Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 12
12 Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. marz nk. en starfið verður veitt frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu SSA, Lagarási 8 Egilsstöðum. Stjórnin. rwwwwwwww. EGG EGG Kaupmenn - Kaupfélög 1 Vegna stækkunar búsins getum við bætt við ' föstum eggjakaupendum. ALIFUGLABÚIÐ SÆTÚN Kjalarncsi, sími 66027 IÐNGARÐAR Bæjarsjóður Vestmannaeyja hefur samþykkt að kanna möguleika á stofnun iðngarða. Aðilar sem áhuga hafa á að setja á stofn iðnfyrirtæki sem ekki eru til staðar í Vestmannaeyjum geta fengið nánari upplýsingar hjá formanni undirbúningsnefndar um iðn- garða, Sigurði Jónssyni. Sími (98) 1593 eða (98) 1871. ^ Okeypís Pepsi Cola í Regnboganum á sýningum kl. 13.00, 15.00 og 17.00 sunnudaginn 14. fcbrúar AUGLÝSING FRA NÁMSFL0KKUM REYKJAVÍKUR TÖLVUFRÆÐSLA Ný námskeið hefjast 15. febrúar. Grundvallarhugtök tölvutækni rædd. Tölvumálið Basic kennt og notkun þess æfð. Notkun tölva í dag kynnt og framtíðarhorfur í tölvutækni. Kennslustundafjöldi 32, æfingastundir til viðbótar a.m.k. 8. Kennt er 2 x 2 kennslustundir á viku og gert er ráð fyrir að nemandi æfi sig a.m.k. I stund aðauki í skólanum. Námskeiðinu lýkur í lok apríl. Kennsludagar: Mánud. og fimmtud. kl. 17.15—18.35. Byrj. I. Mánud. og miövikud. kl. 18.40—20. Byrj. II Mánud. og fímmtud. kl. 20.10—21.40. Framhfl. Innritun í síma 12992 frá kl. 13—15 á mánud. 15. febr. Kennslugjald, 745 krónur, greiðist í fyrsta tíma. Kennslustaður: Laugalækjarskóli. , NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR, FRÍKIRKJUVEG11, sími: 12992. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13.FEBRÚAR 1982. Deildlr úr Einingu eru á stöðunum við Eyjafjörð, þar i meðel Ólafsfirði, þar sem þessar hressu stúikur eru i skreiðarvinnu. BYLTING EÐA EKKIBYLTING? — Rætt við Jón Helgason og Guðmund Sæmundsson, formannsefni í stjórnarkjöri hjá verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri Félagar í verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri kjósa í stjórn og trúnaðar- mannaráð félagsins um helgina. Allt síðan 1975 hefur verið sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarmannaráð Einingar þar sem aðeins einn listi hefur verið í framboði. Nú eru hins vegar tveir listar í framboði og talsverður hiti i kosn- ingabaráttunni. Formannsefni eru Jón Helgasonog Guðmundui Sæmundsson. Jón Helgason hefur verið formaður Einingar síðan hann velti nafna sínum Ásgeirssyni af stalli við stjórnarkjðr 1974. Jón Ásgeirsson hugðist endur- heimta formannssætið árið eftir en aftur stóðu Jón Helgason og félagar hans uppi sem sigurvegarar. Hlaut Iisti hans 69,16% atkvæða á móti 30,01%. Jón Helgason er frá Unaðsdal á Snæ- fjallaströnd en flutti til Akureyrar 1949. Stundaði hann sjómennsku og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjómannafélag Akureyrar en síðan 1964 hefur hann verið starfsmaður Ein- ingar. Háskólagenginn „öskukari" Guðmundur Sæmundsson hefur vakið á sér athygli fyrir gagnrýni á verkalýðshreyfinguna. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík og hefur cand. mag. próf í íslenzku, norsku og al- mennum málvísindum. Guðmundur var stundakennari við Háskóla íslands þar til hann sneri sér að verkamanna- störfum. Til Akureyrar flutti hann 1979 og hóf vinnu þar við sorphreins- un, sem orðið hefur til þess að nafngift- in „öskukarl” loðir við hann. Hann er nú hættur í „öskunni” en er þess í stað „heiniavinnandi húsmóðir með auka- tekjur”, eins og hann orðaði það sjálfur. Aukatekjumar eru fyrir stundakennslu og ritstörf. Um hvaö er kosið? „Það er kosið um það hvort félags- starfið eigi að vera áfram í takt við timann eða hvort taka eigi upp bylt- ingarkennd vinnubrögð, eins og Guðmundur Sæmundsson vill við hafa,” sagði Jón Helgason, þegar hann var spurður, um hvað yrði kosið, og hánn bætti við: „Guðmundur segist ætla að færa völdin til fólksins. Það er ekki rétt, því samkvæmt tillögum hans um lagabreytingar færast völdin í fé- laginu til minnihlutahópa. Slíkt leiðir til upplausnar, sem lýðræðissinnað fólk sækist ekki eftir.” — Sama spurning var lögð fyrir Guðmund Sæmundsson. „Kosningarnar snúast um starfs- hætti í Einingu; hvort völdin eigi að vera í höndum mjög fámenns hóps, jafnvel eins manns, eða hvort þau eigi að vera í höndum hins almenna fé- laga,” svaraði Guðmundur. — Jón Helgason telur að samkvæmt tillögum Guðmundar færist völdin til minnihlutahópa en dreifi ekki valdinu. Hverju svarar Guðmundur því? „Ég átta mig nú ekki alveg á hvað Jón á við. Við viljum leggja mál meira fyrir almenna félaga með því að nota skoðanakannanir og allsherjarat- kvæðagreiðslur. Þannig getur fólk á vinnustöðunum tekið afstöðu til hlut- anna en ekki þeir fáu sem sitja í stjórn, trúnaðarmannaráði, eða fást til að mæta á fundum. Jafnframt viljum við leita að leiðum til að auka almennt fé- lagsstarf.” Geld stofnun? Guðmundur Sæmundsson hefur oft gagnrýnt verkalýðshreyfinguna opin- berlega fyrir að vera úr tengslúm við al- menna félaga. „Þetta er náttúrlega það sem allir eru með á lofti núna, og það er rétt, auðvit- að gæti hinn almenni félagi unnið fé- laginu og starfi þess meira gagn en hann gerir,” sagði Jón Helgason. „Guðmundur Sæmundsson og hans menn hafa sakað okkur um að sinna ekki fræðslumálum sem skyldi. Þrátt fyrir það er Eining eitt af þeim fé- lögum, sem hefur sent hvað flesta í Félagsskóla alþýðu, auk þess sem við höfum reynt að stofna til námskeiða og halda gangandi „opnu húsi” í Þing- vallastræti. Það má ef til vill segja að aldrei sé nægileg fræðsla fyrir félagana og að þeir starfsmenn sem hér eru á skrifstof- unum geti ekki sinnt því sem skyldi. Á móti kemur að daglega fræða starfs- menn skrifstofurnar tugi fólks seni hingað leitar,” sagði Jón. — En hvernig svarar Guðmundur sömu spurningu? „I raunini hefur verkalýðshreyfingin nákvæmlega sömu stöðu gagnvart sínum félagsmönnum eins og opinberar stofnanir hafa gagnvart landsmönnum. Félagarnir eru viðskiptavinir skrifstof- unnar og félagsins en ekki félags- menn með jafnmikil völd og jafnmik- inn rétt og þeir sem til forystu eru valdir,” sagði Guðmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.