Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. 15 AFUTANFÖR FORSETA ÍSLANDS Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, fer eins og kunnugt er í opinbera heimsókn til Bretlands á þriðjudaginn kemur í boði ríkisstjórnar hennar hátignar, Elisabetar II. í föruneyti forsetans verður utan- ríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, og kona hans, Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri og kona hansOg ýmsum kann að leika forvitni á hvað haft verð- ur fyrir stafni í þessari opinberu heim- sókn og því tæpast úr vegi að segja frá þvi nokkuð náið. Móttaka á f lugvellinum Gert er ráð fyrir að farkostur Flug- leiða lendi á Heathrow - flugvelli um hádegisbilið á þriðjudag. Þar taka á móti forsetanum Lord Skelmersdale, The Queen’s Lord in Waiting eða yftr- hirðmaður drottningarinnar og Sir Edwin Arrowsmith, fulltrúi brezka utanríkisráðuneytisins. Móttakan fer fram í VIP (very improtant persons) sal í flugstöðvarbyggingunni. Forsetlnn mun einnig heimsækja fæöing- arbæ Shakespeares, Stratford-on-Avon. Ekkert er á dagskránni síðdegis, þriðjudag, en þó er vitað að bæði blaðamenn og útvarps- og sjónvarps- stöðvar hafa farið fram á viðtöl við forsetann þann dag. Rætt viö ráðamenn og farið á safn Forsetinn og föruneyti hennar mun búa á Hyde Park hótelinu og þar tekur forsetinn á móti gestum fyrri hluta miðvikudags. Lord Carringdon, utan- ríkisráðherra Bretlands kemur fyrstur til viðræðna, þá viðskiptaráðherrann. Að þessum fundum loknum koma björgunarmenn þeir, sem aðstoðuðu skipbrotsmenn Tungufoss í Ermasundi og má gera ráð fyrir að þeim verði sýndur hjartanlegur þakklætisvottur fyrir afrek sín. Um hádegisbilið fer forsetinn síðan á fund forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher og snæða frúrnar saman hádegisverð í Downing Street nr. 10. Ekki vitum við hverjir verða aðrir í því boði en forsetinn ásamt föru- neyti. Eftirmiðdeginum verður eytt i því merka safni, The British Museum sem er margt í senn, bókasafn, fomleifasafn o.fl. og eitt risavaxnasta safnhús sem líta getur. Er þó aðeins gert ráð fyrir klukkustundar dvöl þar og þaðan verður farið í Þjóðleikhús þeirra Breta, The National Theatre - sem er marg- slungin bygging á syðri bakka Thames- árinnar. Þar eru leiksviðin öllu fleiri en eitt og nóg að skoða fyrir áhugafólk um leiklistina. Ekki hefur komið fram að forsetanum gefist kostur á að sjá leiksýningu þarna. Og þá tekur við kvöldverður á Savoy-hótelinu, verður þar eflaust mikið um dýrðir og margt um góðan bita. í höllinni Snemma morguns á fimmtudag heimsækir forsetinn skóla í úthverfi Lundúna og þaðan er ferðinni heitið í sjálft höfuðvigi konungdæmisins, Buckingham Palace, heimili Breta- drottningar. Þar verður hádegisverður í boði drottningarinnar. Eftir niatinn heimsækir forsetinn þinghcim Bretaveldis, hittir þar að máli Ensk-i ienzku nefndina svonefndu, en það . nefnd þingmanna, sem láta sig málefni og tengsl landanna sérstaklega varða. Þessi fundur verður jafnframt te-boð og formælandi nefndarinnar er James Johnson, sem mun vera þing- maður vina okkar í Grimsby. Að kvöldi fimmtudagsins fer siðan fram mikil veizla í boði borgarstjórnar Lundúna. Út á land Eldsnemma á föstudag verður farið til Oxford, háskólabæjarins. Þar verð- ur heimsóttur spítali The Radcliffe In- firmary og skoðaðar deildir hans en há- degismatur verður snæddur i Green College í boði Sir Richards Doll og frúar hans Lady Doll. Frá Oxford liggur svo leiðin til fæðingarbæjar Shakespeare, Stratford við Avonfljót og þar skoðuð leikhús og annað sem heldur minningu skáldjöf- ursins i heiðri. Að lokinni tedrykkju er aftur haldið til höfuðborgarinnar. Þorrablót í þokkabót Á laugardag er opinberri heimsókn því sem næst lokið og ekki annað eftir en að sitja Þorrablót með íslendingum búsettum í Englandi. Forsetinn verður þar heiðursgestur kvöldsins. Og á sunnudaginn flýgur Vigdís Finnbogadóttir aftur heim til íslands i flugvél Flugleiða, og mun vélin frá Kaupmannahöfn leggja sérstaka lykkju á leið sína um London til að færa ferðafólkið heim á ný. Ms Downing Street nr. 10. Forsetinn mun hitta Marga- ret Thatcher að máli þar á miðvikudag. ■Kvenskór — Ný sending Teg. 6436 Litur: Svart rúskinn, leðurfóðraðir Stærðir: 3 1/2—7 Verðkr.519, Teg. 6430 Liturgró bronse leður, leðurfóðraðir Stærðir: 31/2—7 Verðkr.519,- Teg. 6408 Litur: grátt, bordó svart rúskinn, leðurfóðraðir Stœrðir: 3 1/2—7. Verð kr. 460,- Teg. 4407 Litur. bordó og ðrapp rúskinn með stungnum bol, loðfóðraðir Stærðir: 3 1/2-7 Verðkr.520,- Te Lii brúnt rúskinn Stæræðir: 3 1/2—7 Verð kr. 495,- PÓSTSENDUM Utur: kaki og dökk- blitt leður, stangaðir aðofan Stærðir: 3 1/2—7 Verð kr. 485,- *mrttawiiKicaK»iiiAiintf; Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 KOSNINGASKRIFSTOFA stuðningsmanna SIGURÐAR E. GUÐMUIMDSSONAR BORGARFULLTRÚA íprófkjöri Alþýðufíokksins íReykjavík helgina 13.—14. febrúar verðurí veitíngahús- inu Giæsibæ (kaffíteria 2. hæð) við Álfheima KOSNINGASÍMAR: 82782 - 82784 STUÐNINGSMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.