Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982.
17
mér finnst þetta ekki hægt. Ef
þær ætla að vera i þessu öllu, þá er
bara bezt fyrir konur að vera ekkert
giftar.
Það er konunni nægur starfi að sinna
heimilinu, börnunum og manninum.
Ef hún ætlar að taka meira á sig þá er
engin ástæða fyrir hana að vera í
hjónabandi.”
En á eiginmaðurinn ekki að koma til
móts við konuna, heimilisstörfin og
uppeldið?
,,Já, en er það réttlátt. Húsbóndinn
vinnur úti allan daginn og konan að
sjálfsögðu við heimilisstörFin. En mér
Finnst ekkert réttlátt við það að þegar
karlinn kemur heim, eftir mjög erFiðan
dag, eigi hann bara að taka til hendinni
við uppvask og ryksugun. Ég segi bara
fyrir mitt leyti að ég vildi ekki sjálf
slíkt. Ég myndi bara ekkert bjóða mín-
um manni upp á það.”
Hjónabandið
En er vinnutími heimavinnandi hús-
móður ekki fullt eins langur og erfiður
og karlsins?
„Ja, þetta er náttúrlega spursmál um
það hvort tveir einstaklingar eigj
saman. Ef fólk á saman og það gefur sér
tíma til að kynnast hvort öðru, þá held
ég að hjónabandið eigi að geta orðið
ósköp eðlilegt. Konan verður heima og
hugsar um heimili og börn og karlinn
vinnur úti og kemur heim eftir mikinn
vinnudag og auðvitað sameinast þau
þá. Hjónabandið er náttúrlega ekkert
annað en sameining.
En ég er á móti því, sem mikið hefur
verið rætt um að undanförnu, að
karlinn eigi að gera þetta og hitt þegar
hann kemur heim úr vinnunni. Hann
geti alveg séð um matinn, þurrkað af
og haldið húsinu við o.s.frv. Ég er
mikið á móti þessu hugarfari. Mér
finnst eins og með þessu sé verið að
gera karlmanninn að einhverjum
þræl.”
Mismunurá
karliogkonu
Þú ert sem sagt ekki jafnréttis-
sinnuð?
„Kartmaðurínn á
að stjóma
þjóðfélaginu,
— HANNER ÓLÍKT HÆFARI
TIL ÞESS EN KONAN”
,,í mínum huga er ég ósköp vcnjuleg
islenzk kona.” Eitthvað á þessa leið
gætum við látið helgarviðtalið, við
Rósu Ingólfsdóttur grafíker á sjón-
varpinu, hefjast. Efalítið er hún þekki-
ust fyrir fjaðrafokið sem varð út af
innheimtuauglýsingunni þjóðfrægu er
hún gerði og sýnd var í sjónvarpinu á
undanförnu ári.
Fjaðrafokið
„Já, það var nú meira vesenið út af
henni. Ég er nú bara ekki viss
hvað konunum þótti að henni sem mest
gagnrýndu hana. En ég hef nú grun um
það að þær haFi gert þetta út af því að
ég skrifaði grein um þær fyrir nokkrum
árum þar sem ég nefndi þ*r karl-
konur. Þeim hefur sennilega sárnað
það og hafa því viljað hefna sin á mér.
Auðvitað erum við öll með okkar
skoðanir og höfum rétt á því, hvort
sem þær reynast réttar eða rangar.”
Hversvegna nefndir þú karlkonur?
„Mér finnast þessar rauðsokkur og
þær sem hafa fylkt sér undir merki
kommúnismans, vera einfaldlega
samansafn af Ijótustu konum islands.
Ef litið er á myndir af þessum konum,
þá er ekki annað hægt en að taka eftir
þessu. Þær eru beinlínis ljótar, þær
ljótustu sem fyrirfinnast hér á landi.
Þær eru eitthvað svo ókvenlegar,
Ijótar og luralegar. Þær reyna ekkert
að laga sig skemmtilega til og eru aldrei
fínt uppfærðar. Mér finnast þetta bara
vera konur sem eru að svíkja eðli sitt.
Ég vil hafa konur kvenlegar. Þær
eiga að vera konur i útliti. Þær e'iga
ekki að reyna að vera karlar.”
Hugsa í hring
Kvenlegt og karlmannlegt. Eru þetta
ekki hugtök sem skipta kynjunum í
tvær andstæðar fylkingar
„Nei nei. kvenmenn hugsa allt
öðruvísi en karlmenn. Ég er ofsalega
sammála orðum Hannesar Hólmsteins
þegar hann sagði að konurnar hugsuðu
í hring en karlmaðurinn i línu. Og það
er munur, það er stór munur á konu og
karli.
Konur eru allt öðruvísi en karlar.
Þær eru miklu meiri tilfinningaverur og
eru meira inni i sjálfum sér. Karlarnir
eru ákveðnari og öruggari. Konurnar
eru flækjukenndari. Ég myndi segja að
karlarnir væru rökréttari og rökfastari
en konurnar. Konurnar eru bara nokk-
urs konar víravirki.
