Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 13
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 13 | að leggja á stjórnarfundum eða fundum trúnaðarmannaráðs, nema þá að vera á móti tillögum meirihluta stjórnar, án þess að koma með „betri” tillögur sjálfur. Síðan hefur hann komið í bakið á manni með tillögu- flutning á félagsfundum, sem ganga þvert á stefnu stjórnar. Jafnframt hefur Guðmundur spunnið gróusögur af göt- unni í blöð. Svona vinnubrögð kann ég ekki að meta. Ég er tilbúinn að vinna með mönnum sem hafa aðrar skoðanir en ég, en það verður að vera á málefna- legan og heilarlegan hátt,” segir Jón. „Ég hef smám saman komizt á þá skoðun að það sé tilgangslaust að vera sífellt rífandi kjaft í stjórninni,” sagði Guðmundur um þetta atriði. „Þess í stað hef ég látið nægja að greiða at- kvæði á móti þeim tillögum sem þar hafa komið fram, og ekki hafa verið mér að skapi. Siðan hef ég flutt mál mitt og komið jafnvel með nýjar til- lögur á félagsfundi. Ég get ekki séð að þetta séu óheiðarleg vinnubrögð, þvi það er fyrst og fremst gagnvart almenn- um félagsmönnum sem stjórnarmenn bera ábyrgð á sínum skoðunum,” sagði Guðmundur. Bylting í Einingu? Jón Helgason sagði starfsemi Eining- ar á undanförnum árum hafa verið í takt við þjóðfélagið. Guðmundur vildi hins vegar taka upp byltingarkennd vinnubrögð. Guðmundur var spurður hvort hann ætlaði að standa að bylt- ingu í Einingu. „Þeir sem eru horfnir frá gömlum stefnumarkmiðum verkalýðshreyfing- arinnar, þeir kalla það gamaldags að berjast fyrst og fremst fyrir hagsmun- um verkalýðshreyfingarinnar. Núna eru það hagsmunir þjóðfélagsins, at- vinnuveganna og ríkisvaldsins sem koma inn í og þetta er kallaður nýi tím- inn. Við viljum að verkalýðshreyfingin sé málsvari fólksins og berjist fyrir það. Það þarf einnig að breyta starfsháttum hreyfingarinnar, sem hafa verið I sömu skorðum undangengin 30 ár.” — Hvað segir Jón um þennan boðskap Guðmundar. „Ég tel að Eining hafi starfað með vaxandi þunga að hagsbótum fyrir fé- laga sina á undanförnum árum. Þetta starf er líka hægt að rífa til grunna á skömmum tíma, ef til koma ævintýra- menn, sem hugsa meira um að auglýsa sjálfa sig í stað þess að meta ástandið hverju sinni. Það þarf að kanna allar aðstæður og taka afstöðu samkvæmt því. Sá sem hrópar hæst og kvartar mest er ekki alltaf sá sem hefur rétt fyrirsér,” sagði Jón. Guðmundur Sæmundsson. Kröfugerðin ekki sýnd atvinnurekendum? Hér að framan hafa verið rakin við- töl, sem DV átti við Jón Helgason og Guðmund Sæmundsson. Rétt er að taka það fram að rætt var við þá sinn í hvoru lagi. Lokaspurningin til þeirra beggja var um starfið framundan. Guðmund'ur svarar fyrst. „Næstu kjarasamningar verða aðal- verkefni félagsins, hver sem kemst að. Hins vegar verða þeir í sjálfu sér ekkert verkefni ef þeir fara eins og þeir siðustu, þar sem félagið gerði nákvæm- lega ekki neitt. Kröfugerð félagsins var aldrei sýnd atvinnurekendum heldur var farið með hana til Reykjavikur og þar var hún jörðuð með pomp og prakt. Það er varla hægt að kalla slikt stórverkefni,” sagði Guðmundur. „Það geta öll félög gert kröfur en árangur næst ekki nema félagarnir séu tilbúnir til að berjast fyrir þeim kröfum,” sagði Jón um fullyrðingar Guðmundar og Jón hefur orðið áfram. „Fólkið var ekki tilbúið til að berjast lyrir kröfugerð sinni