Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. 47 Myndbandaæðið heltekur þjóðina: Yfir 100 manns sóttu um stöður umboðsmanna Áhuga landsmanna á myndböndum virðast fá takmörk sett. Regnboginn auglýsti fyrir nokkru eftir umboðs- mönnum fyrir sig um land allt og um eða yfir lOOaðilar lögðu inn umsókn. Frá stærstu kaupstöðum iandsins bárust margar umsóknir. Voru um- sækjendur í öllum mögulegum þrepum þjóðfélagsstigans. Sóttu jafnt húsmæð- ur sem „heldri” menn í bæjunum um að fá stöðu umboðsmanns. Fer varla á milli mála að myndböndin hafa heltek- ið þjóðina, hversu gæfulegt, sem það kannnúaðteljast. -SSv. Bensfnverðið: Óskum viðskipta- mönnum vorum rpr gleðilegra # jóla JJ? (0) meðþökk fyrir viðskiptin Ríkið fær 55% aif útsöluverði v ~r Ríkið fær í sinn vasa 4.64 krónur af þeim 8.45 krónum, sem bensínlítrinn kostar eftir síðustu hækkun 2. desem- ber. Það er 54.91% af lítraverðinu. Samkvæmt þeim útreikningum, sem DV fékk hjá Verðlagsstofnun, skiptis bensínverðið þannig: Sif-verð, það e innkaupsverð, trygging og flutnings gjald kr. 2.37 eða 28.05%, opinbe gjöld: kr. 4.64 eða 54.91%, dreifingai kostnaður 0.94 kr., eða 11.12%, verí jöfnunargjald: kr. 0.11 eða 1.30% o tillag til innkaupajöfnunarreiknings ki 0.39 eða 4.62%. Þetta er miðað vi gengið á dollar eins og það var lí nóvember. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefi tekið saman tölur um heildarsölu bensíni hér á tímabilinu frá 1. janúar t 31. október. Samkvæmt þeim seldu samtals 102.100.576 lítrar á þeim tím: Tekjur ríkisins á sama tímabili nám kr. 378.449.141. Ljósá Markús- arnetin — línubyssur einnig tengdar netunum Björgunarnet Markúsar B. Þorgeirs- sonar, sem nú er farið að framleiða i stórum stil, verða framvegis búin lög- mætum bjarghringjaljósum og endur- skinsborðum, i samráði við Siglinga- málastofnun. Einnig er verið að kanna hvort fáanlegur sé korkur sem lýsir i myrkri til festingar á netin og loks er ætlunin að tengja netunum handhægar línubyssur með allt að 150 metra líf- taug. Hönnuðurinn og framleiðandinn, Markús B. Þorgeirsson, mælist til þess að þeir sem þegar hafa fengið net frá honum, hafi samband við hann svo að hann geti pantað fyrir þá ljós og endur- skinsborða. Nú er verið að útbúa um 100 net, sem öll verða búin að minnsta kosti þessum tveim öryggismerkjum. HERB Ferðaskrrfstofur fá að afgreiða farseðla til ÍSÍ Ferðaskrifstofur hafa samið við Flugleiðir um að fáaðafgreiða flugfar- seðla til íþróttafélaga í samræmi við samning þann sem ÍSf og Flugleiðir gerðu fyrir nokkru. Að sögn Steins Lárussonar formanns íslenzkra ferðaskrifstofa, fá ferðaskrif- stofur lægri þóknun fyrir að afgreiða þessa farseðla en aðra. Fá ferðaskrif- stofur 5% í stað 9%. Taldi Steinn að þessi skerðing gæti haft áhrif á auglýsingar til íþróttafélaga á þann hátt að ferðaskrifstofur drægju verulega úr auglýsingum sínum. -KMU. Þá tekur það verkamann nú 10.22 klukkustundir að vinna fyrir einni áfyllingu af bensini á 40 lítra bensín- geymi, samkvæmt útreikningum FÍB. -JSS :i n w t LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 , ÍSLENSK DÓJ/A N/lPl DUlvVVlLI ER VERDMÆTI iNlNÍlisVJ rn wm mliiii inliiB ii Imii'iiB mm Ifei 1011111 c^o tejjWfe1 Lcyndarmálið fÉragpll og Manntap IjiliillíjllíÍ Stefan Zweig Leyndarmálið og Manntafl Þessar heimsfrægu sögur austurríska ritsnillingsins eru gefnar út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Sögurnar eru: LEYNDARMÁLIÐ í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi og MANNTAFL í þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík Veðrið Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir austan- og norð- austanátt á landinu, heldur hlýrra en verið hefur. Éljagangur á Norður- og Austurlandi en bjart að mestu á Suður- og Vesturlandi. Frostlaust austanlands, vægt frost annars staðar á landinu. Veðrið hér og þar Kl. 6 1 morgun var á Akureyri snjókoma —1, Bergen léttskýjað — 10, Kaupmannahöfn þokumóða 0, Osló snjókoma —3, Reykjavík skýjað —2, Stokkhólmur skýjað — 3, Þórshöfn léttskýjað + 2. Kl. 18 í gær: Aþena skýjað +15, Berlín þokumóða —4, Feneyjar skýjað + 3, Frankfurt snjókoma — 1, Nuuk snjókoma —4, London léttskýjað —1, Luxemborg slydda + 1, Las Palmas léttskýjað +19, Mallorka skýjað 14, Montreal þokumóða 0, New York súld 3, Malaga skýjað 19, Vín snjókoma — 3, Winnipeg snjókoma —8. . Gengið ■ GENGISSKRÁNING NR. 245 - 23. DESEMBER 1981 KL. 09.15. 1 • t -anna f Einingkl. 12.00 Kaup Sala |gj.ld«yrir 1 BandarOtjadollar 8,210 8,234 9,067 1 Staríingapurtd 15,521 15,568 17,122 1 KanadadoRar 6,947 6,968 7,664 1 Dönsk króna 1,1106 1,1138 1,2251 1 Norsk króna 1,4023 1,4064 1,5470 1 Snnsk króna 1,4703 1,4746 1,6220 1 Rnnskt mark 1,8693 1,8748 2,0622 1 Franskur franki 1,4268 1,4308 1,5738 1 Bslg. franki 0,2141 0,2147 0,2361 1 Svissn. franki 4,5209 4,5341 4,9875 1 Hollenxk florina 3,2886 3,2982 3,6280 1 V.-þýzkt mark 3,6084 3,6189 3,980 1 Itölsk llra 0,00677 0,00679 0,007461 1 Austurr. Sch. 0,5154 0.5169 0,5685 1 Portug. Escudo 0,1251 0,1254 0,1379 1 Spánskur pesetí 0,0842 0,0844 0,0928 1 Japanskt yen 0,03727 0,03738 0,04111 1 irskt Dund 1 12,857 12,894 14,183 8DR (sérstök 9,5247 9,5526 dráttarréttindl) 01/09 Simsvari vagna genglsskránlngar 22190. |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.