Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. írjáJst, úháð daghlað Útgáfufélag: Frjáls fjöknlðkin hf. Stjómarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfusljóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar. Jónas Kristjánsson og EBert B. Schram. AfletoAarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páli Stefánsson og Ingótfur P. Steinsson. Ritstjóm: Siflumúla 12—14. Augtýsingar: Siflumúla 8. Afgreiðsla, éskrrftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sfmi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverfl á mánufli 100 kr. Verð í lausasötu 7 kr. Helgarblafl 10 kr. Ljós ískammdegi Vikum saman höfum við búið við fjúk og frost. Öndverður veturinn hefur verið sá næstkaldasti á öldinni. í gær varð svo skammdegið svartast, á vetrar- sólstöðum. Nú er hins vegar farið að birta aftur og há- tíð ljóssins er á morgun. Við höfum varla haft tíma til að hugsa um myrkrið og kuldann. Ofan á dagleg störf bætast annir og út- réttingar jólaundirbúnings. í dag er athafnasamasti dagur ársins hjá verzlunarfólki og fjölda annarra landsmanna. Á morgun væntum við svo þess, að á komist friður og ró hjá sem flestum, einnig þeim sem ekki hafa tækifæri til að dveljast með sínum nánustu. Fyrst og fremst eru jólin þó samverustund fjölskyldna og hátíð barnanna. Flestir íslendingar hafa ástæðu til að hugleiða lán sitt á þessum jólum. Erlendir talnaleikir benda til, að lífsgæði í heiminum séu næstmest hér á landi, þegar saman eru tekin hin heilsufarslegu, félagslegu og efnis- legu gæði. Á tímum stöðnunar og atvinnuleysis úti í heimi er enginn bilbugur á landanum. Utanferðir hafa verið með mesta móti á þessu ári. Innflutningur á vörum hefur aukizt verulega síðari hluta ársins. Við kaupum bíla og bensin sem ekkert sé. Hamingjan fylgir að vísu ekki með í kaupbæti, hversu mikil auraráð sem menn hafa. Að baki kaup- gleðinnar ríkir þó hið eftirsóknarverða ástand, að allur þorri þjóðarinnar tekur þátt í velmeguninni, ekki bara fáir útvaldir. Margir lyklar eru að þessari þátttöku. Aðstaða er einn þeirra, ábyrgð annar og menntun hinn þriðji. Enn aðrar fjölskyldur eignast lykil með mikilli yfírvinnu, uppmælingu eða með því að fleiri en einn vinnur utan heimilis fyrir tekjum. Allir þeir, sem hafa einhvern þessara lykla, mynda eina stétt vel stæðra íslendinga. Það er grundvöllur þess, að talað er um stéttlaust þjóðfélag á íslandi. En því miður eru ekki allir í þessum lánsama hópi. Hér á landi býr undirþjóð opinberra styrkþega og láglaunafólks. Annars vegar eru þar fjölmennastir sumir öryrkjar, sjúklingar og aldraðir. Hins vegar sumar fjölskyldur einstæðra foreldra og auðnuleys- ingja af ýmsu tagi. Ellistyrkir og eyðilagðir lífeyrissjóðir koma í veg fyrir, að aldrað fólk komist beinlínis á vonarvöl. En þeir duga ekki til að lyfta öllu fólki, að loknum vinnudegi, upp í hið stéttlausa þjóðfélag íslenzkrar velsældar. Hið sama gildir um fjölskyldur einstæðra foreldra, sem verða að lifa á einföldum láglaunum einnar fyrir- vinnu og hafa vegna heimilisanna ekki tækifæri til að sinna yfirvinnu eða eiga hennar kannski alls ekki kost. Hlutfallslega eru það fá börn og fá gamalmenni, sem verða útundan í efnahagsundrinu. En þetta fá- menni ætti einmitt að verða okkur hvatning til úrbóta. Það er svo lítið, sem vantar til að gera þjóðina alla að einni stétt. Hin stéttlausa þjóð, sem heldur jól í vellystingum praktuglega, ætti á hátíð ljóssins að gefa sér tíma til að hugleiða, að það er ekki meira afrek en önnur, sem hér hafa þegar verið unnin, að lyfta undirstéttinni úr skammdegi í tilverunni. Með þessari hvatningu sendir Dagblaðið & Vísir ölluin landsmönnum hinar beztu óskir um gleðileg jól Jónas Kristjánsson. í HVALNUM í síðasta þætti i Dagblaðinu sagði ég lauslega frá ýmsu úr veru minni í Hvalstöðinni, þar sem ungir íslend- ingar skáru sundur hval meö góðri samvizku og lentu í ævintýrum með stelpunum úr eldhúsinu, þegar húma tók að kvöldi. Svo greindi frá því, þegar undirritaður var kvaddur til að fara á einn hvalbátinn í staö hjálpar- kokks, sem meitt hafði sig. Hann hafði misst könnu af brennandi heitum þjóðardrykk landsmanna í kjöltu sér. Skipið var búið að ösla út um allan sjó í nokkra daga en enginn hval- blástur hafði svo mikið sem sést. Þótt sögumaður ykkar lægi undir grun um að vera ólánskráka og vera valdur að þessu hvalleysi, lét hann það sem vind um eyru þjóta. Einn daginn tilkynnti leiötogi minn, Jón yfirmatreiðslumeistari mér, að nú yrðu bakaðar jólakökur. Þar sem liðið var á september og vertiðarlok ekki langt undan, sagði hann, að þetta yrði líklega síðasti bakstur árs- ins. Hann sagðist baka þriðju hverju viku og þá níu jólakökur i einu, þrjár fyrir hvern sunnudag. Aðra