Þú segir karlmennina rökfastari?
,,Já, þeir eru það. En ég er ekki áð
segja að konurnar séu illa gefnar.
Konur eru mjög vel gefnar, alveg til
jafns við karlmenn. En bara tilfinning-
arnar. Þær eru svo mikið öðruvísi.
Þess vegna Finnst mér að konur eigi
ekki að setja sér stjórnmálalegt mark-
mið. Stjórnmálalegur frami er ekkert
takmark fyrir konur og þetta er per-
sónuleg skoðun mín. Stjórnmál eru
ekki það rétta fyrir konur.
Efhún
giftist
Konan verður að gera það upp við
sig ef hún giftist, hvað hún ætli að
gera. Ætlar hún að halda öllu? Ætlar
hún að vera í fullu starfi? Ætlar hún að
hafa börn á sínu framfæri og ætlar hún
að hafa manninn á sínu framfæri og
heimilið — og ætlar hún kannski líka
að fást við stjórnmálin? Ætlar hún að
halda þessu öllu og engu að sleppa?
Texti: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Myndir: Gunnar V. Andrésson
,,Ja, ég vil náttúrlega mannréttindi.
Mannréttindi þar sem við verndum
hvert annað. En ég vil hafa mismun á
manni og konu.”
Hversvegna?
„Ég vil að konan sé kona og hún
þjóni eðli sínu. Hún þori að vera kven-
leg og þori að vera sjálfri sér trú og sé
hún sjálf. Og auðvitað vil ég að karlinn
sé sjálfum sér trúr alveg að sama skapi
og konan. Að hann sé trúr sínu eðli.
Það er þetta sem ég á við. Að fólk þori
aðvera það sjálft.”
En varla er það ókvenlegt að vinna
úti?
„Nei, alls ekki. Aðstaðan getur verið
þannig. T.d. þegar konan er ekki gift.
Þá verður hún eðlilega að vinna úti til
þess að hafa ofan af fyrir sér. En hún á
ekkert að vera að gifta sig til þess að
subba út og vera með einhvern
óánægjutón í garð karlmannsins.”
Það skemmir
bara
Hlutverk giftra kvenna er því að
þínu mati það að sjá uni heimili og
börn?
„Já, ef vel á að vera. Heimilisstörfin
og barnauppeldið eru konum alveg‘
nóg. Þær þurfa ekki að sækja á einhver
önnur mið. Það skemmir bara fyrir
þeim.”
En eru þetta ekki bara gamlir for-
dómar sem grundvallast á því að við
búum við karlaþjóðfélag, karlaofríki.
Þjóðfélagið er mótað af karlmönnum
og engir þora eða vilja breyta því?
„Ég held að islenzka konan megi
bara þakka fyrir það að búa á Íslandi.
Ef við lítum til annarra landa hérna í
kringum okkur þá ætla ég bara að
leyfa mér að taka svo stórt upp í mig að
segja að hún megi bara þakka fyrir
hlutskipti sitt.
íslenzka konan hefur svo mikil völd i
þjóðfélaginu, hún fær svo mikil tæki-
færi og stór. Það er nóg að líta á fyrir-
tækin hérna í borginni. Þá sést livað
íslenzka konan er mikið virt. Það er svo
mikið af konum sem eru yFirmenn sem
eru hátt settar í fyrirtækjum og stofn-
unum. Hvað eru konur að kvarta?”
Tiljafns?
F.n völd hennar eru langt frá því að
vera til jafns við karlavöldin.
„Til jafns? Konan á bara að vera
kona og karlinn á bara að vera karl. Ég
vil bara að karlmennirnir stjórni þjóð-
félaginu.”
Er þá karlinn hæfari til stjórnunar en
konan að þínu mati?
„Eins og ég sagði áðan þáerukonur
og karlar alveg jafnvel gefin. En konan
á að beina sínum gáfum að heimilinu
og uppeldi barna og á að vera kona
mannsins síns. Hún á að standa honum
við hlið og vera hans stoð og stytta.
Þetta er min meining.”
Karlinn er sem 'sagt hæfari en
konan?
„Hann er rökfastari eins og ég sagði
áðan og hann á að stjórna þjóðfé-
laginu. Það ér lians heimur. Það er
kannski allt í lagi fyrir konuna að fara í
kvennaframboð en þá á hún bara
ekkert vera í hjónabandi.”
Sjá næstu síðu
25% kynninforafstáttw fversfunum
Nýlega kom á markaðinn nýr Sanitas Safi í nýjum umbúðum.
Sanitas Safinn inniheldur c-vítamín og er án litarefna.
Við bjóðum 3 bragðtegundir af Sanitas Safa, appelsínusafa, sykursnauðan
appelsínusafa og blandaðan ávaxtasafa í nýjum 1 líters og 1,8 iíters umbúðum.
Sefím sem er engum tikur.
Nú er 1,8 líters Sanitas Safinn á kynningarverði í verslunum.