Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
fijálsl, áháð dagblað
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
AÖstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Slðumúla 8. Afgreiðsla, éskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Simi 27022.
Simi ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siöumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskriftarverð ó mónuði 100 kr. Verð í lausasölu 7 kr. Helgarblaö 10 kr.
Hnútur i Helguvík
Helguvíkurmálið er í hnút.
Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra hefur farið
sínu fram án þess að spyrja Alþýðubandalagið eins cða
neins. Það er vel, að neitunarvaldi Alþýðubandalags-
ins sé hnekkt á þessu sviði varnarmálanna. í stjórnar-
sáttmálanum er ekki tekið fram, að allir aðilar ríkis-
stjórnarinnar þurfi að vera sammála um aðgerðir í
þessu efni. Sá skilningur utanríkisráðherra er því rétt-
ur, að hann geti á eigin spýtur úrskurðað um það.
Hitt er lakara, að lítil sátt er um síðustu gerðir ráð-
herra. Keflvíkingum er málið vissulega skylt, og þeir
hafa nú nokkuð aðrar skoðanir en utanríkisráðherra
virðist hafa.
Ólafur Jóhannesson hefur sent bandarískum stjórn-
völdum sínar hugmyndir um framkvæmdir í Helgu-
vík.Þar mun umaðræða aðolíugeymar verði á Helgu-
víkursvæðinu og þar verði gerð olíuhöfn fyrir varnar-
liðið. Ekki mun i ráði að geymarúm verði stækkað
frá því sem nú er. Með því er slegið á áróður alþýðu-
bandalagsmanna um, að stefnt sé að stórauknum
hernaðarframkvæmdum með mikilli stækkun geyma-
rýmis.
Hugmyndir Ólafs voru ekki afgreiddar í ríkisstjórn-
inni og óvíst, að þær hafi verið kynntar í þingflokki
Framsóknarflokksins.
Gert er ráð fyrir, að Helguvíkursvæðið verið eftir
þessar framkvæmdir afgirt varnarsvæði.
Meirihluti bæjarstjórnar í Keflavík hafði löngum
verið hlynntur framkvæmdum við Helguvík. Mikil
mengunarhætta stafar af olíugeymunum þar sem þeir
eru og brýn nauðsyn á að flytja þá. En meirihlutinn í
Keflavík virðist hafa hugsað sér viðtækari lausn en Ól-
afur Jóhannesson.
Njarðvíkingar hafa hafnað sameiningu við Keflavík.
Augljóst er því, að byggðin í Keflavík hlýtur við
aukningu næstu ára að færast í áttina til Helguvíkur,
sem er steinsnar frá.
Samkvæmt tillögurp Ólafs yrði þar fyrir afgirt
varnarsvæði.
Enn frekar leggja Keflvíkingar áherzlu á, að höfn i
Helguvík verði meira en olíuhöfn fyrir varnarliðið.
Þeir vilja, að þar verði gerð fullbúin út- og upp-
skipunarhöfn.
Flutningar varnarliðsins fari til dæmis um þessa
höfn og Keflavíkurkaupstaður fái drjúgar tekjur af.
Þessir flutningar flytjist að mestu frá Reykjavíkur-
höfn til Helguvíkur.
Keflvíkingar sjá fram á stóraukna atvinnu við stór-
framkvæmdir í Helguvík. Þeir vilja, að Bandaríkja-
mtnn greiði framkvæmdir að fullu. Þeir stefna að
nýjum tekjustofni, sem renni stoðum undir rekstur
bæjarfélagsins.
Margt er hæft í þessari „aronsku” Keflvíkinga.
Réttmætt er, að Bandaríkjamenn taki mun meiri þátt
en nú er í ýmsum framkvæmdum við samgöngumann-
virki, ekki sízt þegar aðstaðan er þeirra eigin hagur.
Þessari umræðu blandast einnig vangaveltur um
höfn fyrir sjóefnavinnsluna á næstu árum.
Sagt er, að sumt af framleiðslu hennar muni fara illa
saman við olíu og þurfi annars konar höfn. Því er til
athugunar að byggja enn eina höfn á þessu svæði.
Keflvíkingar hafa þannig ekki sætt sig við þær hug-
myndir, sem utanríkisráðherra hefur lagt fram. Erfitt
verður að ganga alveg framhjá óskum þeirra.
Ólafi nægir því ekki að snúa Alþýðubandalagið af
sér.
Hann þarf enn að glima við að leysa hnútinn.
Haukur Helgason.
Mcðal annarra orða
„Þú kastar ekki skít, nema
að óhreinka sjálfan þig”
Við íslendingar státum okkur oft
af miklum afrekum á sviði íþrótta og
er þá gjarnan vísað til hinnar frægu
höfðatölu. Ein er þó sú grein sem við
eigum víst litla möguleika á að keppa
í. Er það kannski miður að sumu
leyti, því ekki þyrfti að efast um
árangur okkar í slíkri keppni. Þessi
grein er okkar eina og sanna þjóðar-
sport, nefnilega að slúðra um náung-
ann. Kannist þið við fyrirbæriö?
