Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Logandi bambusblys sem hægt er að nota aftur og aftur. Þarf aðeins að fylla hylkið af steinolíu og þá helst loginn í 2-3 tíma, þolir vind og regn, og gefur gott Ijós. Gefur sérstakan hátíðablæ. Tilvalið í GARÐINN - Á LEIÐIÐ í KIRKJUGARÐINN - FYRIR SKÍÐAFÓLK, í BLYSFARIR - TIL AÐ KVEIKJA Á RAKETTUM O.FL. Bráðskemmtileg amerísk kvikmynd í litum, með hinni ólýsanlegu Goldie Hawn í aðalhlutverki. Hvernig bregztu við þegar fyrrverandi eiginmaöur konu þinnar er ákærður fyrir bankarán og hann ákveður að fela sig undir hjónarúminu þínu? Sýnd annan og þriðja í jólum kl. 3,5,7,9 og 11. Hækkað verð. BAMBUS BLYS miðnæturmessur vegna jólanna Létta ögn á útgöngubanni og feröatakmörkunum Ymis merki sjást nú þegar, að kommúnistaleiðtogar Póllands séu að komast á kreik út úr skugga herlag- anna. Um leið berast fréttir af því að einhverjum takmörkunum og bönnum herlaganna hafi verið aflétt. Varsjárútvarpið sagði í gærkvöldi að æðstaráð flokksins hefði komið saman til þess að ræða ástandið í landinu. — Hefur um leið kvisazt að Jaruzelski hershöfðingi búi sig undir að birtast í sjónvarpinu, sem verður þá í fyrsta sinn siðan hann tilkynnti að her- lög hefðu tekið gildi. Það var fyrir tíu dögum. Er sagt að Jaruzelski muni koma fram í sjónvarpi í kvöld eftir að aflétt hefur verið að nokkru ferða- takmörkunum yfir jólahátíðina. Um leið berast fréttir af því að minna beri orðið á hermönnum i Varsjá. Varsjárútvarpið tilkynnti í gær- kvöldi, að útgöngubanninu yrði aflétt á aðfangadagskvöld um allt land, svo að fólk geti sótt hina hefðbundnu miðnæturmessu jóla. Mesta athygli vekur fréttin um fund æðsta ráðsins sem ekki er vitað til að hafi komið saman síðan herlögin voru sett á. Vilja ýmsir ætla að það sé merki um að herinn telji sig nú hafa nægileg tök á ástandinu til að stjórnmálalífið geti vaknað af herlagadvalanum. Aðrar fréttir berast samt um leið frá Póllandi um að verkamenn andæfi enn gegn hernum og þá aðallega í borgunum við Eystrasaltið og i Sílesíu, aðaliðnaðarhéraði Póllands. Þó hefur útgöngubannið í Gdansk verið stytt niður i átta klukkustundir. Það var lengra í Gdansk en annars staðar eftir göturósturnar í síðustu viku, þar sem ætlað er að meira en 300 manns hafi særzt. Allar fréttir hníga að því að and- spyrna verkamanna sé enn mest í Gdansk. Ferðafólk, sem þaðan fór síðasta mánudag, sagði að hundruð verkamanna hefðu þá haft olíuhreinsunarstöðina á sínu valdi. Hún var umkringd brynvögnum og herliði. Sögðu þeir ennfremur frá því að verkamenn hefðu búið um sig i skipasmíðastöðvum í bæði Gdansk og Gdynía. Varsjárútvarpið sagði í gærkvöldi að nær 3000 námamenn hefðust enn við niðri í námunum í Ziemowit og Piast. Útvarpið bætti því við síðar, að hryðjuverkamenn hindruðu náma- mennina 1 að komast upp á yfirborðið. En það eru sömu skýringar og Tass og Moskvuútvarpið hafa gefið sínum áheyrendum í hópi námamanna. Af Lech Walesa, leiðtoga Einingar, berast misjafnar fréttir. Sumar herma að hann neiti að ræða við yfirvöld og sé stöðugt fluttur, í varðhaldinu, á milli fangels^, Aðrar greina frá því, að hann sé í hungurverkfalli. Enn aðrir ympra á að hann muni alveg á næstunni birtast í sjónvarpi. Eftir heimildum, sem standa í sambandi við kaþólsku kirkjuna í Póllandi, er haft að Walesa sé við sæmilega heilsu og að ranghermt sé að hann hafi fengið hjartaslag, eins og einn kvitturinn flutti. Þá herma fréttir að leifar hinna áður máttugu samtaka Einingar dreifi þessa dagana fregnmiðum í Varsjá, þar sem fólk er hvatt til þess að mynda „hópa félagsleg andófs” gegn herstjórninni. Ólikt fyrri dreifimiðum eru þessir sagðir auðsjáanlega margritaðir með kalkipappír á ritvélum. Ætla menn af því, að yfirvöld hafi náð að leggja hald á fjölritunarvélar þessara tíu milljón manna samtaka. í Varsjá sjást enn fjölmennir her- flokkar á varðgöngu um stræti og við skoðunarbiðstaði. Þó þykir minna bera á hernum en fyrstu vikuna, Færri skriðdrekar sjást og hermennirnir ekki eins víða. Bankar á Vesturlöndum, lánar- drottnar Póllands, hafa nú ákveðið að synja beiðni Pólverja um frekari lán. Á sameiginlegum fundi þeirra var hafnað umsókn um 350 milljón dollara auka- lán til þess að standa skil á afborgunum og vöxtum á þessu ári. verslunin #| Mamla Suðurlandsbraut 6, sími 31555 Starfsmenn skipasmlðastöðvar i Gdansk héldu að sér húndum eftir að herlögin tóku gildi. Útlönd Útlönd Útlönd 18936 Jólamyndin 1981 GÓÐIR DAGAR GLEYMAST El Chevy 9,°'^® Charles Chase Mawn Grodin Allt Gdansk-héraðið var um tima einangrað með vegatáimum, skríðdrekum og varðflokkum hersins, en þar virðist andspyrn- an hafa veríð mest og ekki öll fjöruð út enn. Yfirvöld leyfa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.