Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Fólk Fólk Fólk Fólk A myndinni sóst iistamaöurinn ásamt hjóli því er stolið var af honum fyrir tveimur vikum. HJÓU FJALLA- KÚNSTNERS STOUÐ Nú for hvor aö veröa síöastur til aö ótta sig 6 þebn tíðmdum aðjófín eru 6 næsta MtL Krakkarnir í Æfingadeild Kennaraháskóla íslands eru fyrir löngu búnir aö átta sig á þessu og efþví tilefni brugðu þau sórígervi 13 ramm-íslenzkra jólasveina á dögunum. Efgrannt erskoöað bera þeir afíir nöfnin sín utan á sár. D V-mynd Friöþjófur. Hjólinu hans Stefáns fjallakúnstn- ers frá Möðrudal var stolið fyrir tveimur vikum. Hjólið er forláta- gripur, mikið asýndar og vel komið til ára sinna enda talið elzta nothæfa hjól á landinu. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir hjólsins síðustu daga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til ritstjórnar DV í Síðumúla 12—14, eða hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Blaðamaður átti tal við fjalla- kúnstnerinn fyrir fáeinum dögum vegna hvarfs hjólsins. Hann var Að sjáHsögðu var gengið i kringum jóiatréð með hefðbundnum hætti og jólaballöður sungnarmeð tiiheyrandiiátbragði. DV*nyndGVA. Litil jól á Alftaborg Litlu jólin eru jafnan haldin á barnadagheimilum og skólum lands- ins nokkrum dögum áður en hin eina og sanna jólahátíð fer í hönd. Að sjálfsögðu kunna börnin vel að meta Þeir eru skrítnir karlar, þessir jóla- sveinar — gætí iitii hnokkinn á myndinni verið að hugsa. Og lái það honum enginn, jretta eru svoddan undrafígúrur. DV-mynd GVA. slíka skemmtun í svartasta skamm- deginu, enda situr gleðin þar ávallt í fyrirrúmi. Viðbúið er að jólasveinar mæti á staðinn og syngi fyrir börnin ýmsar ballöður um sjálfa sig og jólin og undantekningalaust láta börnin ekki sitt eftir liggja í þeirri sönglist. Barnadagheimilið Álftaborg í Safamýri er þar engin undantekning.l Þar héldu 2, 3 og 4 ára börn á dögun- um sín litlu jól og var glatt á hjalla, enda jólasveina að finna í hverju horni. En myndirnar tala sinu máli. þungbúinn mjög og smeykur um framtíð hjólreiða sinna og sagði: ,,Ég er búinn að eiga 8 hjól í gegnum tíðina. Flestum þeirra hefur verið stolið. En égásuma ræflanaennþá. Þetta hjól, sem var stolið af mér á dögunum, var prýðisgripur. Stýrið var að vísu orðið nokkuð aumt. En ég var búinn að kaupa nýjar slöngur i dekkin. Þessi stuldur er ákaflega bagalegur fyrir mig. Ég hef farið allra minna ferða á hjóli. Hjólið er raunar ná- tengt mínu starfi sem listamanns. Ég fiutti öll min málverk og ramma á því milli staða. Það er mér alveg nauðsynlegt að eiga hjól. Ég er í algjöru ráðaleysi núna. Ég lendi í hreinustu vandræðum með mynda- gerðinamína.” Hvað ertu að fást við núna? ,,Ja, siðan ég missti hjólið, hef ég bara verið að mála vatnslitamyndir og svo hef ég líka notað túss. Ætli ég sé ekki búinn að mála 20 myndir síðan hjólið hvarf. Það sér það hver maður í hendi sér hvað ég þarf hjólsins mikið við.” Og þú einbeitir þér ennþá að lands- lagsmálun? „Jájájájájájájá . . . ég set landið í Ijóma,” segir hann og rekur upp mikinn hlátur. „Svo mála ég stundum mannamyndir. Ég er líka eftirsóttur hestamálari. Ég hef svo gaman af hestum.” Hvernig gengur svo að lifa af þessu? „Það gengur alveg bærilega. En stuldur hjólsins setur mikið strik í reikninginn, ofboðslega mikið strik í reikninginn. Ég er eiginlega alveg lamaður af öllu þessu labbi, sem ég hef þurft að iðka nýverið. Ég verð að fá hjólið aftur,” segir Stefán — og hér með er þeirri ósk komið á fram- færi. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.