Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
Um400 manns hafa fengið Visa kort:
Greidslukortiö
veitir fyrst og
fremstöryggj
— segir Guðmundur Guðmundsson, yf irmaður
gjaldeyrisdeildar Landsbankans
,,Visa greiðslukort eru þekkt um
allan heim og eru nú notuð í um 150
löndum. Við byrjuðum að bjóða Visa
kortin í desember og höfum gefið út
um 400 kort,” sagði Guðmundur
Guðmundsson, yfirmaður gjaldeyris-
deildar Landsbankans í spjalli við
ferðasiðuna.
Landsbankinn gefur út Visa
greiðslukort til notkunar erlendis,
samkvæmt reglum gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans. Gilda kortin til eins
árs í senn. Greiðslukort, eða kredit-
kort eins og þau eru oft nefnd, hafa
lengi verið notuð erlendis og þá ekki
sízt i Bandaríkjunum. Korthafi fram-
vísar því þegár hann greiðir fyrir
vöru og þjónustu. Reikningurinn er
síðan sendur til þess fyrirtækis eða
banka sem gefur kortið-»út og korl-
hafi greiðir þar sína skuld.
Guðmundur sagði að
Seðlabankinn hefði byrjað að leyfa
notkun greiðslukorta erlendis fyrir
tveimur árum. í framhaldi af þvi
hefði Landsbankinn ákveðið að veita
þessa þjónustu og hér væri um mjög
þarft framtak að ræða.
„Greiðslukortið er fyrst og fremst
hugsað sem öryggi. Fólk getur þurft
að fara skyndilega til útlanda án þess
að komast í banka til gjaldeyris-
kaupa. Það getur þá notað kortið til
greiðslu á uppihaldi. Einnig geta
menn orðið fyrir óvæntum töfum
erlendis og því orðið uppiskroppa
með farareyri. Þá er gott að geta
gripið til Visa greiðslukortsins.
Einnig ber þess að gæta að sumstaðar
erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum,
er notkun greiðslukorta orðin svo
algeng, að þeir sem ekki nota kort eru
nánast tortryggðir,” sagði Guð-
mundur Guðmundsson ennfremur.
Korthafi getur tekið fullan skammt
ferðagjaldeyris eftir sem áður þegar
hann fer til útlanda. Rukkun vegna
notkunar á kortinu er send Lands-
bankanum i dollurum. Bankinn inn-
heimtir síðan reikninginn hjá kort-
hafa sem greiðir í íslenzkum krónum
með venjulegu álagi ferðamanna-
gjaldeyris.
Reglurum notkun
greiðslukorta
Gjaldeyrisefti rlit Seðlabankans
hefur sett reglur um notkun greiðslu-
korta erlendis. Samkvæmt þeim er
notkun kortanna einungis heimil
þeim, sem vegna vinnu sinnar í þágu
vinnuveitenda (opinbers eða einka-
aðila) eða eigin þágu þurfa að ferðast
eða dvelja erlendis. Kortið má ein-
Visa er eitt af mörgum graiðsfukortum sem notuö eru i heiminum.
Afgreiösiustaöir Visa eru Hðiega 80þirsundum allan heim.
ungis nota til greiðslu á venjulegum
ferðakostnaði svo sem flugferðum og
uppihaldi.
Skuld á reikningum má aldrei fara
yfir þrjú þúsund dollara, eða jafn-
virði þeirra í annarri mynt.
Umsækjanda ber að undirrita
umsókn um greiðslukortið eigin
hendi og sömuleiðis árita kortið.
Korthafi er einn rétthafi þess.
Greiðslukortið er ávallt eign bankans
og getur bankinn innkallað það fyrir-
varalaust ef um misnotkun eða van-
skil er að ræða hjá korthafa. Glatist
kortið ber korthafa að tilkynna það
Landsbankanum eða næsta umboðs-
manni Visa. Korthafi ber fulla
ábyrgð á úttektum með glötuðu korti
sé tilkynningarskyldu ekki fullnægt.
