Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. Úr ritvél Jóns Björgvinssonar EINN-TVEIR, EINN-TVEIR! Sú var tíðin að ég trimmaði. Eg reif rnig upp í morgunsárið og hljóp af stað. Þetta var áður en örtröð trimm- ara var farin að skapa umtalsvert um- ferðaröngþveiti í höfuðborginni. Vegfarendur litu þvi við og krakkarnir stríddu mér, hrópuðu ýmist „einn—tveir, einn—tveir” eða hlupu á eftir mér. Þetta var líka áður en trimmgallar urðu það nauðsyn- legir að ekki varð lengur hægt að trekkja upp úrið sitt án þeirra. Ég skokkaði því bara af stað í gömlu Ijósbláu úlpunni minni, slitn- um gallabuxum og íþróttaskóm, sem vafalaust hafa ekki verið sérhannaðir fyrir skrefstuttan niann, hlaupandi á blautu malbiki eða möl í köldu lofts- lagi. Furðulegt að ég skyldi því ekki stórslasa mig á þessu, svona eftir á að hyggja. Eg neita því þó ekki að þessi útbúnaður olli mér töluverðum vand- ræðum. Hlaupandi maður olli þeim viðbrögðum hjá strætisvagnastjórum á þeim árum að þeir biðu þolinmóðir eftir honum á næstu stoppistöð. Þessar morguntrimmferðir í Hlíð- unum áttu það því óþægilega oft til að enda einhvers staðar uppi i Vesturbergi seinni hluta dags. Vegna feimni minnar þorði ég ekki öðru en REGUJBUNDINN SPARNM)UR EFUR FJARHAG HNN Dæmi: Þú ákveöur aö leggja kr. 1.500.- mánaöarlega inn á plúslánsreikning í Útvegsbankanum. Eftir24 mánaöa sparnaö áttu kr. 49.877- inniíbankanum. Þaraferuvextirkr. 13.877- Þá geturþú fengiö plúslán aö upphæö kr. 72.000.- og þarmeö er ráöstöfunarfé þitt, aö frádregnum lántökukostnaöi, alltaö kr. 120.797.- Taflan lítursvona út: Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaöuri lok timabils Láns- hlutfall + lán frá Útvegsbanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgreiðsla Endurgreiðsiu- tímabil 24. mán. 1.500 36.000 200% 72.000 120.797 2.894 48 mán. (Viö útreikning ergert ráö fyrir34% innlánsvöxtum, 37,02% útlánsvöxtum, 1% lántökugjaldi og 0,5% stimpilgjaldi) Hér er miöaö viö plúslán sem ekki er verötryggt, en einnig er unnt aö semja um plúslán þar sem bæöi innlán og útlán eru verötryggö. Erekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig? UTVEGSBANKANS ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ stíga um borð, afsaka seinlætið og fara svo úr á endastöð, svo allt kæmist ekki upp. Eina ráð mitt gegn þessum vágesti var að slá af um leið og ég sá strætis- vagn skjótast út úr Miklatorginu og ganga blístrandi í hægðum mínum á meðan hann ók framhjá- Þetta dugði til að narra alla nema bílstjórann á leið þrettán. Hann þekkti mig orðið, stansaði iðulega við hliðina á mér til að hleypa mér upp í og skammaði mig meira að segja einu sinni fyrir að vera alltaf svona seinn fyrir. En svo reið trimmæðið yfir með þeim afleiðingum að nú stöðva strætóarnir ekki fyrir fólki, sem er að reyna að hlaupa þá uppi, nema það hreinlega hendi sér fyrir hjólin á þeini í örvæntingu sinni. Ferðabæklingarnir segja að ísland sé land andstæðnanna og er átt við að þar nái hlutirnir ýmist í ökkla eða eyra. Einn daginn eigá bágt allir þeir sem komnir eru yfir fermingu og sjást vera að pukrast um á reiðhjóli en þann næsta verða litlar reiðhjóla- smiðjur á meginlandinu að stóriðju- verum til að anna eftirspurninni frá litilli eyju, sem þeir finna ekki einu sinni á landakortinum hjá sér. Einn daginn er hvergi lóð að fá á öllu höfuðborgarsvæðinu, þann næsta má ekki þverfóta fyrir lóðum, gormum og pressubekkjum á vöðva- ræktarstofum úti urn allan bæ, þar sem samanlagt er lyft það miklum þunga að duga mundi til að reisa Hrauneyjafossvirkjun á handaflinu einu á þrem vikum. Og öllu þessu hrindir Bo Derek af stað með því að viðurkenna að hún stundi vöðvarækt endrum og sinnurn. Svo koma diskóæði, skíðaæði, karateæði, Charadeæði, BMWæði, hestaæði og nú sýnist mér hundaæði vera að renna á mannskapinn. Fyrir ári var vart hægt að verða sér úti um vídeóspólu nema fljúga eftir henni til New York. Nú tæki það bróðurpartinn af deginum að lesa smáauglýsingarnar frá vídeóleig- unum. Þegar nýjar holskeflur ríða yfir standa þeir kaupmennirnir einir með höfuðið upp úr, sem nógu snöggir eru að snúa blaðinu við. Ein hjóla- verzlunin er nú orðin vídeóleiga, önn- ur skiðaverslun og skósmiður í Austurveri er búinn að rutta út öllum innréttingunum til að koma fyrir stærri hillum undir hundakex og hundaólar. Nú er langt síðan hundar voru fundnir upp og 10 gíra reiðhjól hafa verið við lýði i 20 ár, vöðvarækt verið stunduð um aldir annars staðar og 10 ár síðan BMW 315 kom af teikniborðinu. Hvernig stendur á því að það sem í mesta lagi nær því að kallast tíska hjá siðmenntuðum þjóðum breytist í skyndilegt æði hérna meðal okkar villintannanna? Erum við það áhrifagjörn að við hlaupum upp til handa og fóta þegar við lesum um eitthvað sem gengur eins og eldur í sinu um gjörvalla Evrópu og Ameriku? Vitan- lega eru slikar frásagnir ýktar, enda minna um sinu í þessum löndum en við eigum að venjast. Eða erunt við það ósjálfstæð að kaupmennirnir geta fengið okkur út í hverja delluna á fætur annarri með því að telja okkur trú um að við séum að missa af siðmenningunni? Ef þeim tekst að blanda inn í þetta smá- þjóðernistilfinningu er björninn yfir- leitt unninn. Það er ekki antaleg land- kynning þegar við opnum glæsi- legasta vöðvaræktarsal á Norður- löndum, sláum Evrópumet í sölu- aukningu á Saab bílum eða tökum í notkun lengsta innanhússkókleiðslu- kerfi í heiminum. Ég gafst upp á trimminu á sínum tíma eftir 3 strætómiðakort. Ég er hins vegar að velta því svolítið fyrir mér núna að fá ntér í staðinn fallegan hund og fara nteð hann í göngutúra á kvöldin...Það er að segja þau kvöld þegar ekkert er spennandi í videóinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.