Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. Út um hvippinn og hvappinn Út um hvippinn og hvappinn Góð hugmynd fyrir grímuballið. Rastir ajfólki fylla, Lauga ás húsið stundum, fjölskrúðug næringar gilia, drótt fellurfyrir áfundum. Hér duga dreggjar á borðum, þáttur í mannlegum háttum, það ei verðúr sagt með orðum, Ijúfmœlt með næringarþáttum. Hér lýkur næringarstriti, af Ijóð hefur orðið í riti, h vílíkir dásemdar bitar, mannhelgi /ýsa, sem vitar. Þó skal að lyktum bœta, hérgrósku spjallað og hlegið, hér Lauga ás verð þessu hœtta, því skáldgrósku minni, af dregið. 28.6.1981, Gunnar Sverrisson. Dómari nokkur í San Fransisco hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fáfræði almennings og telur þekkingu þeirra sem gegna störfum kviðdómenda í réttarsölum Bandaríkjanna ónæga. Skoðun dómarans kom í ljós þegar blöð vestra gerðu að um- talsefni hvort fréttaflutningur fjölmiðla gæti haft áhrif á úr- skurð kviðdómenda. ,,Alveg örugglega ekki,” sagði fyrr- nefndur dómari, ,,almenningur fylgist ekkert með fréttum og veit ekkert í sinn haus.” Dómarinn kvaðst eitt sinn hafa gert það að gamni sínu að spyrja 50 kviðdómendur hver Hitler hefði verið. Með spurn- ingunni hugðist hann ganga úr skugga um vizkuforða fólksins. „Þetta var fólk á aldrinum 25—58 ára og ekki einn einasti þeirra vissi hver Hitler var.” Sami dómari hefur fyrir satt að aðeins 15% allra kviðdómenda séu áskrifendur að dagblaði og 30% þeirra horfi á sjónvarps- fréttir, og flestir þeirra aðeins íþróttafréttir.” (San Fransisco Tribune) Trostan Salt á götur i hálkunni kann að hjálpa bifreiðarstjóruni en tré og annar gróður jiola saltið illa. Á meginlandi Evrópu eru uppi miklar áhyggjur vegna heilsu trjáa sem og annars gróðurs. 1 Þýzkalandi, jrar sem hnarreist tré af hinum ýmsu teg- undum prýða iðulega götur borga, hafa verið gerðar rannsóknir á sívaxandi dauða trjanna og ýmislegt fróðlegl komið i Ijós. Talið er að árlega deyi 20.000 tré í borgum Þýzkalands. Og dauðavaldur- inn er oft loftmengun. Hún er jió ekki verst - heldur saltið sem stráð er á götur borganna til að koma í veg fyrir hálku. Saltið hverfur ofan i jarðveginn og jafnvel vætusömuslu sumur duga ekki til að skolu hvi burt. Saltið raskar jafnvæginu i jarðveginum og dregur úr vexti trjánna, veldur laufmissi og að lokum dauða. Saltmoksturinn hefur raunar ekki aðeins áhrif á viðgang gróðursins heldur eru nú uppi raddir um að vatnsból borganna séu i hættu líka. í Múnchen, segja menn, hefur saltmagn í drykkjarvatni aukizt um 75% á siðustu 15 árum (Mlinchenbúar verða raunar lítið varir við saltbragðið því klórbragðið er öllu yfirsterkaral). En læknar telja aukið salt m.a. valda aukningu ýmissa hjarta- og æðasjúk- dóma, svo sem of háum blóðþrýstingi. ingi. Þegar niðurstaða þessara kannana um orsakir dauða trjánna og ummælin um saltið vom upplýstar í Þýzkalandi brást hið opinbera skjóti við. Borgar- yfirvöld, m.a. í Hamborg og Berlín, hafa ákveðið að draga úr notkun salts næsta vetur og ráðuneytið, sem fer nteð umhverfismál, segisl ekki lengur geta mælt með saltinu. Víða hafa borgar- yfirvöld reynt að