Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur / ELDHÚSINU: ÖDRUVÍSIHROGN Steikt hrogn með lauk 500 g soðin hrogn 2 msk. hveiti 1 tsk. salt 1/8 tsk. pipar 1 stór laukur 50 g smjörlíki eða 2-3 msk. matarolía Hreinsið laukinn og sneiðið niður. Skerið hrognin í sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti sem kryddað er með salti og pipar. Hitið helminginn af feitinni, steikið hrognin, raðið þeim á fat og haldið þeim heitum. Brúnið laukinn í því sem eftir er af feitinni og látið yfir hrognin. Borið fram með kartöflum eða grænmeti i jafningi. Hrogn með papriku og sósu Soðin hrogn 3 harðsoðin egg 1 græn eða rauð paprika 2 dl sýrður rjómi 1—2 msk. sólselja (dill) 1/2 tsk. salt paprikuduft, sinnep eða karrý Skerið köld hrogn i sneiðar og rað- ið á fat. Skerið eggin í báta og paprikuna í hringi eða saxið hana. Hrærið rjómann með sólseljunni og salti og kryddið. Hellið sósunni yfir hrognin. Skreytið með eggjum og papriku. Nú er kominn sá árstími þogar hrogn og Ufur bfóðast í fískbúðum og um að gera að gripa þonnan gómsæta og næringarríka mat á meðan býðst Það er hann Þórður Tómasson, afgreiðslumaður i Fiskmiðstöðinni i Grimsbœ, semþarnaróttírámótíokkurstútfullanbakkaaf giænýjuminnmat DV-myndBj. Bj. GUENÝ HROGN 0G UFUR KOM- IN í FISKBÚÐIR —verðið afar mismunandi Nú, þegar bátar eru farnir að róa af fullum krafti aftur, fer að batna ástand í fiskverzlunum hvað framboð snertir. Og þessa dagana eru einmitt að koma inn hrogn og lifur, ljúffengur matur og næringarríkur Þessi innmatur er nokkuð dýrari en fiskur almennt en þar á móti kemur að hann er saðsamur mjög og drjúgur. Við hringdum i nokkrar verzlanir til að forvitnast um verð og er það reynd- ar mjög mismunandi. Látum við einn- ig fylgja verð á heilli ýsu og flökum. hrogn lifur heil ýsa flök Fiskbúð Hafliða 30.00 15.00 13.00 23.50 Hafrún, Skipholti 30.00 14.00 24.00 Sæbjörg 25.00 22.00 Fiskmiðstöðin, Grímsbæ 35.00 20.00 15.00 25.00 Fiskhúsið, Drafnarfelli 35.00 15.00 25.00 Fiskbúðin, Brekkulæk 30.00 15.00 12.00 22.00 Þar sem aðeins er tilgreint eitt verð á hrognum og lifur, er það vegna þess að hvort tveggja er selt á sama verði. Það sést því greinilega að verðmunur er töluverður, eftir því hvar verzlað er. Það þarf víst ekki að tíunda um næríngargildi þessarar fæðu. Við lát- um þó fylgja hér litla töflu sem sýnir magn helztu næringarefna i hverjum 100 grömmum, svo og fjölda hitaein- inga. JB Orkugildi Orkuefni Steinefni Vítamín Hvíta Fita Kolv. Kalk Fosfór Járn A D B i B2 c kj H.e. 9 9 9 (Ca) (P) (Fe) ae ae ae mg mg 9 9 mg Hrogn . . . 548 131 24,6 2,7 2,0 0,02 0,30 1,0 200 50 200' 0,6 20 Lifur .... 2 477 592 9,0 60,0 4,0 0,007 0,11 5,0 60000 6000 70 0,5 FARIÐ VARLEGA í SNYRTIVÖRUR FRÁ TAIWAN — sumar eru líf shættulegar í nýlegu eintaki af brezka blaðinu Sunday Post er getið um snyrtivörur sem hafa verið á markaði í Bretlandi en reynzt stórhættulegar. Vörur þessar eru upprunnar í Taiwan og mun ódýrari en jafnvel það ódýrasta sem almennt fæst í verzl- unum. Þeim er pakkað í plast- umbúðir með glæru loki og innihalda varalit og augnskugga. Nokkur me.ki er nefnd sem dæmi: Aroma, Meyssa, Rhom, Fashion Blenders og Boudoir. Mjög sterklega er varað við þessum vörum, enda taldar lifshættulegar. Ástæðan er sú að þær innihalda allt að þúsundfalt leyfilegt magn af blýi. Það smýgur í gegnum húðina, verður eftir i líkamanum og safnast þar saman. Endanleg áhrif eru minnistap eða heilaskemmdir, sem leitt geta til dauða. í Bretlandi hafa þær helzt verið á boðstólum á mörkuðum ýmiss konar, enda ekki fluttar inn af þeim sem almennt höndla með snyrtivörur. Mest hætta var talin á að sökum hins lága verðs væri þetta helzt keypt af og handa unglingsstúlkum sem væru að byrja að mála sig. Við stuttlega athugun í snyrtivöru- verzlunum og stórmörkuðum hér, reyndist ekkert vera á boðstólum sem gæti verið í ætt við varning þennan. En full ástæða þykir þó að vara fólk við, sérstaklega þá sem eru á ferðalögum erlendis og í verzlunar- hugleiðingum að láta þessa vöru alveg vera, kaupa hana alls ekki. -JB. BETRIENDING Á MYNDABLÖDUNUM Á flestum heimilum þar sem börn eru tii staðar, njóta teikni- myndablöð mikilla vinsælda svo sem Andrés Önd og fleiri góðir kappar. Þessi ágætu blöð vilja gjarnan láta fljótt á sjá og trosna. Ágætt ráð til að halda þeim alla vega saman, er að fjarlægja heftin í kjölnum og sauma í stað þess með grófu spori (teygjuspori) eftir honum endilöngum. Þetta ætti að auka lífdaga blaðsins til muna. —JB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.