Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 21
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. 29 íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþrótt íþróttir Bætti heims- metið um fimm kfló! TÓNHEIMAR Tökum í umboðssölu: hljóðfæri, hljómtæki, videotæki, videóspólur, sjónvörpog kvikmyndavélar. Opið frá kt 10—18 alia virka daga og á laugardögum frá kl. 13—16. TÓNHEIMAR Höfðatúni 10, sími 23822. Andrés kemur ekki heim f rá Svíþjóð Andrés Kristjánsson, landsiiðs- maður i handknattleik úr Haukum sem leikur nú með sænska liðinu GUIF — og hefur staðið sig vel að undanförnu í „Allsvenskan”, kemur ekki til íslands i jólafrí eins og til stóð. Andres verður þvi ekki i landsliðshópnum, sem mætir Dön- um. -SOS ® Hilmar Björnsson sést hér stjórna iandsliðsæfingu. Þorgils Ottar nær að skjóta sér fram hjá Hilmari og Hauki Geirmundssyni og skora mark hjá Einari Þorvaldssyni. DV-mynd: GVA —Undraverður árangur 18 ára pilts í Sovétríkjunum „Danir hafa alltaf verið íslendingum erfiðir” —segir Hilmar Bjömsson, landsliðsþjálfari í handknattleik Danir verða ekki auðveld bráð. Þeir hafa alltaf verið íslendingum erfiðir i gegnum árin, sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari i handknattleik, þegar DV leit inn á landsliðsæf- ingu í gær. Hilmar sagði að Dan- ir kæmu beint til íslands frá A- Þýzkalandi, þar sem þeir hafa verið I keppni með Svium, A- Þjóðverjum og Tékkum. — Þeir koma þvi hingað i mjög góðri samæfingu, sagði Hilmar. Hilmar sagði að Danir væru nú að undirbúa sig af fuilum krafti fyrir HM-keppnina í V-Þýzka- landi — og þeir kæmu ekki til Islands til að sætta sig við töp. Danir hafa aldrei sætt sig við að tapa fyrir íslendingum. — Við munum að sjálfsögðu gera allt okkar bezta til að leggja Dani að velli, því að hvað er skemmtilegra en vinna sigur yfir Dönum? sagði Hilmar. íslenzka landsliðið leikur sinn fyrsta leik gegn Dönum í Laugar- dalshöllinni 27. desember — kl. 21. Leikurinn hefst þetta seint, þar sem Danir koma til landsins samadag. Landsliðið mun æfa á fullum • Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari. krafti yfir jólin, nema á aðfanga- dag — þá fá landsliðsmennirnir frí frá æfingu. — Hefurðu sett upp matseðil fyrir strákana? — Nei, það hef ég ekki gert. Þeir mega borða rjúpur og steikur REYNOLDS AFTUR TIL AKUREYRAR — 2. deildaiiiðin í knattspyrau hafa ráðið þjálfara Douglas Reynolds Englendingurinn Douglas Reynolds, sem þjálfaði Akureyr- arliðið Þór 1976 og 1977, tekur aftur við stjóminni hjá Þórsurum i sumar og verður hann eini er- lendi knattspymuþjálfarinn, sem þjálfar 2. deildariið. Nú er orðið ljóst hvaða þjálfar- ar verða með 2. deildarliðin, en það eru: FH: — Albert Eymundsson Þróttur R.: — Ásgeir Eliasson Einherji: — Ólafur Jóhannesson NJarðvik: — Mile Fylkir — Lárus Loftsson Skallagrimur: — Einar Friðþjófsson Reynir S.: — Kjartan Másson Völsungur: — Hörður Helgason Þór: — Douglas Reynolds Þróttur N.: — Guðjón Þórðarson. Þess má þó geta, að þeir Guðjón og Ólafur eru ekki endi- lega búnir að ganga frá samning- um sinum við Austfjarðaliðin. -sos á aðfangadagskvöld og jóladag, en síðan er æskilegt að þeir taki sér hvíld frá miklu áti. Þeir verða látnir hlaupa af sér steikurnar á jóladag og annan i jólum, sagði Hilmar og brosti. Það er mikill hugur í leikmönn- um