bjóða önnur rneðul gegn hálku, svo sem sand og ösku. 1 einu borgarhverfa Berlínar var þegar i vetur tekið alveg fyrir saltnotkun. Árangurinn var sá að bifreiðar- stjórar óku varlegar, minni háttar árekstrar urðu að vísu engu færri en alvarlegum bílslysum fækkaði til muna. Mikil herferð er nú hafin í Þýzkalandi gegn salti og eru alls staðar til sölu límmiðar, flögg og plaköt sem minna á skaðsemi þess. E.t.v. gæti þetta orðið okkur íslendingunt um- hugsunarefni? (Der Spiegel) ap „/ gamla doga var til heilmikið af þessu. Það hót skógur ef mörg voru saman." Saltgegn hálku drepur tré iiMMm Skælur og skælwgar Meistaravík, 16. janúar 1982. Herra ritstjóri. 1 helgarblaði Þjóðviljans 9.-10. þ.m., bls. 8, getur að líta svohljóðandi fyrirsögn: Guðni Guðmundsson rektor svarar Andreu Jónsdóttur hlaðamanni: HAFA MENNT- SKÆLINGAR MINNI MÁL- TILFINNINGU NÚ EN FYRIR 10ÁRUM? Ég fletti upp í orðabók Menningarsjóðs, og viti menn. Á bls. 422 stendur skýrum stöf- um orðið menntskælingur og er talið tákna nemanda í mennta- skóla. A bls. 612 er orðið -skæl- ingur talið vera síðari liður samsetningar: menntskælingur. Þá vitum við það, enda gerir rektorinn enga athugasemd við þessa nafngift á nemendunv sinum, en vilji menn endilega nota þetta orð, þá er að vera sjálfum sér samkvæmur. Fyrir um það bil 30 árum flutti séra Sveinn V íkingur ræðu á kvöldvöku Stúdentafélags Reykjavíkur og lagði út af þessu orði. Hann sýndi fram á, að stúlka í menntaskóla hlyti þá að vera menntskæla, nemendur í barnaskóla barnskælingar og bamskælur, kvennaskólastúlk- ur kvennskælur, síðan sam- vinnuskælingar og sjómanna- skælur, og lestina ráku háskæl- ingar og háskælur. Ég tel ástæðulaust að fjölyrða frekar um þetta og bið yður lifa lengi og eta skyr og rengi. Yðar einlægur, Nikulás Plató Ingibjargarson. HVER VAR HITLER? Og Döllu í Helgarþlaði DV 30. janúar síðastliðinn var grein um und-. arlegar og óvenjulegar nafn- giftir. Þar var meðal annars rætt við séra Döllu Þórðardótt- ur um nafn hennar, svo og nafn sonar hennar, Trostans. Helgarblaðinu barst bréf frá Sveini Þórðarsyni þar sem hann segist hafa komizt yfir keltneska orðabók og fundið þar bæði orðin, trostan og dalla. Þar kemur í ljós að orðin bæði eða nöfnin eru af keltnesk- um uppruna. Trosdan eða trosnan eða trostan getur þýtt 1. skref eða gangur, 2. fet, 3. stuðningur, 4. stikla eða hækja. Þá segir og að trosdan haFi að fornu verið dvergsheiti, svo og heiti pílagríma. Dall eða doill merkir hins vegar blindur maður og dall eða doille getur merkt blindur, fávís eða torskilinn. Bréfritari fær þakkir fyrir ábendinguna. Helgarblaðið/-KÞ (Feykir, Sauðárkróki). THE ILLUSTRATED GAELIC-ENGLISH DICTIONARY Gjntaining every Gaelic word and meaning given in all previously published Dictionaries, and a great number never in print before. 4 veitingahúsinu v Skáldmæltur kunningi okkar DV-manna sendi okkur eftírfar- andi Ijóðmæli. Kvaðst hafa sett þetta saman yfir borðum i Laugaási. Hér duga dreggjar á borðum, gafflar I munnum hnjóta, spjallað mannlegum orðum, fyllingu sína hljóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.