Landsbankinn mun skuldfæra
reikning korthafa fyrir öllum
færslum sem berast á viðkomandi
reikningsnúmer. Korthafi er ábyrgur
fyrir öllum skuldfærðum fjárhæðum
hvort sem hann hefur kvittað fyrir
þeim úttektar- eða söluseðli eða ekki.
Landsbankinn sendir korthöfum
mánaðarlega útskrift yfir úti-
standandi skuldir og ber að greiða
skuldina að fullu innan 10 daga frá
dagsetningu úttektar. Verði skuldin
ekki greidd innan 10 daga, reiknast
vextir frá útskriftardegi, hlaupa-
reikningsvextir fyrstu 25 dagana
síðan vanskilavextir, eins og þeir eru
á hverjum tima.
Þá er rétt að geta þess að Lands-
bankinn áskilur sér rétt til að leita
allra upplýsinga sem nauðsynlegar
eru til að afgreiða umsóknir um
greiðslukort. Er bankanum heimilt
að hafna umsókn án þess að tilgreina
ástæðu.
-SG.
Könnunáað-
búnaði ogað-
stöðu til mót-
töku til ferða-
manna úti
um land:
VÍDA POTTUR BROTINN
í FERDAÞJÓNUSTUNNI
— rætt við Lúðvíg Hjálmtýsson f erðamálastjóra
„Ferðamálaráð hefur fengið
greinargóða skýrslu frá Steinunnni
Hafstað um ferð hennar um landið
og að mínu áliti gefur skýrslan góða
mynd af ástandinu,” sagði Lúðv>
Hjálmtýsson, ferðamálastjóri, í sam-
tali við ferðasíðuna.
Steinunn ferðaðist um landið
síðastliðið sumar á vegum Ferða-
málaráðs. Sambands veitinga- og
gistihúsa og Sambands íslenzkra
sveitarfélaga. Tilgangurinn var að
kanna ýmislegt sem betur mætti fara
í móttöku og aðbúnaði ferðamanna
og veita leiðbeiningar um úrbætur.
„Það er greinilega langt bil á milli
þess sem getur talizt gott og þess sem
miður fer. Víða þarf að gera lagfær-
ingar, en hins vegar hefur ekki verið
ákveðið með hvaða hætti verður
staðið að úrbótum,” sagði Lúðvíg
Hjálmtýsson ennfremur. Hann sagði
að víða vantaði skilning á nauðsyn
þess að lagfæra ýmislegt sem betur
mætti fara, en hins vegar væri fullur
vilji til úrbóta þegar bent væri á mis-
fellur. Formaður Sambands veitinga-
Lúðvíg Hjáimtýsson segir að á-
standið hafi lagast mjög á síöustu
árum.
og gistihúsa hefur fengið eintak af
skýrslu Steinunnar, en ferðamála-
stjóri sagði að skýrslan í heild yrði
ekki gerð opinber.
„Ferðamálaráð fór á sinum tíma i
ferð um allt land og kannaði
ástandið. Það eru 10—14 ár síðan sú
ferð var farin, en greinilegt er að
mikil framför hefur orðið síðan þá,”
sagði Lúðvíg ennfremur.
Tjaldstæöabæklingur
og ráöstef nur
Ferðamálaráð er nú að gefa út sér-
stakan bækling með upplýsingum um
tjaldstæði hérlendis. Þar verður
greint frá öllum tjaldstæðum sem
hafa verið sérstaklega útbúin, hvern-
ig aðstaðan er og hvaða þjónusta
stendur tjaldbúum til boða. Þá er
upplýsingabæklingur fyrir erlenda
ferðamenn i prentun. Þar er að finna
ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar
eru hverjum útlendingi er sækir
okkur heim.
í spjallinu við Lúðvíg kom einnig
fram að Ferðamálaráð tekur þátt í
alþjóðlegri ferðamálaráðstefnu í
Berlín sem fram fer í byrjun marz.
LAKER AFTUR í LOFTIÐ?
Miklar umræður hafa átt sér stað
um gjaldþrot Lakers hins brezka.
