Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 16
16 Spurningin Stundar þú útsölurnar? Ásgeir Ásgeirsson: Nei, ég stunda þær mjög litið og hef ekki gert slikt undan- farin ár. Jónína Gufljónsdóttir: Nei, aiveg voða- lega lítið. Það má einnig segja um síð- astliðin ár. Edda Baldursdóttir: Nei, það veit guð að það geri ég ekki. Þegar til kemur á maður aldrei peninga til að eyða á út- sölunum. Katla Ólafsdóttir: Ég fer örsjaldan á útsölur. Það er aðallega að ég fari og kaupi eitthvað á börnin. Svava Jakobsdóttir: Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef farið einu sinni á þessu ári og það er i fyrsta skipti i mörg ár. Jakob S. Jónsson: Já, það kemur fyrir að ég álpast inn á útsölur og læt kaup- menn pranga einhverju inn á mig. DAGBLAÐIÐ&VfSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. Lesendur Lesendur Lesendur Óviðunandi ástand í vistunarmálum geð- sjúkra af brotamanna — kasta ráðamenn boltanum á milli sín? Guttormur Sigurðsson skrifar um óviöunandi ástand i vistunarmálum geðsjúkra afbrotamanna og segir að hér á landi bíði þeirra ekkert nema fangelsin. Myndin er af einangrunarklefa í hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9. DV-mynd: Einar Ólason. Guttormur Sigurðsson skrifar: í nýlegu blaðaviðtali talar landlækn- ir, Ólafur Ólafsson, um „hroðalegt 'ástand” í vistunarmálum geðsjúkra af- brotamanna. í mörg ár hefur hann rætt við ráðherra o.fl. um nauðsyn þess að koma upp sérstakri sjúkrastofnun til að annast gjörgæzlu geðsjúkra afbrota- manna og segist vita mörg dæmi til þess að fólk sem sent var á slikar stofnanir í Noregi og Svíþjóð, hafi læknazt. Hérna bíði þess hins vegar ekkert nema fangelsin. Landlæknir er þeirrar skoð- unar að eins og málin standa í dag þá ætti að taka þetta fólk inn á geðsjúkra- húsin. Hann segir að fjöldi þessara manna sé 1 —2 á ári svo að ekki sé hægt að kenna plássleysi um. Landlæknir nefnir að yfirlæknar á sjúkrahúsum hafi jafnmikil völd og skipstjórar og flugstjórar í sínu starfi. En mig langar til þess að spyrja eftirfarandi spurn- inga: 1) Eru yfirmenn geðsjúkrahúsanna ekki að misnota vald sitt þegar þeir neita að taka við afbrotamanni sem úr- skurðaður er ósakhæfur vegna geð- veilu, en dæmdur hefur veriðJil með- ferðar og i öryggisgæzlu á viðeigandi stofnun? 2) Hverjir bera ábyrgð á að menn sem úrskurðaðir hafa verið ósakhæfir vegna geðveilu, en dæmdir hafa verið í öryggisgæzlu, eru iðulega látnir ganga lausir? 3) Er það satt að manni þeim sem framdi ódæðið í Þverholtinu hafi verið vísað af Kleppi áður á þeim forsendum að hann væri of vitlaus til að vera þar? Hversvegna var hann látinn ganga Iaus þegar vitað var að hann væri stór- hættulegur? Sbr. að nýiega hefði verið tekinn af honum hnífur sem hann hafði notað til þess að hóta stúlku með. 4) Allir sem hafa kvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi að undanförnu um málefni geðsjúkra afbrotamanna og almennt um fangelsis- og geðsjúkra- mál, tala um ófært ástand og þjóðar- skömm ef viðgengst áfram. Hvernig stendur þá á því að ráðherrar viðkom- andi ráðuneyta og yfirmenn opinberra stofnana sem eiga að leysa þessi mál hreyfa hvorki hönd né fót en haida áfram að kasta boltanum á milli sín? 5) Dæmi eru til að það hafi liðið sjö ár frá ákæru tilfullnustu dóms. Hver er orsökin? Mér þætti vænt um að blaðið reyndi að fá svör við ofangreindum spurning- um. Það skilur enginn lengur „hver veldur og á heldur” í þessum málum, slíkum undanbrögðum og blekkingum hafa þeir beitt sem ábyrgðina bera. SVÖRIN BIRTAST Vegna bréfs Guttorms Sigurðssonar lcitaöi umsjónarmaður lescndasiðunnar svara eftirtalinna: Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra, Svavars Gests- sonar, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Ólafs Ólafssonar landlæknis: Skúla Johnsen borgarlæknis; Brynjólfs Ingvarssonar, yfirlæknis geödeildar sjúkra- hússins á Akureyri; Karls Strand, yfirlæknis geðdeildar Borgarspítalans; Jóhannesar Bergsvcinssonar, Lárusar Helgasonar og Tómasar Hclgasonar, yfir- lækna geðdeilda rikisspítaianna. Svörin birtast hér á síðunum. -FG. Svar Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra: FELLST HVORKIÁ AÐ ÁSTAND MÁLEFNA GEÐSJÚKRA AF- BROTAMANNA SÉ ÓHÆFT 1) Dómsmálaráðherra leggur ekki mat á það hvort rök þau sem yfir- menn geðsjúkrahúsanna færa fyrir því að taka ekki til vistunar þá sem dæmdir eru ósakhæfir vegna geð- veilu teljast misnotkun valds þeirra. 2) Það er verkefni dómsmálaráðu- neytisins að annast fullnustu dóma. Dómsmálaráðherra mótmælir þeirri fullyrðingu fyrirspyrjanda að þeir sem.dæmdir hafa verið ósakhæfir en jafnframt til að sæta vistun á viðeig- andi hæli vegna afbrots séu iðulega látnir ganga lausir. 3) Dómsmálaráðherra er ekki kunnugt um að þeim manni sem spurningin lýtur að hafi verið vísað af Kleppsspitala. Afbrotamenn sem lokið hafa af- plánun dóma sinna eru ekki hnepptir í fangelsi án þess að fyrir liggi gæzlu- varðhaldsúrskurður. 4) Dómsmálaráðherra fellst ekki á að núverandi ástand málefna geð- sjúkra afbrotamannaog fangelsis- og geðsjúkramála sé ófært og að þjóðar- skömm sé ef viðgengst áfram. Kröfur þær sem gerðar eru á opin- •berum vettvangi um úrbætur á þess- um málum eru miklar og margar eru réttmætar, en það hlýtur að fara eft- ir getu þjóðfélagsins hverju sinni að hve miklu leyti hægt er að verða við þeim. Að því er fangelsismál varðar hef- ur verið reynt að finna lausn aðkall- andi vandamála, en oft tekur langan tíma að leysa þau til frambúðar svo sem með byggingu nýrra fangels. Er því mótmælt að um aðgerðarleysi sé að ræða þó ekki sé komið i fram- kvæmd þeim óskum sem fram kunna að vera settar af áhugamönnum um þessi mál. 5) Ýmsar orsakir geta verið til þess þó að mjög fátítt sé að sjö ár líði frá útgáfu ákæru þar til fullnusta dóms hefst. Margar þessara orsaka eru eðlilegar en í einstaka tilvikum getur verið um óeðlilega töf að ræða á einhverju stigi málsins. Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra „mótmælir þeirri fullyrð- ingu fyrirspyrjanda að þeir sem dæmdir hafa verið ósakhæfir en jafnframt til að sæta vistun á viðeig- andi hæli vegna afbrots séu iðulega látnir ganga lausir”. néaðþaðeigi við umfangelsis- oggeðsjúkramál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.