landsliðsins og æfa þeir nú stift undir stjóm Hilmars og Gunnsteins Skúlasonar, aðstoðarmanns Hilmars. -SOS. Deehanmeð fjögur mörk — þegar Norwich skellti Ipswich 5:1 Norwich hefur fengið John Dechan að láni frá WBA — og ef félagið ætlar að kaupa hann, verður það að borga Albion 200 þús. pund. Forráðamenn Norwich eru mjög spenntir að kaupa Deehan, eftir að hann sýndi snilldarleik í vináttuleik gegn Ipswich f gærkvöldi. Deehan skoraði þá fjögur mörk, er Norwich vann stórsigur — 5—1. Þá má geta þess að Manchester 'United hefur lánað Sunderland Jimmy Nicholl, bakvörð. -SOS. Haukar unnu íBorgaraesi Haukar sigruðu Skallagrim 90- 76 i 1. dcildinni i körfuknattleik i Borgarnesi um helgina. Við sig- urinn komust Haukar i annað sætið í deildinni. Allir leikmenn Hauka skoruðu i leiknum, Webster stigahæstur með 32, Pálmar 24 og Birgir 10. i liði Skallagríms var Carl Pearson stigahæstur með 37 stig og Guðmundur Guðmundsson með 16. #- David Moyse. . . „Bezti maður á vellinum.” Davíð yngrí stór- stjama hjá Celtic — David Moys, strákurínn sem allir islenzkir strákar í knattspymu þekkja, gerir það gott í skozku knattspymunni David Moyse — þúsundir íslenzkra: knattspymumanna þekkja það nafn vel. Það er ekki vinsælla skozkt nafn til á íslandi. En nú eru tveir menn bakvið nafnið, sem frægir eru á Skot- landi, feðgarnir David Moyse eldri og yngri. Um langt árabil hefur David Moyse eldri skipulagt ferðir ungra íslenzkra kanttspyrnumanna til Skotlands og skozkra til Íslands. Þeir skipta mörgum þúsundum, sem farið hafa i keppnis- ferðir milli landanna fyrir milligöngu Moyse. David hefur komið hingað til lands mjög oft. Ákaflega vinsæll maður og allt stendur sem stafur á bók, sem hann segir. Gegnum árin hafa íslenzku strákarnir kynnst syni hans, David Moyse yngri, allt frá þvi hann var smástrákur með föður sínum i keppnisferðum íslenzku strákanna á Skotlandi — eða þegar þeir hafa komið hingað til lands. Og nú er David Moyse yngri kominn í hóp beztu leikmanna á Skotlandi, aðeins 19 ára. Leikur með Celtic þó faðir hans hafi alltaf verið Rangers- aðdáandi. Hann skipti sér hins vegar ekki af því hvaða félag sonurinn valdi. David vann sér fast sæti í aðalliði Celtic í haust sem bakvörður og framtíð hans sem knattspyrnumanns virðist ákaflega björt. Skozku blöðin eiga varla nógu sterk lýsingarorð til að lýsa hæfni hans. Þegar Rangers og Celtic gerðu jafntefli 3—3 á dögunum í æsispennandi leik að viðstöddum 48.600 áhorfendum á Parkhead, leik- velli Celtic, átti David Moyse snilldar- Yurí Zakharevich, Sovétríkj- unum, setti nýtt heimsmet í snörun í 100 kg flokki á móti í Donetsk í gær. Hann snaraði 192.5 kg. Zakharevich, sem að sögn fréttastofu Reuters er aðeins 18 ára, bætti heimsmet tékkneska ólympíumeistarans Ota Zar- leik. Skozki landsliðsbakvörðurinn Danny McGrain gat ekki leikið með Celtic en sagði eftir leikinn. „Eftir þessa frammistöðu Davids verður erfitt fyrir mig að komast aftur í liðið. En annars, hann hefur staðið sig frábærlega vel sem hægri bakvörður eftir að ég slasaðist”. „Þetta var frábært og tveir yngstu leikmennirnir beztir, David Moyse, Celtic, og Gordon Dalziel hjá Rangers. Þeir áttu sinn þátt í öllum mörkun- um”, sagði stjóri Celtic, Billy McNeil. „David Moyse var bezti maður á vellin- um,” skrifaði Gerry McNee í Daily Express Já, David