í haust, það veit Guðntundur jafnvel og ég, enda kom liann ekki fram með neinar baráttuhug- myndir þegar skammtimasamningarn- ir voru til umræðu. Þrátt fyrir það hefur kröfugerðin ekki verið jörðuð, hún er geymd en ekki gleynid. Að sjálf- sögðu eru komandi samningar slærsta verkefnið framundan. Hins vegar er baráttan stöðug hjá verkalýðshreyfing- unni fyrir því að ná lengra og lengra fyrir umbjóðendur sina,” sagði .lón Helgason. Póiitískar kosningar? — Eru kosningarnar pólitískar? „Nei, það held ég ekki og ég held að hvorugum listanum sé stillt upp sam- kvæmt pólitík. Það hefur verið mín stefna frá upphafi, þó ég sé pólitískur, að láta það ekki fara inn i félagsstarfið. Ég hef líka reynt að velja fólk með mér til starfa, sem vill vinna, óháð þvi hvar það stendur í pólitík,” svaraði Jón. — En er Guðmundur sammála þessu? „Við höfum ekki gert þessar kosn- ingar pólitiskar og höfum forðast allt sem gæti gert þær pólitískar, því það er jú okkar stefna að stjórnmálaflokk- arnir eigi að láta verkalýðshreyfinguna í friði. Hins vegar hef ég orðið var við að andstæðingar okkar hafa viljað koma á okkur áveðnum pólitískum stimpli. Það er hins vegar ákaflega erfitt ef listinn er skoðaður, því þar er fólk úr ýmsum áttum með mismunandi pólitískar skoðanir, kannski gagnstætt því sem lesa mætti út úr stjórnarlista Jóns Helgasonar, ef maður hefur vilja til þess,” sagði Guðmundur. — Það er stundum sagt að stefna verkalýðshreyfingarinnar ráðist af því hverjir eru i stjórn og stjórnarandstöðu hverju sinni. Er þá gjarnan vitnað til slagorðsins „samningana i gildi” frá 1978 til samanburðar við þá varnar- stöðu sem verkalýðshreyfingin virðist vera í nú. Hvað segja Jón og Guðmundur um þetta atriði < „Þetta er alveg hárrétt. Ég get þó ekki sagt að ég haf hafi aðhyllzt þessa stefnu, þvi að mín skoðun hefur alla tið verið sú að ætli verkalýðshreyfingin að vera í takt við tímann þá verði hún sjálf að vega og meta aðstæður hverju sinni. Ég var ekki að öllu leyti sammála hvernig staðið var að kröfugerðinni um „samningana í gildi”, enda hefur stundum verið sagt við mig að ég geti ekki þrifizt í neinum flokki,” sagði Jón m.a. í svari við þessari spurningu. Þeir félagar voru sammála um þetta atriði, þó Guðmundur tæki dýpra í árinni. Hann sagði að staðan í verkalýðshreyf- ingunni væri í rauninni þannig að hreyfingunni væri stýrt af stjórnmála- flokkunum. Guðmundur óheiðarlegur fólagsmaður segirJón Sæmundsson inn í stjórn Einingar við stjórnarkjör á sl. ári. „í stjórnarstarf- inu komst ég ákaflega fljótt að raun um það að þær tillögur sem ég bar fram fengu ekki hljómgrunn,” segir Guð- mundur um stjórnarsamstarfið. Var þá tilgangurinn sá með því að setja Guðmund i stjórn að svæfa liann? Það er Jón sem svarar. „Nei, það er mesti misskilningur. Guðmundur kom inn í stjórn að minni tillögu og hef ég oft verið átalinn fyrir það. Ég vissi að þarna fór maður, sem hafði ekki sömu skoðanir á hlutunum og ég, en ég tel það til hagsbótar fyrir félagsstarfið að stjórnarmenn hafi breytilegar skoðanir, ef þeir vinna heið- arlega. Það hefur Guðmundur ekki gert. Hann hefur lítið haft til málanna Jón Hafgason. Jón Helgason fékk Guðmund Formannsefni Einingar hafa staðið i ströngu aO undanförnu ennú um helgina er þaO féiagsmanna aO velja á milli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.