Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981.
15
okkur. Hvergi sást Ijós. Engir
múkkar fylgdu okkur inn, því við
vorum með engan hval. Eldhús-
verkunum var lokið og fór ég upp í
brú til að heilsa upp á stýrimanninn
og hásetann, sem á vakt voru. Annar
stýrimaður var gjörvilegur ungur
maður, sem hafði verið á millilanda-
skipum og ætlaði sér að verða stýri-
maður og seinna skipstjóri og sigla
með frystan fisk til erlendra hafna.
Hann taldi sig vera karl í krapinu og
færan í flestan sjó.
Eftir að ég hafði um stund rýnt út í
myrkrið, sem mér fannst ógnverkj-
andi og fjandsamlegt, hrökk óvart
upp úr mér spurning, sem beint var
að tilvonandi skipstjóra á millilanda-
skipum: „Hvernig ætlarðu að rata
inn í Hvalfjörð i öllu þessu myrkri?”
Fékk ég um hæl fyrirlestur um ljós-
vita, áttavita, radíóvita og fávila, en
síðasti vitinn var tilvísun til hjálpar-
kokks, sem hefði ekki vit á siglinga-
fræðum og öðrum vísindum, sem
stýrimenn yrðu að kunna. Bauð ég
svo góða nótt og fór fram í lúkar þar
sem ég sofnaði fljótt eftir langan og
strangan dag.
Strandið
Rúmlega fimm tímum seinna vakn-
aði ég af værum blundi við ógurlegan
skarkala og kastaðist næstum fram
úr kojunni, hentist fram úr og hróp-
aði: „Skipið er strandað!” Varð nú
mikið fát og pat í lúkarnum. Allir
reyndu að drífa sig í einhverjar flíkur
og koma sér út, því skipið hjó á sker-
inu og allt skalf og nötraði. Þúsund
hugsanir þutu gegnum hausinn og
mikið máttleysi ásótti hnén. Ég
fylgdi hinum út á dekk. Það gaf yfir
bátinn og urðum við að sæta lagi til
að komast aftur í eldhúsið. Það var
enn niðamyrkur og regnskúr gekk
yfir.
Ekki verður því neitað, að allmikið
fum var á mannskapnum, en brátt
skýrðust línur. Við vorum strand-
aðir í Hvalfjarðarmynni. Reynt hafði
verið að setja á fullt afturábak en þá
hafði stýrið tekið niðri og einnig
skrúfan, svo nú var allt stjórnlaust.
Skipið fiaut af skerinu því aðfall var,
en það rak bara nær landi og brátt
upp á annað sker, enn stærra en hið
fyrra. Samband hafði verið haft við
Slysavarnafélagið og var hjálp á
leiðinni. Leki var ekki kominn að
skipinu, og var því ákveðið að bíða
birtingar.
Stakk ég upp á því að hella upp á
könnuna. Allir tóku vel í það nema
stýrimaðurinn ungi, sem vár sérfræð-
ingur í vitum og á vakt hafði verið.
Honum fannst ganga næst guðlasti
að hugsa um kaffi, þegar skipið væri
uppi á skeri. Þegar ég spurði Jón
stórkokk, hvort ekki mætti ná í eina
eða tvær jólakökur, varð hann strax
andvígur. Hann sagði, að ekki væri
kominn sunnudagur og þar að auki
ætti skipshöfnin ekki skilið að fá
jólaköku þegar hún væri búin að
standa skipinu. Hann gaf sig þó,
þegar aðrir tóku undir og sögðu, að
líklegt mætti telja, að nú yrðu vertíð-
arlok, a.m.k. fyrir þessa áhöfn.
Fengu nú allir kaffi og gula jólaköku
með sítrónubragði en án rúsína.
Þegar birta tók af degi, sáum við
bóndabæ ekki langt frá ströndinni,
og var þá ákveðið að senda mikinn
hluta skipshafnarinnar í land. Fyrsta
sjóferðin mín endaði þvi þannig, að
ég fór í land í bjargbátnum og kvaddi
síðan dyra á ókunnum bæ á Hval-
fjarðarströnd. Strandið varð til þess,
að vertíðin endaði á þessum degi.
Hvalbáturinn náðist út seint og síðar
meir og var gert við hann. Norski
skipstjórinn, sem hafði verið í koju,
þegar land var tekið, kom ekki aftur
til íslands. Hásetar og kyndarar hafa
síðan fengið að borða í matsalnum.