Kappinn er þó ekki af baki dottinn og
hyggst stofna nýtt flugfélag, en láta
bankana sitja eftir með allar skuldir
fluglestarinnar. Þetta er auðvitað
aðferð út af fyrir sig og ekki óþekkt
hérlendis heldur.
Gjaldþrot Lakers kom ekki á
óvart. Yfirbygging félags hans hefur
þanizt út án þess áð fargjöld
hækkuðu í samræmi við aukinn
kostnað. Laker var kominn langt frá
Ferðamál
Sæmundur Guðvinsson
upphaflegu markmiði fluglest-
arinnar. Strax sumarið 1978 byrjaði
hann að taka við pöntunum í
áætlunarferðir og síðast var hann
búinn að taka upp farrýmisskiptingu
eins og stóru félögin. Þegar hann
byrjaði að fljúga yfir Norður
Atlantshafið bauð hann ódýra ferð
með lágmarksþjónustu. Sumir héldu
meira að segja, að um borð í vélum
hans væru hvorki sæti né flugfreyjur!
Nú ætlar Laker að stofna
„Flugfélag fólksins” og takist það
mun hann eflaust ’nalda áfram að
valda óróa í flugheiminum. Hitt er
vafamál, hvort bankar séu tilbúnir að
greiða áfram niður farseðla fyrir far-
þega hans.
-SG.
Laker er borubrattur, þrátt fyrir
kollsteypuna.
Meðan á heimsókn Vigdísar Finn-
bogadóttur, forseta íslands, til Bret-
lands stendur, mun Ferðamálaráð,
Flugleiðir, Sambandið og fleiri aðilar
gangast fyrir kynningu á fslandi og
útflutningsvörum okkar í London.
Lúðvíg sagði að fyrirspurnir
erlendis frá til Ferðamálaráðs væru
nú fleiri en á sama tíma í fyrra og
gæfi það vísbendingu um að áhugi á
íslandsferðum væri alla vega ekki
minninú. -SG
Ferðahandbókin verður
gefin út á nýjan leik
„Það var fyrir ákveðin tilmæli
Ferðamálaráðs sem ég ákvað að
endurvekja Ferðahandbókina sem
kom út á árunum ’60—’70, alls níu
sinnum. Nýja Ferðahandbókin er
væntanleg á markað í maímánuði og
verður dreift ókeypis,” sagði Örlygur
Hálfdánarson bókautgefandi í sam-
tali við ferðasíðu DV.
Nýja Ferðahandbókin verður á ís-
lenzku og ensku og ber því jafnframt
heitið lceland - A Touring Guide.
Bókin er miðuð við að svara sem
flestum spurningum sem upp koma
áður en lagt er upp í ferðalag um
landið, sem og þeim er vakna á ferða-
laginu. Auk merkra sögustaða vérður
hverju kauptúni og kaupstað gerð
sérstök skil. Saga hvers þeirra verður
rakin í stuttu máli og birl þjónustu-
skrá staðarins. Margs konar skýr-
ingakort fylgja af landinu öllu eða
landshlutum. Ennfremur er ráðgert
að hafa götukort frá öllum kaupstöð-
um landsins, þar á meðal Reykjavlk.
Ritstjóri Ferðahandbókarinnar er
Birna G. Bjarnleifsdóttir, leiðsögu-
maður, sem er þrautreyndur ferða-
langur og hefur starfað lengi sem
leiðsögumaður.
Sem fyrr segir verður bókinni
dreift ókeypis og er upplag áætlað
35—50 þúsund eintök. Bókin verður
um 200 blaðsíður að stærð og er ætl-
unin að láta auglýsingar standa undir
útgáfukostnaði.
Örlygur Hálfdánarson sagði ekki
fullákveðið hvort Ferðahandbókin
kæmi út árlega. Alltaf væri nokkuð
um breytingar á þjónustusviðinu og
þyrfti ýmislegt að endurnýja. En alla
vega ætti að gera eins vel og hægt
væri og gefa hana út eins oft of hægl
væri.
-SG
íenth edítkjn, no* fcr if» fitsí bme in Engiish as weil as lcela
Gert er ráð fyrir að kápa nýju Ferða-
handbókarinnar líti svona út.