Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós 99 ÞETTA ER NOGU G07T / NEGRAHEL VÍTIN" - Rýnt í skreiðarútflutning íslendinga til Nígeríu Skreiðarútflutningur íslendinga til Nígeríu hefur verifl sú grein sem hef- ur verið þjóflarbúinu hvað hagstæð- ust undanfarin ár. Skreiflarfram- leiflsla hefur slóraukizt. Æ fleiri hafa lagt meiri rækt vifl þá grein en minna vifl freflfiskframleiflslu. Til marks um hve skreiðin er mikil- væg íslendingum má geta þess að ár- ifl 1981 keyptu Nígeríumenn skreið og þorskhausa fyrir 910 milljónir króna sem eru um 15 prósent af heildarútflutningi. Á sama tima fluttum vifl út tilbúnar ullarvörur fyr- ir 166 milljónir króna. Bara þorskhausarnir, sem Nígeríu- menn keyptu af okkur , voru að verð- mæti 97 milljónir króna. Til saman- burflar var öll niflursufluvara, sem flutt var út, 64 milljónir króna virði. En eru íslendingar of gráflugir? Efasemdir hafa verið uppi um að allt væri með felldu í sambandi við skreiðina. Vifi vitnum í mann sem þekkir mál þessi : ,,Eg álit að þetta sé komið í öng- þveiti. Hér þarf að gera stórt átak. Það er ekki hægt að halda uppi markaði í landi og segja: Þafl er nógu gott í negrahelvítin. Það getur ekki gengið endalaust. Þetta er stórmál . Eg vil helzt ekki koma nálægt þcssu. Ég á fullt af kunningjum sem standa i þessu og ég nenni ekki afl þrasa við þá.” -KMU Svissneskt fyrirtæki hreiiir skreiöarframieiðendur Alþjóðlegt ' vöruskoðunarfyrir- læki, með höfuðstöðvar i Sviss, hef- ur hrellt islenzka skreiðarframleið- endur og storkað Framleiðslueftirliti sjávarafurða, hinu opinbera gæða- eftirliti, frá því á sl. sumri. Societe Generelle de Suveillance, skammstafað SGS, heilir þetta fyrir- tæki. Umboðsfyrirtæki þess hérlend- is heitir einfaldlega Alþjóðleg vöru- skoðun. SGS liefur sanming við Nígeriu- stjórn um eftirlit með öllum vöru- kaupuni til Nigeríu. Skreiðin islenzka fellur þar undir. Hljótt hefur verið um starfsemi SGS á ísiandi þar til á sl. sumri að umboðsaðilar þess fara að stöðva skreiðarútflutning héðan í stórum mæli. Hafa SGS-menn sagzt ein- göngu fara eftir reglugerðum Fram- leiðslueftirlitsins um lágmarksgæði skreiðarinnar og stöðvað útflutning vegna undirvigtar, of tnikils raka, ýldtt og maðks, ennfremur vegna slæ- legs frágangs á umbúðum. Samkvæmt lögum er öðrum en Framleiðslueftirliti sjávarafurða og framleiðendutn sjálfum óheimilt að skoða sjávarafurðir. Útflytjendur fá hins vegar ekki greitt fyrir skreið til Nigeríu sem SGS hefurdæmt óhæfa. Frá því á sl. sumri hafa margir árekstrar orðið á milli SGS-manna og Framleiðslueftirlitsins. SGS-menn munu hvað eftir annað hafa stöðvað skreið þrátt fyrir opinbera gæða- stimpla Framleiðslueftirlitsins og þannig i raun ómerkt þá stofnun. Munu forráðamenn Framleiðslueltirlitsins skiljanlega vcra lítt hrif'nir af starfsemi SGS- manna. Hefur jafnvel heyrzt að lög- banni hali verið hótað. Viðkvæmt og erfhtmái DV hafði tal af einum SGS-manna hérlendis, Gunnari Skaptasyni. Hann vildi ekki ræða þessi mál að sinni, taldi þau viðkvæm og erfið viður- eignar. Gunnar tók þó fram að skýrslur sem þcir tækju af skreið við útskipun létu