daga varð áhöfnin að komast af án sæta- brauðs. Jóni var mikið í mun að fara sem allra bezt með matarbirgðir þær, sem Bréf frá henni Ameríku Þ6rir S. Gröndal félagið lagði til, enda var kostn- aðurinn útreiknaður nákvæmlega og var góð útkoma á því sviði oft mikil- vægari heldur en hól skipshafnar og blíðar þakkir fyrir matinn. Vegna þessa ákvað hann að breyta köku- uppskriftinni lítillega; jólakökur þessar yrðu rúsínulausar, því við höfðum notað síðustu rúsinurnar í sætsúpuna um daginn. Til að bæta það upp, myndum við nota sítrónu- dropa ríflega, því af þeim var til næstum heilt glas. Annar matsveinninn skipaði fyrir, mældi og hellti sítrónudropunum í skálina, en hinn hrærði og hrærði þar til handleggirnir ætluöu að slitna af honum. Ég læt ykkur um að geta til um, hvor gerði hvað. Sítrónudrop- arnir gerðu fljótlega vart við sig; fyrst með því að lita deigið eitur-gult, svo með því ilma um allt skipið, þegar bakað var. Loks var verkinu lokið og þá bárum við Jón þessi níu listaverk aftur í káetu hans. Þar var þeim stungið inn í skáp fyrir ofan kojuna, en þar geymdi hann ýmis verðmæti eins og kex og þurrkaða ávexti. Við vorum búnir að vera úti í heila viku og var þá ákveðið að leita heimahafnar til að taka olíu og vistir, sem hvort tveggja var á þrotum. Að fara inn hvallaus var hin mesta hneisa og gerðist örsjaldan. Og þetta þurfti endilega að koma fyrir í minni fyrstu sjóferð! Ég verð að viðurkenna, að ég var ekki ánægður með framvindu mála. Það var kolniðamyrkur og leiðindaveður. Skipið klauf svartan sjóinn og bjó til hvita froðu, sem óðara hvarf i sortann fyrir aftan IHLUTVERKI QUISUNGS 0G PÉTAINS „Við brottflutnmgana frá Cherd- in, handtóku kommúnistar Koturoff prest, afklæddu hann og með því að vetur var og grimmdarfrosl. helltu þeir vatni yfir hann uns hann varö aö klakastyttu.” Þannig lýsir Mikael Polsky erki- prestur örlögum þessa rússneska rétt- trúnaðarklerks, sem var einn þeirra þúsunda, sem kommúnistar drápu á fyrstu árum byltingarinnar. Taliö er að kommúnistar hafi myrt um 8100 klerka rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar á árunum 1917 til 1922; Síðan má gera ráð fyrir að leynilögreglan (NKVD) hafi borið ábyrgð á dauða ca 42.800 presta og biskupa sömu kirkju er létust í þrælabúðum fram til ársins 1930. Það má gera ráð fyrir því, að um 20% þeirra, sem létust 1 Gúlagþræla- búðunum hafi verið hnepptir í ánauð vegna kristinnar trúar sinnar, eða milli 12 og tuttugu milljóna manna. Þetta er mesta ofsóknarherferð gegn kristnum mönnum í sögunni. Ofsóknir Rómverja, Tyrkja eða araba á liðnum öldum eru hégóma- mál hjá þessu. Til samanburðar má geta þess, að nasistar eru taldir hafa myrt um 6 milljónir gyðinga. Eiga menn þá samleið Um þessar mundir horfa menn með hryllingi á slitróttar sjónvarps- myndir frá Póllandi og lesa lausa- fregnir um ástandið þar. Ríkisút- varpið vakti hins vegar á því athygli, Kjallarinn Haraldur Blöndal að andstaða almennings við „endur- reisnaráform” stjórnarinnar myndu seinka því, að þau næðu tilgangi sínum. En jafnvel varkárt orðalag fréttastofunnar lesið upp af sér- stökum varðhundi Alþýðubandalags- ins í útvarpsráði, Jóni Múla, fær ekki dulið hörmungarnar. Forsætisráð- herra Póllands hefur svikið þjóð sína og hermennskuheiður og lagt út á sömu brautir og Vidgun Quisling og Pétain marskálkur. Engin þjóð þekkir betur kúgun Sovétmanna og Rússa en Pólverjar. Því er eðlilegt, að Pólverjar vilji gera allt til að forðast íhlutun sovéskra valdhafa. En það var að fara úr öskunni í eldinn að taka að sér böð- ulshlutverkið: — þau rök, sem færð verða til stuðnings forsætisráðherra Póllands áttu líka við um aðferðir þeirra tveggja manna, sem ég nafn- greindi, og tekur enginn samlandi þeirra nafn þeirra sér í munn án óbragðs. Þannig eiga menn aldrei samleið með ofbeldinu, þvi að í slíku samstarfi er það aðeins yilji hins illa sem ræður. Undarleg messugjörð Alþýðubandalagið telur sér það til gildis að vera afkomandi kommún- istaflokksins. Á síðustu árum hafa gamlir forustumenn kommúnista verið hylltir sem forgöngumenn, — sem fyrirmyndir ungu fólki. Alþýðu- bandalagsmenn hafa kosið að halda tengslum við sósíalistaríkin og það er t.d. eftirtektarvert, að ekki voru þeir fyrr komnir til áhrifa í Reykjavik en ákveðið var að kaupa vonda strætis- vagna frá kommúnistalandi, þrátt fyrir það að öll rök og allar um- sagnir hæfra manna mæltu gegn því. Á sama tíma og Alþýðubandalags- menn reyna að sverja af sér hug- sjónatengslin við austurblokkina er Jón Múli Árnason kosinn sérstakur tilsjónarmaður Alþýðubandalagsins með prentfrelsi. Jón Múli hefur sér- staklega fagnað framgöngu pólsku kommúnistanna undanfarna daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.