Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd HERSHÖFÐ- INGINN SAGÐ- UR MYRTUR —en álitið vera blekking til að leiða ieitarmenn á villigötur Ottast hefnd KGB yfir Sakharov Það hefur verið borið til baka í Washington að James Dozier hershöfð- ingi hafi verið drepinn af Rauðu her- deildunum, sem ræmdu honum af heimili hans í Veróna á dögunum. ítalska fréttastofan Ansa skýrði frá því í gaer að nafnlaus maður hefði full- yrt, í símtali við fréttastofuna, að hryðjuverkamennirnir hefðu dæmt hershöfðingjann til dauða og að lík hans mundi finnast í gærkvöldi. „Lík ameríska svínsins er í sveita- Ræningjarnir tilkynntu síðasta laugardag að Dozier hefshöfðingi væri fangi í „fangelsi alþýðunnar” og mundi koma fyrir „dómstól alþýðunn- ar”. En engar kröfur hafa enn verið lagðar fram fyrir lausn hans. James Dozier hershöfðingí er talinn vera enn á Iffi á valdi ræningja sinna, þrátt fyrir upphringinguna i gær. Lisa Alexeyeva, tengdadóttir Sakh- arovhjónanna, sagði i gær að hún kviði því að þeim væri ekki óhætt. Sagðist hún biðja þess í bænum sínum að hjónunum yrði leyft að flytja úr Sovét- ríkjunum. Sjálf fékk hún ekki að flytja úr landi til eiginmanns síns, Alexei Semyonov, í Bandarikjunum, fyrr en Sakharov- hjónin höfðu farið í hungurverkfall til að knýja á með henni. ,,Ég er alsæl hér. Ég vona að Banda- ríkin verði mitt föðurland. Ég vona að Sakharovhjónin fái einhvem tíma að koma til þessa lands,” sagði Lisa á blaðamannafundi í gær. Það eina, sem skyggir á hjá henni, eru áhyggjurnar af tengdaforeldrunum og vinum austan tjalds. Alexei sat einnig þennan fyrsta fund Lisu með fréttamönnum síðan hún kom vestur um haf. Hann sagðist kvíða því að KGB-lögreglan sovézka mundi hefna þess á foreldrum hans hvernig þau svínbeygðu sovézk yftrvöld með hungurverkfallinu. Sakharovhjónin voru að hans mati algerlega upp á náð og miskunn KGB komin í útlegðinni í Gorky. Alexei og Lisa hafa bæði skorað á sovézk yfirvöld að leyfa Sakharov- hjónunum að búa á sumarhúsi þeirra, skammt utan Moskvu. Lisa sagði fréttamönnum að á siðustu þrem árum hefðu sovézk yfir- völd hreinsað til meðal andófsmanna. — „Þessi þrjú ár voru ægileg. Þetta voru ár stöðugra ofsókna. Þó get ég ekki sagt, að mannréttindabaráttan sé öll. Það er enn til fólk, þótt það sé fátt.” Hún sagði að þegar hún siðast hitti Sakharov, hefði hann ekki útilokað möguleikann á þvi að fara til Banda- ríkjanna. Hann hafði þó bætt því við, að hann réði því ekki. þorpi og mun lögreglan finna það eftir klukkan 20 að ítölskum tima,” sagði maðurinn í símanum. Hann talaði ara- bís.ku með hreim Libanonmanna. Talsmaður yftrstjórnar bandaríska hersins bar þessa frétt til baka: „Hún er algjör tilbúningur og ekki fótur fyrir henni,” sagði hann. Neitaði hann að svara spurningu fréttamanna um hvernig Pentagon gæti verið svo viss um að fréttin fengi ekki staðizt. Lögreglan i Veróna á Ítalíu segist gruna Rauðu herdeildina um að reyna með þessu að blekkja leitarmenn svo að þeir villist af slóðinni. Slík brögð hefur Rauða herdeildin viðhaft áður. Eftir ránið 1978 á Aldo Moro var lögreglan einmitt með sím- hringingu leidd á villigötur til þess að leita að líki hans i stöðuvatni norður af Róm. Maðurinn í símtalinu við Ansa byrj- aði orðsendingu sina á þessa leið: „Rauðu herdeildir Baader Meinhof til- kynna eftirfarandi ...” — Hann fór ekki nánar út í það, hví Baader Meinhof væri nefnt i sömu andránni og Rauðu herdeildirnar. — Þessi þýzku hryðjuverkasamtök hafa aldrei fyrr verið orðuð í yfirlýsingu Rauðu her- deildanna vegna mannrána þeirra. IhaJCita. Rafmagns- handverkfæri til jólagjafa — Ótrúlega hagstœtt verö. Q PÓR^ BllVII B'1500-ARIVIÚLAn'l /-tigiv brunsleðarnir eru ekta sænsk gæða- vara, hraðskreiðir, sterkir og öryggir. Verð kr. 651.-. /-TIGPk barnasleðar — níðsterkir, léttir og mjög öryggir. Fyrir börn 6 ára og yngri. Verð kr. 399.-. ÞEIR ERU KOMNIR! • • Spítalastíg 8 og við Óöinstorg. Símar: 14661 og 26888. sænsku brunsleðarnir frá STIGA sem hafa farið sigurför um hin Norðurlöndin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.