þeir viðkomandi menn staðfesta, svo sem matsmenn á staðnum og jafnvel bilstjóra á vörubílum, sem flutt hefðu farm sem athugasemdir væru gerðar við. Hryiiingssögur afskreið „Maðkurinn skreið af skreiðar- böllunum. Maðkurinn skreið um alla bryggjuna. Útlendingarnir horfðu á þetta. Einn jreirra spurði hvur djöfullinn það væri sem þarna skriði.” Þetta er ekki lýsing úr fslandssög- unni af matvælum sem bjóða átti ís- lendingum á einokunartímabilinu. Þetta er lýsing sjónvarvotts, sem fylgdist með því er verið var að skipa út skreið í Keflavíkurhöfn sl. haust. Vörubíll með skreiðarfarm stóð á bryggjunni. Allt umhverfið var mor- andi í maðki. Skreiðarfarmurinn beið þess nú að verða skipað um borð í erlent flutn- ingaskip sem sigla átti til Nígeríu. En farmurinn fór ekki lengra. Starfsmenn Alþjóðlegu vöruskoðun- arinnar, SGS, voru á staðnum ogi gátu engan veginn skrifað upp á vöru þessa. Þremur vikum síðar sást þessi sami skreiðarfarmur í Hafnarfjarðarhöfn. Nú átti að reyna að koma honum um borð í annað erlent flutningaskip og að þessu sinni var eigandinn með vottorð frá Framleiðslueftirliti sjáv- arafurða. En fulltrúar SGS voru aft- ur á staðnum og komu í veg fyrir að farmurinn færi um borð. Þar með var sagan ekki öll. I þriðja sinn var reynt að koma þessari sömu skreið frá íslandi og nú var reynt í gegnum höfn á Norðurlandi. Þá kom eigandinn með þá afsökun að búið væri að flokka möðkuðu skreiðina frá. Blaðið þekkir sögu þessa skreiðar- farnts ekki frekar. En ekki þarf að koma á óvart þó hann hafi að lokum komizt ofan í maga fólks i Nígeríu. Hér mun ekki vera um neitt eins- dæmi að ræða, því miður. Blaðinu hefur tekizt að afla upplýsinga af fleiri dæmum af sama toga. Til að lesendur átti sig á um hve stórt og al- varlegt mál er að ræða skulu tilgreind hér nokkur dæmi, sem óhætt er að segja að séu hrikaleg. Seint á sl. sumri sigldi italskt skip á hafnir víðs vegar um landið og tók skreið. Því var ætlað að taka þrjátíu þúsund balla af skreið. Fulltrúar SGS fylgdu skipinu og mun þetta hafa ver- ið fyrsta verkefni þeirra af þessum toga hérlendis. Samkvæmt heimildum, sem DV telur traustar, höfnuðu SGS-menn átta þúsund böllum af þeim þrjátíu þúsund, sem um borð áttu að fara, vegna undirvigtar, bleytu, ýldu eða maðks. Ennþá meiri hryllingur Annaðerlent flutningaskip sigldi umhverfis landið skömmu siðar í sömu erindagjörðum og hið fyrra. Því var einnig ætlað að taka um þrjátíu þúsund skreiðarballa. Að þessu sinni var engu hafnað vegna undirvigtar en sex til sjö þúsund böll- um vegna raka, ýldu eða maðks. Þá hefur blaðiðhaft spurnir af ný- legri dæmum um maðkétna skreið þó áð maðkur hafi ekki fundizt í henni. Kunnáttumaður sagði blaðinu að hin svokallaða sumarupphenging skreiðar hefði gjörsatnlega mistekizt. Skreið hefði verið hengd upp á sumri og ekki tekizt að halda maðki frá. Það einkennilega við fyrrgreind dæmi er að matsmenn Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða höfðu gefið skreiðinni gæðastimpla sína, gefið út vottorð þess efnis að hér væri um út- flutningshæfa vöru að ræða. Samkvæmt reglugerð Framleiðslu- eftirlitsins er fiskur, sem