Moyse er orðinn stórgóður knattspyrnumaður og það veit ég að gleður marga Islendinga. -hsim. emba um fimm kíló! Það var 187,5 kg, sett í júní sl. -hsím. Gfsli Felix í landsliðshópinn Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari, valdi Gísla Felix Bjamason, markvörð úr KR, í landsliðshópinn i handknatt- leik í gærkvöldi. Gisli Felix er þvi fjórði markvörðurinn í hópnum. Hilmar gerði þetta vegna þess að Eyjamaðurinn Sigmar Þröstur Óskars- son úr Þór, hefur verið veikur — hann veiktist í HM-keppninni í Portúgal á dögunum. -SOS. Þeir leika gegn Dönum Landsliðshópurinn í handknattleik, sem æfir nú af fullum krafti fyrir landsleikina gegn Dönum, er skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkingi Einar Þorvarðarson, HK Gísli Felix Bjarnason, KR Sigmar Þröstur Óskarsson, Þór Aðrir leikmenn: Ólafur Jónsson, Víkingi Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Víkingi Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Alfreð Gíslason, KR Gunnar Gíslason, KR Haukur Geirmundsson, KR Sigurður Sveinsson, Þrótti Steindór Gunnarsson, Val Þorbjörn Jensson, Val Bjarni Guðmundsson, Nettelstedt Þorgils O. Matthiesen, FH Kristján Arason, FH Eins og við sögðum frá i gær, þá leikur Þróttarinn Páll Ólafsson ekki með gegn Dönum, þar sem hann hand- arbrotnaði i leik gegn FH. Börkur til Svíþjóðar? —3. deildarlið Alingsas IS hefur áhuga aðfáhanntilsín Það bendir nú allt til að Börkur Ingv- arsson, knattspyrnumaður úr KR, farí til Svíþjóðar og leiki þar knattspymu með 3. deildarliðinu Alingsas IS, sem hefur mikinn áhuga á að fá Börk til liðs við sig. Alingsas IS er mjög stöndugt félag og hafa forráðamenn félagsins mikinn hug á að styrkja liðið. Börkur leikur stöðu miðvarðar og kæmi hann til með að styrkja vörn liðsins. Börkur er nú að kanna málið og eru miklar líkur á því að hann fari til Sví- þjóðar fljótlega eftir áramót, til að kynna sér aðstöðuna hjá félaginu og ræða við forráðamenn Alingsas. Hann hefur mikinn hug á að stunda nám í Svíþjóð. -sos • BÖRKURINGVARSSON. Seljaútibú BÚNAÐARBANKANS tók til starfa 11. desember Afgreiöslutími mánudaga til föstudaga kl. 09.15—16.00 Síðdegisafgreiðsla fimmtudaga kl. 17.00—18.00 ★ Við bjóðum Seljahverfinu alla innlenda bankaþjónustu ★ Við reynum að miða aðbúnað og þjónustu fyrst og fremst við einstaklinga og fjölskyldur ★ Starfsfólk reynir að sýna viðskiptamönnum lipurð og skilning í öllum afgreiðslum ★ Við bjóðum björt og notaleg húsakynni án hefðbundinnar formfestu ★ Við bendum á, að Búnaðarbanki íslands er annar stærsti viðskiptabanki þjóðarinnar og einn traustasti hornsteinn íslenzkra peningamála ★ Athygli er vakin á því, að útibúið starfar til bráðabirgða í núverandi húsnæði og bíður eftir aðstöðu í verzlunar- og þjónustumiðstöð Seljahverfis ★ Við bendum á, að Skógarsel hefur nýlega verið gert að aðalbraut og biðjum viðskiptamenn að gæta varúðar í umferðinni ★ Loks bjóðum við viðskiptamenn velkomna í útibúið. Það verður heitt á könnunni í skammdeginu. Jón Sigurðsson útibússtjóri Sigurður Karlsson gjaldkeri Gerður Daníelsdóttir bókari Sigríður Stefánsdóttir bókari BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS SELJAUTIBU Stekkjarseli 1 (á horni Stekkjarsels, Stokkasels og Skógarsels) Sími78855 PRENTSMtOJAN OOOI HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.