Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 20
20
Lesendur
„Mér sýnisl að þafl sé úl i hött afl deila
um hvort ósakhæfir geðsjúklingar sem
dæmdir hafa verifl til öryggisgæzlu séu
annarrar tegundar heldur en venjulegir
geðsjúklingar,” segir Skúli Johnsen
borgarlæknir.
Svar Skúla Johnsen, borgarlæknis í Reykjavík:
Tiltekin heilbrigð-
isstofnun hefur
ekki talið sig
þurfa að hlfta úr-
skurðum dómstóla
— Hæstiréttur verður því að koma til sk jalanna
Hér með fylgja svör min við spum-
ingum þeim sem þér hafið óskað eftir
að ég svari en spurningarnar koma
fram i bréfi Guttorms Sigurðssonar
til blaðsins dags. 22. desember 1981.
Svör min eru:
1) Spurningin er um það hvort yf-
irmanni geðsjúkrahúss sé stætt á þvi
að neita að taka við geðsjúkum af-
brotamanni sem úrskurðaður hefur
verið ósakhæfur og dæmdur til með-
ferðar og öryggisgæzlu í viðeigandi
stofnun.
Samkvæmt refsilðgum nr.
19/1940 ntá ekki refsa þeim mönnum
sem sökum geðveiki, andlegs van-
þroska eða hrörnunar o.fl. eða ann-
ars samsvarandi ástands voru alls
ófærir á þeim tíma, er þeir unnu
verkiö, til að stjórna gerðum sinum.
Ósakhæfir menn eru ekki dæmdir til
refsingar, öryggisgæzla er ekki refs-
ing heldur fyrst og fremst ætluð til að
vernda aðra og til að tryggja viðeig-
andi meðferð s.s. læknishjálp.
Hins vegar gera lög ráð fyrir að
það geti í vissum tilvikunt verið kom-
ið undir mati dómsaöila hvort ein-
staklingi sem haldinn er vægari geð-
veilueinkennum megi refsa og þá ein-
ungis ef talið verður að refsing geti
boriðárangur.
Slikum einstaklingum skal þá kom-
ið fyrir á refslstofnun sem ætluð
er slíkum mönnum og virðast lög um
fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1973
einmitt gera ráð fyrir að í ríkisfang-
elsi þvi sem ætlað er að byggja verði
geðkvilladeild fyrir þessa tegund af:
brotamanna. ' wK
Ekki rétt að kalla ósak-
hasfa einstaklinga afbrota-
menn
Það er skoðun mín, að ósakhæfum
einstaklingum, geðveikum, sem ekki
er rétt að kalla afbrotamenn, þvi það
eru þeir ekki samkvæmt skilningi
laga, eigi að veita samskonar læknis-
meðferð og öðru geðveiku fólki,
þ.e.a.s. sé vistun á sjúkrastofnun tal-
ið nauðsynleg þá verði hún á geð-
sjúkrahúsi.
Mér sýnist að það sé út í hött að
deila um hvort ósakhæfir geðsjúkl-
ingar sem dæmdir hafa verið til
öryggisgæzlu séu annarrar tegundar
heldur en venjulegir geðsjúklingar.
Réttarúrskurður um öryggisgæzlu
einstaklings getur ein sér alls ekki
skotið heilbrigðisyfirvöldum eða heil-
birgðisstofnunum undan hlutverki
sinu og undir engum kringumstæðum
fá fangelsisyfirvöld og fangelsi hlut-
verk heilbrigöisyfirvalda og heil-
brigðisstofnana gangvart slíkum
einstaklingum.
Samkvæmt 62. gr. refsilaga virðist
dómstóll geta ákveðið hvaða hæli sé
viðeigandi til öryggisgæzlu, en hing-
að til hefur tiltckin heilbrigðisstofnun
ekki talið sig þurfa að hlíta úrskurð-
um af þessu tagi. Er því meðal annars
hafnað á þeirri forscndu, að vald
dómstóla sé ekki nægjanlegt. Mér
sýnist að eina leiðin til að leysa þetta
mál sé að Hæstiréttur úrskuröi hvort
vald dómstóla sé nægjanlegt eða
ekki.
2) Dómstólar eða þeim sem ber að
framfylgjadómum.
3) Það kemur að sjálfsögðu ekki
til greina að einstaklingi hafi verið
vísað af geðsjúkrahúsi vegna þcss að
hann var of veikur.
Hvað varöar aðra spurningu 3. lið-
ar þá er ljóst að það er ekki á færi
neins manns né neinna visinda að
dæma svo óskeikult um tiltekið
ástand, svo sem sjúkdómsástand
manns, og hugsanlegar afleiðingar
þess í framtíöinni að 100% öryggi
..veröi trýggt. Syona mál lúta ekkí;
stærðfræðilegum Iögmálum.