maðkur hef- ur komizt í, ekki útflutningshæfur. Hvað segir forstjóri Framleiðslu- eftiriitsins? „Kvörtun vegna skreiðar hefur ekki borizt okkur síðan ég kom hing- M Mynd þessi var tekín í Hafnarfirði i júií 1980. iferiö var aö skipa út skreiö og hausum. Vakti það athygli aö hvhir maðkar lágu eftír á bryggjunni i talsverðum mæli. Ef vel er skoðað má greina maðkana á myndinni. DV-mynd: Sigurður Þorri. að fyrir sex árum. Eg held að það sé ekki hægt að segja að slæmt ástand sé þegar aldrei hefur komið kvörl- un,” sagði .lóhann Guðmundsson, forstjóri Framleiðslueftiriits sjávar- afurða. „Að skreiðarmatið sé í einhverju óskaplegu ólagi er af og frá. Skreiðin er af ýmsum gæðaflokkum en það verður að telja að hún hafi fallið kaupendum vel i geð því þeir hafa aldrei kvartað. En við verðum að gera okkurgrein fyrir því að kvartanir geta komið. Það verður aldrei sett upp þannig eftirlitskerfi að það sé útiiokað að kvartanir komi,”- sagði Jóhann. Hann var spurður um samskipti Framleiðslueftirlitsins við SGS-menn og þá sérstaklega um hvort árekstrar hefðu orðið. Ennfremur um hvort Framleiðslueftirlitið hefði á einhvern hátt reynt að hindra afskipti SGS- mann. „Ef kaupandi óskar eftir að skoða vöruna, hann sjálfur eða fulltrúi hans, þá er það allt i lagi. Þá skoða þeir vöruna með okkar mönnum. Við getum ekki gert athugasemdir við það ef fulltrúi kaupenda vill skoða vör- una. Við höfum haft sainband við SGS- menn og rætt um það hvernig þeir skoða. Það er fullt samkomulag um það. Við höfum rætt við þá um það hvernig þeir hagi sínum skoðunum — fari með okkar mönnum.” — Var ágreiningur í upphafi um starfsaðferðir SGS-manna? „Það held ég ekki. Þetta er alþjóð- legt fyrirtæki og þegar þeir byrjuðu hérna höfðu þeir nú ekki mikla þjálf- un í skreið. Við höfum upplýst þá um ýmsa hluti. Mér finnst eins og það sé verið að reyna að mála skrattann á vegginn. Mér finnst eins og þú sért að reyna að Ieita að einhverri áesifregn. En það hefur aldrei komið kvörtun og menn geta velt því fyrir sér hvort það segi ekki eitthvað.” — Hafa SGS-menn stöðvað gall- aða skreið, jafnvel ormétna, sem matsmenn Framleiðslueftirlitsins hafa verið búnir að hleypa í gegn? „Það held ég að hafi nú ekki kom- ið fyrir. En okkar yfirmatsmenn hafa stundum stöðvað skreið sem aðrir hafa metið. En miðað við það heild- armagn sem flutt er út er þetta ekki mikið. En þegar yfirmat er þá getur slíkt gerzt.” — DV hefur fengið upplýsingar um að SGS-menn hafi stöðvað veru- legan hluta af farmi sem erlent skip átti að taka í sumar, jafnvel allt að þriðjung. Er þetta rétt? Bölvuð vitieysa „Þeir stöðva ekki. Það erum við sem stöðvum. Það kemur fyrir að yf- irmatsmenn Framleiðslueftirlitsins stöðvi afurðir, bæði skreið og annað. Þá hafa þessir menn bent okkur á það, hafi eitthvað verið. En að það hafi verið stöðvaður þriðjungur i skipi er alveg af og frá. Hvaðan hefur þú þessa bölvuðu vitleysu? Kjarni málsins er sá að það eru nratsmenn sem meta, síðan fara yfir- matsmenn yfir það og það kemur fyr- ir að þeir stöðva. SGS-mennirnir hafa farið í þetta með okkar mönn- um. Kaupanda er leyfilegt að skoða vöruna, að