Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 9
Laugardags
pistill
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
Sagan segir, að íslenzku þingmenn-
irnir hafi ekki látið kné fylgja kviði,
þegar þeir tefldu við hollenzka starfs-
bræður sina á dögunum. Hinir ís-
lenzku hafi, hver af öðrum, sætt sig
við jafntefli með unna stöðu.
Þeir hafi treyst því, að Friðjón
skrifstofustjóri alþingis mundi sigra
andstæðing sinn og tryggja íslenzkan
sigur, sem og varð. Þetta hafi hinir ís-
lenzku gert af góðmennsku sinni.
Nú má vera, að hér sé á ferðinni
saga, sem eigi að efla hróður þing-
manna okkar í landinu en sé eitthvað
ýkt. En víst eru Hollendingar mikil
skákþjóð og ekki til lítils að sigra þá,
fulltrúar hvaða starfsgreina sem þar
takast á.
Sem betur fer eru íslenzku keppend-
urnir á Reykjavikurskákmótinu ekki
fylltir slíkri manngæzku. Við vitum,
að þeir munu láta kné fylgja kviði og
sækja til vinnings, hvenær sem
minnsta færi gefst. Óhætt er að mæla
með heimsóknum á skámótið. Þar
ríkir góður andi með áhorfendum, og
þurfa menn ekki að vita mikið um
skák til að njóta.
Sjaldan komast menn langt frá
krumlu pólitikurinnar jafnvel ekki
við saklausa skemmtan og íþrótt.
Heimspólitíkin spillti fyrir þessu
skákmóti þegar Sovétmenn ákváðu
að hundsa það, sennilega til að
svekkja Friðrik. Stoðaði þá lítið, þótt
andstæðingar Ingimars, forseta skák-
sambandsins, hefðu kallað hann út-
sendara Rússa i hörðum kosningaslag
fyrir skömmu.
Tryggingum
ábótavant
Margur skelfdist í vikunni, þegar
veðurfræðingar spáðu ofsaveðri.
Hver sagði öðrum, að búast mætti
við einhverju álíka og var í febrúar í
fyrra, þegar skemmdir urðu gífurleg-
ar. Þá hafði verið sagt, að áratugir
yrðu í næsta veðurofsa af því tagi, ef
líkindareikningur gengi upp. Svo fór,
að lítið varð úr því ofviðri, sem fólki
fannst, að verið væri að spá, enda
skyldu menn helzt engu spá um fram-
tíðina, ef hjá því verður komizt. Hag-
fræðingar fást mikið við það verk-
efni að skýra, hvers vegna þessi og
hin spá þeirra hafi ekki rætzt. Veður-
fræðingar eru auðvitað i sömu súpu,
en í sjónvarpinu tala þeir gjarnan
ekkert um spá fyrri dags, þótt hún
hafi verið fjarri lagi.
Allra veðra er von á okkar landi,
Manntafl og
mannréttmdi
má verða að einhverju.gagni, hversu
litið sem er. Ekkert er við að athuga,
þótt íslenzkur forsætisráðherra komi
fram i þessu við hlið Iýðræðissinna.
Spyrja má hversu vel Reagan Banda-
ríkjaforseti hafi sómt sér i þessu blut-
verki. í þann mund var Bandarikja-
stjórn að uppgötva, að ríkisstjórnin í
E1 Salvador hefði stigið stórt skref í
að auka mannréttindi þar í landi.
Aðrir en Bandaríkjastjórn höfðu
ekki veitt þeirri mannúð athygli. Á
þeim forsendum ákvað Reagan að
stórauka hernaðaraðstoð við stjórn
E1 Salvador.
Amnesty International og aðrir
hlutlausir aðilar telja, að svivirðileg
brot á mannréttindum eigi sér stað í
El Salvador. Morðsveitir fara um
landið. Þar eiga sök bæði útsendarar
stjórnarinnar og uppreisnarntenn, og
mun sök stjórnarinnar sizt minni.
Þessa rikisstjórn kúgunar styður
Reagan Bandaríkjaforseti með oddi
og egg. Þvi var spáð, þegar hann var
kjörinn forseti, að honum mundi
hætta til að púkka undir fasista-
stjórnir í Rómönsku Ameríku og
víðar um heim.
Því er eðlilegt að efast um, hversu
vel þessi maður sómir sér í hópi
þeirra, sem mæla fyrir mannrétt-
indum.
Hver
hemlar Reagan?
Reagan hefur verið í fleiri fréttum í
vikunni. Nú vill hann, að Banda-
rikjamenn auki forða sinn af eituraf-
urðum til hernaðarnota. Reagan segir
sem svo, að njósnir hafi borizt af því,
að Rússar eigi forða af slíkum eitur-
efnum.
Reagan hefur einnig látið til sin
heyra með tillögur um frekari aukn-
ingu framlaga til hernaðar en niður-
skurð til félagsmála.
Bandaríkjunum hefur verið þörf á
niðurskurði ríkisútgjalda eins og
fleiri ríkjum. Margir munu efast um,
að Reagan og hans menn kunni að
skera þau niður á réttum sviðum.
Auk þess hyggst hann auka hernaðar-
útgjöld á móti og endar líklega með
hallarekstur á ríkisbúinu fyrir vikið.