4) Ég er þeirrar skoöunar að þrátt
fyrir miklar umræður og góðan vilja
margra ráðamanna þá hafa málefni
gcðsjúkra, þar á meðal nauðsyn
góðs aðbúnaðar þeirra stofnana sem
vista geðsjúka, ekki verið viðurkennd
sem skyldi. Uppbygging geðdeildar
Landspítalans og endurbætur á
óhæfu húsnæði við Kleppsspítalann
hafa gengiðallt of hægt. Lausn þessa
máls felst í aðgerðum til að bæta
möguleika til þjónustu við geösjúka.
Um fangelsismál fjölyrði ég ekki
og 5. lið munu aðrir svara.
rrvzs » »* • m««»í i s *» » *
__ DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982.
Fimmtungur
íbúða hef-
ur aðgang
að dýrðinni
í allri þeirri geysilegu myndbanda-
væðingu sem orðið hefur hérlendis sl.
ár hefur næsta litið verið fjallað um
sérstöðu Borgnesinga í þessum efnum.
Áð því ,tr við bezt vitum eru Borgnes-
ingar þéir einu á lan^Lnu, sem hafa
tekið upp staðbundið efni gagngert til
sýninga í kapaisjónvarpi sínu. Er efni
sem tekið hefur verið upp í Borgarnesi
sýnt samhliða erlendu efni og hefur
mælzt afar vel fyrir.
Má nefna sem dæmi að myndir af
íþróttaviðburðum, fundum, dans-
sýningum, ásamt viðtölum hafa verið
sýndar í kapalsjónvarpinu. Til þessa
hafa upptökur verið einskorðaðar við
ákveðin verksvið, en ef að líkum lætur
mun verða talsverð breyting þar á áður
en langt um líður. Fullkomnari tæki
eru á leiðinni og þá er einnig látin í
Ijós sú von að unnt verði að koma upp
stúdiói.
Okkur DV-mönnum Iék nokkur for-
vitni á að vita hvernig starfsemi þeirra
Borgnesinga færi fram. Það varð því
ofan á að við heimsóttum þá einn
daginn í vikúnni og fræddumst nánar
um tilurð kapalsjónvarpsins þar sem
reyndar er einskorðað að mestu við
ákveðið hverfi í þorpinu, svonefnda
Sandvík. Þar hafa um 90 íbúðir alls
aðgang að kapalsjónvarpinu. I Borgar-
nesi lætur nærri að séu um 430 íbúðir
þannig að fimmtungur ibúanna býr við
kapalsjónvarp.
-SSv.
Guðmundur Guflmarsson mefl hús sitt í Sandvíkinni í baksýn. DV-mynd: Einar Olason
„Bömin hafa hald-
iö sinni fyrri tóm-
stundaiðju áfram"
—segir Guðmundur Guðmarsson kennari um áhrif
kapalsjónvarpsins í Borgarnesi
„Ég er þokkaíega ánægður með það
efni sem boðið hefur verið upp á i
videóinu hjá okkur,” sagði einn ibúa
Sandvíkurhverfisins í Borgarnesi, Guð-
mundur Guðmarsson kennari er við
ræddum stuttlega við hann.
„Reksturinn á þessu hefur verið al-
veg þokkalegur. Myndir eru sýndar
samhliða sjónvarpsdagskránni eða þá
að henni lokinni. Maður getur þá valið
milli sjónvarps og dagskrárinnar í
videóinu. Efnið hefur hins vegar verið
misjafnt að gæðum og ég virðist vera
óheppinn með myndgæði. Ekki er þó
hægt að skella skuldinni á útsending-
una. Það er líkast til tækið hjá mér.”
Hvernig hefur þetla komifl vifl böm-
in?
„Ég var nú sannast sagna nokkuð
hræddur við þctta. Barnaefnið hefur
verið sýnt aðallega á daginn á milli 18
og 19 og á laugardags- og sunnudags-
morgnum. Mér til nokkurrar undrunar
en ánægju um leið, héldu börnin sinni
fyrri tómstundaiðju og létu þennan
nýja fjölmiðil ekki hafa mikil áhrif á
sig.”
Hvernig lízt þér á þá hugmynd afl
hafa hér staflbundna sjónvarpsstöfl?
„Mér lízt vel á þá hugmynd. Auðvit-
að yrði þetta lítil stöð og umfangið þá í
hlutfalli við það, en slík stöð gæti gegnt
mikilvægu hlutverki fyrir byggðarlag-
ið,” sagði Guðmundur.
-SSv.
Texti: Siguröur Sverrissoh Ljósm.: Einar Ólason