Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Blaðsíða 32
við mér”
áAkureyri
— segir Stefán Gunnlaugsson deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu
— segir Jósteinn
Kristjánsson
,,Maður er að heyra alls konar
sögusagnir en það hefur enginn maður
rætt um þetta við mig úr flokknum,”
sagði Jósteinn Kristjánsson í viðtali við
DVígær.
Við spurðum hann þá að þvi hvort
um það hefði verið rætl að hann tæki
eitthverl annað sæti en það þriðja á
lista framsóknarmanna i borgar-
stjórnarkosningunum í vor.
Jósteinn varð í þriðja sæti í prófkjöri
framsóknarmanna en nú hel'ur heyrzt
að stjórn fulltrúaráðsins i Reykjavík
ætli að bera fram tillögu um að saman-
lögð atkvæðatala í prófkjörinu verði
látin ráða röð manna á listanum. Mun
það þýða að Jósteinn hrapar niður í
níunda sæti.
„Ef það verður hróflað við mér úr
því sæti sem ég vann i prófkjörinu
hætti ég öllum afskiptum af flokknum.
Ég var ekki að leika mér að því að fara í
prófkjör. Það var lögð mikil vinna í
þetta af mér og mínu stuðningsfólki
innan flokksins og við látum ekki einn
eða tvo menn, sem telja sig hafa liags-
muna að gæta með því að fá mig
færðan neðar á listann, setja fólinn
fyrir mig úr þessu.” -klp-
Spáin hagstæð
skíðamönmim
sunnanlands
Veðurspáin er hagstæð þeim sem
hyggjast skreppa í skíðalönd i nágrenni
höfuðborgarinnar um helgina. Spáð er
norðaustanált um allt land, bjartviðri
sunnanlands en éljum norðan heiða.
Skiðafólk i Seljalandsdal í Skutuls-
firði, Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri
og Oddsskarði gæti hins vegar þurft að
búa við él.
Ólag hefur verið á rafmagnsmálum
Bláfjalla en því hef.ur nú verið kippt í
liðinn. Var mikill fjöldi fólks i
Bláfjöllum í gær og renndi sér í
veðurblíðu.
-KMU.
Bikarkeppni SKÍ
Skákmenn brugðu
sér til Hveragerðis
Frídagur var hjá skákmönnunum á
Reykjavíkurmótinu í dag. Notuðu
margir af þeim erlendu tækifærið og
brugðu sér austur i Hveragerði til að
skoða þ ar hveri og gróðurhús. Var
myndin tekin er hópurinn var að leggja
af stað frá Loftleiðahótelinu. — En
ekki áttu allir frí. Biðskákir og ótefldar
jskákir úr fyrstu umferð voru tefldar.
íSkák hins rússneskættaða Banda-
ríkjamanns; Gurevic, og Elvars
Guðmundssonar, sem þrisvar hafði
farið í bið, lauk loks í gær eftir að
kapparnir höfðu setiðað tafli í tæpa 13
tíma og leikið 125 leiki. Féll Elvar á
tínia i tapaðri stöðu. — Gurevic er nú
efstur á mótinu með þrjá vinninga ei
fimm skákmenn hafa tvo og hálfai
vinning, þeir Helgi Ólafsson, Schneide
frá Sviþjóð, Ivanovic frá Júgóslavíu
Forintos frá Ungverjalandi og Kinder
mann frá Vestur-Þýzkalandi. — Fjórði
umferðin hefst í dag kl. 14.
-KMU/DV-mynd: Bjarnleifur
Engin ákvörðun veríö tekin um verðlækkun grásleppuhrogna:
„Lágmarksverðkerfíð
ósk útflytjendanna”
Kleppsspítali og Kópavogshæli:
Stofnanimar ganga
á auknu álagi manna
—um helmingur þeirra er lögðu niður vinnu á Kópavogshæli eru byrjaðir aftur,
enenginnáKleppi
,,Um 50% þeirra er lögðu niður
vinnu i fyrradag hafa hafið störf
aftur,” sagði Eyjólfur Melsteð, að-
stoðarforstöðumaður á Kópavogs-
hæli, er DV hafði samband við hann
síðdegis í gær.
Sagði Eyjólfur að stofnuninni
hefði verið haldið gangandi með
auknu álagi á það starfsfólk sem
verið hefði kyrrt og þá sem hefðu
mætt aftur til vinnu sinnar.
Eyjólfur var spurður hvort rétt
væri sem fram hefði komið að þeim
er gengu út hefði verið hótað að þeir
fengju ekki endurráðningu, misstu
barnaheimilispláss sín og fleira í þá
áttina. ,,Það fýkur margt á milli
fólks þegar svona stendur á,” sagði
Eyjólfur. ,,Mér vitanlega hefur
engum verið hótað að ekki yrði um
endurráðningu að ræða. Hins vegar
geta þeir sem ganga út ekki haldið
hlunnindum sínum hér á staðnum,
svo sem plássum á barnaheimilinu.
Þetta var stúlkunum sagt áður en þær
gengu út.”
Eyjólfur sagði að ekki hefði verið
ráðið í störf þeirra er gengu út. Slíkt
yrði ekki gert fyrr en séð yrði hvernig
málið þróaðist.