sjálfsögðu. En að þeir hafi stöðvað einhver lifandis feikn er alveg fráleitt. Þegar skreið er hengd upp yfir sumarið er hætta á að skreiðin maðki. Það kemur fyrir. Sú skreið er dæmd frá. Það höfum við gert og það oftar en einu sinni. Ef við viljum hindra að maðkur komist I skreið verðum við að hætta að hengja Itana upp í marga mánuði á ári. Þetta er valkostur. Maðkur kemst alltaf í eitt- hvað af skreið og hún er stöðvuð, í flestum lilfellum af matsmönnum. Það hefur stundum eitthvað aðeins komizt í gegn en ef þú ert að halda því fram að við flytjum í stórum stíl út maðkaða skreið þá er það bara hreinlega ekki rétt.” Fjöldi skreiðarframleiðenda án vinnsluleyfa? — Hvað er hæft í sögusögnum þess efnis að fjöldi manna, jafnvel 60—70, verki skreið án vinnsluleyfa? „Þú ættir að tala við þann sem hefur upplýst þig um þetta. En ég held að þetta sé ekki rétt. Það getur verið að einhverjum manni detti allt í einu í hug að fara að verka skreið og átti sig ekki á því að hann þarf leyfi. En við komuinst alltaf að því fljót- lega. Það er t.d. ekki hægt að flytja skreið út án þess að við vitum það, það er hreinlega ekki framkvæman- legt. Og ef um einhverja framleiðslu , að ráði er að ræða þá komumst við mjög fljótt að því. Það hefur komið fyrir að menn liafi farið í gegn en það hefur aldrei verið í stórum stíl. Skreiðarverkendum hefur fjölgað, sem leiðir af því að hagstætt hefur verið að verka skreið undanfarið. En að verið sé að flytja út skemmda vöru í stórum stíl er frá- leitt. Vissulega hafa orðið slys, sam- anber fréttir um freðfiskinn. En þá kemur spurningin: Hvers vegna fáum við 40 prósent hærra verð heldur en aðrir? Ég held að það svari spurning- unni: Það er vegna þess að okkar fiskur er beztur. Eins er þetta í skreiðinni. Þar er að vísu framleitl fyrir allt annan niark- að. Þelta er í Alríku þar sem allt ann- ar smekkur er og allt aðrar aðstæður. Við höfum flutt út þangað mikið magn á undanförnum árum og senni- lega hefur skreiðarframleiðsla sex- faldazt á tveimur árum. Þannig að það má alveg búast við að verði ein- hverjir erfiðleikar. Slíkt væri ekki nema eðlilegt. En það hefur engin kvörtun komið, ekki ein einasta. Ég held að það svari öllum fullyrðingum um að við séum að flytja út maðk- aða, úldna og blauta skreið.” — Er ríkiseftirlit nauðsynlegt þeg- ar stór sölusamtök eru komin með eigið gæðaeftirlit? „Já, ég myndi telja það. En ég sé ekki rökin fyrir því að það eigi ein- göngu að vera ríkiseftirlit. Það eru um hundrað frystihús á íslandi og mér finnst alveg sjálfsagt að þau hafi eigið gæðaeftirlit.” Hversvegna Fiskmatsráð? — Hvers vegna er verið að skipa sérstakt Fiskmatsráð? „Þetta er ráð til að vera okkur til ráðleggingar, mér og ráðuneytinu, og það er ekki nema gott um það að segja. — Er Fiskmatsráðið komið til vegna þess að mönnum þykir Fram- leiðslueftirlitið ekki standa sig? „Það þykir sjálfsagt sitt hverjum, býst ég við. Stofnun eins og Fram- leiðslueftirlitið verður alltaf umdeild og þarf ekki að búast við öðru,” sagði Jóhann Guðmundsson, for- stjóri Framleiðslueftirlitsins. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.