Þessi merkilega árátta okkar er oft
afsökuð með því að hér sé fámennið
svo mikið, að fólk hreinlega komist
ekki hjá því að vita allt, um allt og-
alla. En hvílíkt bull.
Vissulega má viðurkenna að oft á
tíðum er auðveldara að afla sér upp-
lýsinga um næsta mann, þar sem
fjarlægðir eru minni og fáir búa. En
það furðulega er, að allar sögurnar
og allt slúðrið eiga það sameiginlegt,
að draga fram allt það versta og nei-
kvæðasta við náungann. Þrátt fyrir
fámennið, reynist það álíka örðugt
að hlera eitthvað gott og jákvætt um
næsta mann, eins og að leita að lítilli
saumnál í stórum heystakk, svo not-
uð sé gömul og gild samlíking.
Að vinna á dagblaði er í sjálfu sér
upplifun á þessu sviöi. Sá fjöldi fólks
sem fær útrás í þvi að lepja sögur og
óhróður um menn, málefni eða fyrir-
tæki í blöðin, er hreint ótrúlegur.
Framundan er fengsæl tíð fyrir þetta
fólk, í væntanlegum kosningum til
bæjar- og sveitarstjórna hér á landi.
Gildir þar einu hvar i flokki fórnar-
lömbin standa og hversu sundurleit
þau eru að öðru leyti. öll eiga þau
það sammerkt, að hafa afrekað eitt-
hvað misjafnt, orðið fótaskortur í
einkalífínu eða misnotað aðstöðu
sína. Hvergi heyrist hvað þeir hafa til
síns ágætis, enda ekki við hæfi. Slíkt
væri aðeins hrein og klár auglýsinga-
mennska, eða hvað? örfáir eru það
sem ekkert heyrist um. En það er
ekki af því að þeir séu neitt skárri.
Nei, aldeilis ekki. Þeir hafa bara
fariö svo fínt í misfellurnar, að
ekkert fréttist.
Það er löngu viðurkennd staðreynd
að slúðurdálkar blaðanna eru vinsæl-
asta lesefni þeirra. Því svæsnari sem
þeir eru og því meira sem níðzt er á
einkalifi náungans, þeim mun fleiri
lesa, þeim mun meira spennandi.
Og það þarf svo ekki frægt fólk til.
Hvar sem er í þjóðfélaginu, jafnt hjá
háum sem lágum, alls staðar er ein-
hver Gróa á Leiti í startstöðu, tilbúin
að grípa það sem gefst, hversu
ómerkilegt sem það kann að vera. Og
Gróa lætur ekki þar við sitja, heldur
bætir um betur, svo útkoman verður
oft á tíðum stórkostleg. Enda varla
annað sæmandi bókaþjóðinni miklu,
þar sem skáldskapargáfan hefur um
aldaraðir verið tilbeðin sem æðsta
dyggð.
En hvað er það sem veldur? Hvaða
hvatir eru það sem við fáum útrás
fyrir í rógburðinum?
Rógur og lygi eru aldrei ein á ferð.
Þau eiga sér óaðskiljanlega félaga,
sem eru öfund, vanmáttarkennd og
heimska. Allir þessir eiginleikar eru
órjúfanlega tengdir. Ekkert getur án
hins verið. Að rækta með sér öfund
stafar af heimskulegri vanmeta-
kennd, vanþekkingu og vantrausti á
sjálfum sér. Gamaldags hugsun i
sjálfu sér, nú þegar allir eru í raun
jafnir og enginn talinn öðrum æðri.
Að vísu vegnar fólki misjafnlega í Iíf-
inu. Sumum tekst vel upp á einu
sviði, á meðan aðrir njóta sín á öðru.
Að ætla sjálfum sér þann ofmetnað
að vera fremstur á öllum sviðum, er
heimska og merki um ótrúlega van-
þroskaða hugsun.
En hverju er öfundarmaðurinn
bættari, þó hann dragi náungann
niður í svaðið? Gerir hann nokkuð
annað en að opinbera eigin heimsku
og vanmáttarkennd? Eða sá sem
leggur eyrun við og bætir kannski um
betur. Ekki er hans andlega fötlun
minni. Og ekki hagnast sá sem rægð-
ur er, því það eru hans hugsanir, til-
finningar og gerðir sem troðið er á,
hans mannorð sem sparkað er í.
Hvilík þjóðaríþrótt!
Einn góður vinur minn og kennari
frá unglingsárum, lét oft ýmis spak-
mæli falla við bráðlynda og óþolin-
móða nemendur sína. Eitt af þvi sem
hann sagði við okkur var: „Þú kastar
ekki skit í náungann, nema að
óhreinka sjálfan þig í leiðinni.” Fleyg
orð og ótrúlega full af sannindum.
