenna kolvitlausu sölukerfi, sem búið er að klúðra endanlega þannig, að bókaþjóðin fræga fær ekki lengur aðgang að nýjustu verkum nema með tilfæringum,sem heyra nánast undir bókhald. En fleira herjar á bækur en út- gefendur og bóksalar, sem vilja helst ekkert af bókum vita nema rétt þann tfma sem þeir eru að afhenda þær yfir búðarborðið. Til sögunnar koma svonefndir gagnrýnendur, sem hafa það helst að atvinnu sinni að snúast gegn bókum, sumir hverjir þannig, að það heyrir orðið undir misendi að senda frá sér ritverk. Halldór Laxness segir í viðtali í Tímanum í gær. spurður um hvort hann hafi áhyggjur af íslenskri skáld- sögu: „Nei, það held ég varla. En ég hef dálitlar áhyggjur af íslenskum höfundum.” Það má vera orð að sönnu að ástæða sé til að hafa áhyggjur af islenskum höfundum, og hvernig þeir skrifa, en þess er að gæta að um þá hefur verið smíðaður frum- skógur gerður af illgirni, pólitiskum rosta og nokkurri sálarmeyru. Og þar sem þessi frumskógur hverfist ekki i höggstokka, þar er hann svo dimmur og sólarlaus að menn vita ekki nema þeir séu staddir á annarri plánetu. Þeir gagnrýnendur, sem þetta á eink- um við eru menn á borð við Ólaf Jónsson, Véstein Ólason og Árna Bergmann. Ungir höfundar koma í dagsljósið hver á fætur öðrum með frumsmiðar sínar mismunandi merkilegar. Og boði þeir ekki eitthvað af fagnaðar- erindum vinstri manna, þá eru þeir leiddir út. Skrifi aftur á móti upp- steytsmaöur sem aldrei gat orðið Ijóðskáld um kvennafar i Pólunum, þá er þar komiö „skáldverk,” sem öðru tekur fram og verður lengi i minnum haft fyrir snilli einbera. Einn gagnrýnandinn hafði fyrir sið hér á árum áður að hringja i höfunda á siðkvöldum, eða jafnvel um miðjar nætur, til að hóta þeim bókmennta- legum aftökum. Hann er enn i fullu starfi þessi maður, að þvi er virðist, og heldur að hann sé blóðugur upp að öxlum við aftökurnar. Samt er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af fs- lenskum höfundum út af þessu. Bók- menntir eru bara þessi venjulegu heiftarmál, sem verður að fjalla um af sömu trúmennskunni og pólitik- ina, því annars gætu nýir höfundar kannski haldið að þeir ættu að skrífa prósa frá sjálfum sér og um hugðar- efni, sem spretta úr mannlifinu al- mennt. Það væri kannski ástæða til að óska þess að almenningur tæki upp einskonar varnarbaráttu til bjargar bókmenntunum, áður en þær verða alfarið brenglaðar af þvi mati, sem menn á borð viö Ólaf, Véstein og Árna leggja á þær. Þetta er auðvelt að gera með þvi að setja yfirleitt alls staðar inn jákvæð atriði fyrir þau neikvæðu i greinum þeirra um bæk- ur. Það er kannski til of mikils mælst að halda að þetta takist. En meðan þeir skrifa um bækur og nokkrir fuglar á Helgarpóstinum að auki, er ekki þess að vænta að hér birti til á hinum almenna vettvangi bókmennt- anna. Þá munu þeir Ólafur og Vé- steinn stunda bókmenntakennslu við Háskólann. Sú kennsla hlýtur að vera meira en litið forvitnileg. Enn ein vertiðin er liðin við niðinn frá afsiðunarpennum þeim sem kenna sig við gagnrýni. Enn hafa heil forlög ekki fengið sanngjarnan dóm um yngri höfunda sina, sem út hafa komið i ár, á sama tíma og hetjur Póllandsstefnunnar hafa verið lofað- ar. Ef blöð halda að þau eigi að búa þannig að bókmenntunum i framtíó- inni má hafa „dálitlar áhyggjur af ís- lenskum höfundum”. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.