Þórunn Pálsdóttir hjúk runarfor-
stjóri á Kleppsspítala sagði að það
hefði enginn þeirra er gengu út í
fyrradag mætt til vinnu á ný. Væri
spítalanum haldið gangandi með
auknu álagi á starfsfólkið sem fyrir
væri.
-JSS
„Eglæt
ekki hrófla
Bikarmót Skíðasambands fslands á
Akureyri, Hermannsmót, fer fram um
helgina. Allir beztu skiðamenn landsins
eru skráðir til leiks, alls 41 keppandi.
Þar á meðal er Árni Þór Árnason sem
hefur dvalizt erlendis við æfingar og
keppni. Bíða eflaust margir eftir að
fylgjast með viðureign Árna og
Sigurðar H. Jónssonar sem sigraði með
yfirburðum á Húsavík.
Sigurður er efstur karla í
Bikarkeppni SKÍ í alpagreinum með 50
stig. lngigerður Júlíusdóttir er efst
kvennameð28stig. -SG
„Það hefur engin ákvörðun verið
lekin enn en það er verið að kanna það
mál hvernig hægt er að losna við þessar
birgðir á sem hæstu verði,” sagði
Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri í
viðskiptaráðuneytinu, er DV bar undir
hann hvort ákvörðun héfði verið tekin
um tillögu sem Ólafur Jónsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri SÍS, hefur
lagt fyrir ráðuneytið um að fá að lækka
verð á útfluttum grásleppuhrognum úr
330 dollurum á tunnuna í 252 dollara.
Stefán sagði að um 5700 tunnur
væru nú eftir óseldar af birgðum
síðasta árs og þar af væri SÍS með um
4500 tunnur af þvi magni i umboðs-
sölu. Verðlækkunartillaga SÍS hefur
vakið reiði margra útflytjenda sem tek-
izt hefur að selja á hærra verðinu síð-
ustu mánuði. En í sölusamninga þeirra
hefur verið sett ákvæði um að verðið
muni lækka ef ráðnuneytið muni gefa
öðrum leyfi til verðlækkunar.
„Það er nú reiknað með því að ef
það þarf að lækka verðið, sem
auðvitað er ekki víst að þurfi, þá verði
gengið þannig frá hlutunum að
kaupendurnir falli frá þessum
verðlækkunarfyrirvörum. Aðalatriðið
er að koma þessum óseldu birgðum í
verð því að það eru margir aðilar sem
eiga allt sitt undir því að þessi vara selj-
ist. Hvort það þurfi að lækka verðið til
þess að selja vöruna er ekki ljóst enn,'
— þetta er allt í skoðun hér í ráðuneyt-
inu.
Ég vil taka það fram að þetta
lágmarksverðkerfi er við lýði vegna
eindreginna óska útflytjendanna.en er
ekki upp fundið hér í ráðnuneytinu,”
sagði Stefán Gunnlaugsson að lokum.
ÓEF
frýálst, óháð dagblað
Samið um
sölu á salt-
f iski fyrir
milljarð
Sölusamband íslenzkra fiskfiamleið-
enda hefur samið við ríkisfyrirtækið
Reguladora í Portúgal um sölu á salt-
fiski fyrir um einn milljarð króna á nú-
gildandi gengi. Er söluverðið um 5%
lægra í Bandaríkjadölum en í samsvar-
andi samningi sem gerður var fyrir
tæpu ári.
Um er að ræða sölu á 31.500 t. til
41.250 t. af saltfiski en íslendingar ráða
magninu sjálfír innan þessa ramma.
Frá því sölusamningar voru gerðir á
síðastliðnu vori hefur gengi Banda-
ríkjadals hækkað mjög verulega.
Hefur það gert markaðsstöðu íslend-
inga erfiða á þeim mörkuðum þar sem
keppt er við lækkandi gengi, t.d.
norskrar og danskrar krónu, að því er
segir í fréttatilkynningu frá Sölusant-
bandi íslenzkra fiskframleiðenda.
Sala Islendinga til Portúgals hefur
aukizt mjög á síðustu árum og cr landið
nú meðal mikilvægustu viðskiptalanda
okkar. -KMU.
För Danadrottningar
engináhrrfáhlut-
verkforsetaíslands
„För Margrétar Danadrottningar er
komin til vegna eindreginna óska frá
fólki af dönskum uppruna þar vestra
og hefur engin áhrif á það hlutverk sem
á sínuni tíma var farið fram á við for-
seta íslands að hún gegndi að hálfu
Norðurlandanna,” sagði Ólafur Egils-
son, sem nú gegnir starfi forsetaritara í
ársleyfi Halldórs Reynissonar, er borin
var undir hann frétt sænsks dagblaðs
sem DV skýrði frá í gær.
„Forsetaskrifstofunni var kunnugt
um þessa för Margrétar áður en fréttin
var birt um hana og kemur ekkert á
óvart í því sambandi. Þessi frétt í þessu
sænska dagblaði er því algerlega á mis-
skilningi byggð,” sagði Ólafur Egils-
son. -KMU.
LOKI
Eftir því sem oliuverðið
lækkar í Rotterdam hækkar
bensínverðið hórlendis.