Jóhanna Birgisdóttir,
blaðamaður.
Þorstainn Kristjánsson, bróðir Vigdísar, og systurdœtur hennar, Rannveig og Unnur, viO vefstóiinn sem sýndur
ermoð verkum iistakonunnar. (Ljósm. Bjarnierfur).
Vef naður í Listasaf ni ASÍ
I dag verður opnuð í Listasafni Al-
þýðusambands Íslands sýning á verk-
um Vigdísar Kristjánsd., myndlistar-
konu en þessa dagana er liðið eitt ár frá
þvi að listakonan lézt. Hún var þá 78
ára að aldri.
Það eru þau Þorsteinn, bróðir
Vigdísar, og systurdætur hennar,
Rannveig og Unnur, sem í samvinnu
við listasafnið hafa unnið að uppsetn-
ingu sýningarinnar sem er yfirlitssýn-
ing. Þar eru 28 myndvefnaðarverk, 10
vatnslitamyndir og skissur að vefnaði.
Á sýningunni verða einnig litskyggnur
um listferil Vigdísar og hefur Hrafn-
hildur Schram listfræðingur unnið
þann þátt auk þess sem hún valdi verk
á sýninguna sjálfa.
Eini salurinn..,
Myndir Vigdísar njóta sin mjög vel í
sal Listasafnsins enda er hann vel til
vefnaðar fallinn. Á blaðamannafundi,
sem haldinn var í tilefni opnunar sýn-
ingarinnar, gat Hrafnhildur þess að
raunar væri þessi salur sá eini í Reykja-
vík sem hentaði slíkum sýningum,
enda hefur það sýnt sig að veflista-
menn nota hann gjarnan.
Eins og fram kom er hér um yfír-
litssýningu að ræða og eru elztu verkin
frá árinu 1930 — en flest þó frá 1968
eða þar um bil. Þarna getur m.a. að líta
vefjamyndir Vigdísar um landnám
Ingólfs og Hallveigar sem nú eru
báðar í eigu Reykjavíkurborgar.
Myndirnar voru ofnar fyrir tilstuðlan
Bandalags kvenna i Reykjavík ‘ eftir
fyrirmynd Jóhanns Briem listmálara.
Gat Hrafnhildur þess, er hún sýndi
blaðamönnum myndirnar, að mikið
hefði breytzt frá því Vigdís var beðin
um að vefa þessi tjöld árið 1961 í því að
nú fengist varla nokkur vefari til að
vinna eftir teikningum annarra. En í þá
daga var enn litið á vefnað sem túlk-
unarmáta — ekki sköpun í sjálfu sér.
'^P i I Iwm
Vigdís Kristjánsdóttir vefíistakona.
Þoiinmæöi þrautir
vinnurallar
Þá er á sýningunni skemmtilegur vef-
stóll, norskur að uppruna, og hefur
Vigdis keypt hann og flutt með sér
heim. Stóllinn er málaður og stendur á
honum smíðaárið, 1889 og „God
taalmod faar gærne god ende” eða
þolinmæði þrautir vinnur allar sem
mun ekki slæmt heilræði vefara. í
stólnum er slðasta myndin sem Vigdís
byrjaði á og er af sólarlagi. Hjá honurn
liggja í körfu hnyklarnir sem hún hugð-
ist nota, nátturulitaðir af henni sjálfri.
Vigdis Kristjánsdóttir var braut-
ryðjandi á sviði veflistar hér á landi.
Hún fæddist árið 1904 og stóð hugur
hennar snemma til listnáms. Hún lærði
á píanó í tónlistarskóla Páls ísólfssonar
og síðar i Þýzkalandi og jafnhliða
þessu námi sótti hún tíma i teiknun hjá
Stefáni Eiríkssyni, Ríkharði Jónssyni,
Finni Jónssyni og Mugg. Síðan fór hún
í Handiða-og myndlistarskólann. Og
42 ára gömul, gift kona orðin, siglir
hún til Kaupmannahafnar til að læra
við Konunglega akademíið þar. Hingað
til hafði hún málað og teiknað, nú tek-
ur hún til við vefínn. Kennari hennar í
Danmörku veitti því athygli að hið
smáa myndform hentaði vel mynd-
hugsun Vigdísar og stakk upp á að
myndvefnaður væri e.t.v. hennar rétti
miðill. Eftir það virtist ekki aftur snú-
ið, þótt fram hafi komið að hún hafi
séð dálítið eftir að hafa hætt að mála.
Vigdís sýndi vefnað í fyrsta ski pti árið
1952. Síðasta sýningin sem hún tók þátt
í var „Listiðn íslenzkra kvenna” að
Kjarvalsstöðum árið 1980. Vigdís
Kristjánsdóttir lézt þ. 11. febrúar árið
1981.
Yfirlitssýningin varir til 6.marz og er
opin alla daga frá kl.14—22.
Ms