Stjórnendur Hvals h/f virtust ekki
trúa því, að nærvera mín hefði valdið
öllum þessum óhöppum, því næsta
sumar fór ég marga túra sem afieys-
ingamaður .og varð svo fastráðinn
kyndari í heila vertíð. Jón stóryfir-
matreiðslumaður varð seinna bryti
hjá Eimskip, stýrimaðurinn ungi
varð stýrimaður og síðan skipstjóri á
frystiskipum en sögumaður ykkar
lenti í útlegð hérna úti í henni
Ameríku.
Þórir S. Gröndal.
„Stjórnendur Hvals hf. virtust ekki trúa
því, aö nærvera mín heföi valdið öllum
þessum óhöppum...”
Stjórnendur Póllands hafa lagt inn á sömu brautir og Quisling og Pétain marskálkur, segir greinarnotunaur.
Allt sýnir þetta, að valt er að
treysta heilindum Alþýðubandalags-
manna um andúð þeirra á at-
burðunum í Póllandi. Allt sýnir
þetta, að það var undarleg messu-
gjörð fyrir starfsmenn íslensku kirkj-
unnar að taka þátt í fundi Svavars
Gestssonar Macbeth fyrir utan
pólska sendiráðið.
Og enn eru kristnir
menn ofsóttir
Svavar Macbeth lýsti þeirri skoðun
sinni, að pólska andspyrnuhreyfingin
væri sósíalistastefna. Það vita allir að
það er lygi. Þvert á móti er pólska
andspyrnuhreyfingin reist á trúar-
legum grunni: leiðtogar hennar sækja
afl sitt og von til rómversku kirkj-
unnar, til kristinnar trúar, og það eru
myndir af páfanum í Róm, sem
pólskir verkamenn halda á lofti en
ekki myndir af Lenin eða Stalin.
Svo fjarri eru orð Svavars öllum
sannleika, að á sama tíma og pólskir
andspyrnumenn krefjast þess að
kirkja þeirra fái að starfa i friði, þá
beitir fiokkur Svavars sér fyrir því á
Alþingi að öll máiefni, er snerta vöxt
og viðgang kristni i landinu séu van-
rækt og vikið til hliðar.
Ótíðindin frá Póllandi eru ekki
aðeins tíðindi um árásir á verkafólk,
heldur einnig tíðindi um enn einar of-
sóknir kommúnista á hendur krist-
inni kirkju.
Hinir nýju
píslarvottar
í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
gilda aðrar reglur um, hvernig menn
eru lýstir píslarvottar. £g gat í
upphafi þessa pistils um Koturoff
prest. Hann var í byrjun nóvember
lýstur píslarvottur ásamt fjölda-
mörgum öðrum rússneskum fórnar-
lömbum kommúnista. Það komu
fréttir af þessu 1 blöðum og talið helst
markvert, að Nikulás II keisari var í
þessum hópi ásamt fjölskyldu sinni
og ýmsir brostu. En mér er spurn:
skiptir fjöldi eða ætterni píslarvott-
anna máli? Skiptir ekki mestu máli,
að skjalfest gögn liggja fyrir um
mestu ofsóknir gegn kirkkjunni í
sögunni? Skiptir ekki mestu máli, að
sömu öfi standa nú fyrir svipuðum
aðgerðum gegn kristnum mönnum í
Póllandi, og enn eiga þau samúð
meira að segja á íslandi.
Haraldur Blöndal.
Haraldur Blöndal skrifar um ofsóknir
stjórna kommúnistaríkjanna á hendur
kristnum mönnum og um framhald þeirra of-
sókna í Póllandi.
Gleðilegjól
og farsœlt nýár
Þökkum viðskiptin á árínu.
Fataviðgerðin Javi,
DRÁPUHLÍÐ 1 - SfM117707
<BllBLEIGflN
Skjólbraut 9,
Kópavogi.
óskar viðskiptamönnum sínum
gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs.
Gleðilegjól,
farsælt
komandi ár
Z-brautir og gluggatjöld
ÁRMÚLA 42.
19 OOO
Jólamynd 1981 —- Frumsýning
ÖRTRÖÐ Á
HRINGVEGINUM
Þegar kerfið klikkaði tóku bæjarbúar til sinna ráða og þé
varð Iff I tuskunum.
Eldfjörug litmynd, gerð af John Schlesinger, með hópi úrvals
leikara.
fslenzkur texti.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Sýningar á Þorláksmessu, 2. jóladag og
mánudag.
Gleðilegjól.