Reagan hefur haldið þingmönnum
skelfdum, siðan hann vann sinn
mikla kosningasigur. Fáir hafa þorað
að rísa gegn honum. Vonandi fara nú
fleiri að þora, svo að maðurinn fái
það aðhald þingsins, sem bráðnauð-
synlegter.
Haukur Helgason.
sem leiðir hugann að því, að trygg-
ingum er hvergi nærri nógu vel fyrir
komið. Þessu verður að breyta hið
fyrsta. Viðlagatrygging gæti til dæm-
is tekið við meiri viðfangsefnum, ef
hún fengi tekjur til þess. Réttmætt er,
að við greiðum öll eitthvað meira til
slíkra trygginga, svo að bæta megi úr
sameiginlegum sjóðum það tjón, sem
verður af náttúrunnar völdum.
Dauðinn
og skatturinn
Og í vikunni sveittumst við yfir
skattframtölunum flest hver. Allt er
óvíst í lífinu nema dauðinn — og
skatturinn, hefur verið sagt. Þó er
ekki vonlaust, að einhvern tíma get-
um við komið af okkur tekjuskattin-
um til ríkisins, ef dyggilega er að unn-
ið, þótt nóg verði þá auðvitað eftir af
sköttum. Undir það hafa margir tek-
ið, og sú kenning er sannarlega ekki
út í bláinn.
Tekjuskatturinn hefur fyrir löngu
orðið ranglátur launþegaskattur.
Ekki þarf að rekja fyrir fólki, hvernig
margir vel efnaðir komast undan
tekjuskattinum. Þau dæmi þekkir
hver borgari af viðskiptum sjálfs sín
við þá, sem ,,ráða skattgreiðslum sín-
um sjálfir”.
Upphaflega átti stighækkandi
tekjuskattur að vera til að jafna lífs-
kjör t þjóðfélaginu. Þetta er orðið
öfugmæli, þótt fjármálaráðherrar
ýmissa tíma grípi til slíkra fullyrð-
inga. Tekjuskatturinn er, vegna
skattsvikanna, löngu orðinn ein
helzta uppspretta ranglætis í okkar
þjóðfélagi.
Ekki nóg með það. S vaxandi mæli
er viðurkennt, að sanngjarnt er, að
skattborgararnir ákveði sjálfir, hvað
þeir gera við tekjur sínar, í þeim mæli
Láglaunafólk, sem eyðir tiltölulega
miklu af tekjum sinum i brýnustu
nauðsynjar, greiðir þá einnig lægra
hlutfall í skatta.
Vantaði Khomeini
á skjáinn?
Sjónvarpið sýndi í vikubyrjun
bandaríska þáttinn um Pólland, „Let
Poland be Poland” eða „Lifi Pól-
land”. Sýningin var nokkuð um-
deild.
Leiðtogar ýmissa þjóða fjölluðu
um harmlcikinn i Póllandi. Þar var
margt satt og rétt sagt. Geti eitthvað
slíkt orðið Pólverjum að liði i baráttu
þeirra fyrir lífi og frjálsræði, svo sem
ef meira safnast fyrir vikið, er sjálf-
sagt að reyna það.
Þrýstingur að vestan á stjórnirnar í
Kreml og Varsjá kann að hafa eitt-
hvert gildi. En ekki má gleymast, að
Kremlverjar eru ekki líklegir til að
sleppa krumlunni af Pólverjum.
Frjálsræðið þar var að þeirra dómi
orðið meira en þeir gátu við unað í
leppríki. Margir hafa lengi spáð inn-
rás Sovétmanna og ekki að ástæðu-
lausu.
Einu má gilda, hvort einhverjir
Hollywoodleikarar tóku sig illa út í
slíkum þætti eða ekki. Margir stóðu
sig þokkalega, en aðrir voru leikara-
skapurinn uppmálaður. Meira skipt-
ir, að auðvitað átti mönnum að vera
ljóst, að fráleitt var að láta einræðis-
herra í Tyrklandi koma þarna fram
við hlið annarra og gagnrýna ástand-
ið í Póllandi. Það var guðlasti líkast.
Hví þá ekki „þjóðarleiðtogi” E1
Salvador? Chile? íran?
Vantaði Khomeini á skjáinn?
Afstaða íslendinga á auðvitað að
vera sú að mæla fyrir málstað pólsku
þjóðarinnar, þegar færi gefst og það
sem slíkt er unnt. Skerða þarf vald
ríkisins til að gera eigur manna upp-
tækár og ganga á þær tekjur, sem
launbegar afla sér. Því er sú skatt-
heimta eðlilegust, sem byggist á
óbeinum sköttum á eyðslu fremur en
stighækkand> tekjusköttum.Neytand-
inn ákveður því með kaupum á skatt-
lögðum vörum og þjónustu, hverju
hann eyðir. Ríkið tekur ekki fram
fyrir hendur hans í því. Með óbeinum
sköttum getur rikið að sjálfsögðu náð
þeim skatttekjum, sem landsfeðurnir
telja sig þurfa til sameiginlegra þarfa,
hvort kerfið, sem gildir. Munurinn er
sá, hvert vald einstaklingurinn hefur.
Auðvitað má beita óbeinum skött-
um til tekjuöflunar, til dæmis þann-
ig, að hærri skattur sé á vörum, sem
teljast ekki til brýnustu nauðsynja.
HaukurHelgason
aðstodarritstjóri
skrifar