Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. / British Museum. Meó Vigdisi é myndinni er einn forstöðumanna safnskts. SENDiBRÉFÚR PORSETAHEIMSÓKN — af gullin- toppu og öðrum dýrgripum Lundúna- borgar Droitningin af Englandi hefur fyrir löngu verið búin að borða litla skatt- inn sinn og láta bera ösku á völlinn, þegar lorseti íslands renndi í hlaðiðá Heathrow. Okkur fjölntiðlafólki tókst — fyrir einskæra velvild flug- freyjanna og mikinn taugaæsing öryggisvarða Heathrow-flugvallarins — að skjótast út unt afturenda flug- vélarinnar nógu fljótt til að mega sjá og mynda brezka velkomendur heilsa forsetanum og hennar fríða föruneyti. Það gerist á þeint stað sent kallaður er rani flugstöðvar. Á sjálfu hlaðinu og við hlið flug- vélarinnar stóðu svartir hefðarkaggar í röð með 'tslenzka fánann á nefinu. En fremstur þeirra allra var sjálfur drottningarbillinn, eiginlega ,,gullin- toppa” Elísabetar, nenta hvað þessi var vínrauð að lil og sérhönnuð fyrir drotlninguna, með það fyrir augum að hún sjái betur út og sjáist greini- legar utan frá. Þessi „gullintoppa” færði forseta Islands inn til Lundúna á Hyde Park hótelið. Dýrgriparík verzlunargata — sjálf „Brú riddaranna”, Knights Bridge, liggur undir llúraðri framhlið gisti- hússins en að baki stærsta lunga heimsborgarinnar, Hyde Park. Þar má reyndar sjá rauðklædda riddara ríða um á bísperrtum færleikunt. Miðvikudagur Morgunverðarsalurinn snýr út að Hyde Park. Þar eru trén svört, vellir iðjagrænir og krókusar að stinga upp kollinum. Vorið mun á hraðferð hingað, segja ntér úlpuklæddir menn og blása ntjög úr nös í rökum kuld- anunt. En undir veggjum hótelsins eru stórar nýútsprungnar páskaliljur. Við fjölntiðlafólk höfum innlenda skipulagsstjóra, sinn frá hvoru ráðu- neytinu, sem sjá til þess að við miss- um af engu augnabliki þessarar heimsóknar. Þeir eru duglegir við að benda okkur á það sent skipt gæti rnáli svo sent eins og á blómasölu- karlinn við Waterloo járnbrautar- stöðina, sem er ekkert annað en einn af lestarræningjunum miklu og búinn að sitja sektina af sér í tíu ár. En það var nú seinna. 1 ntorgun kontu ráðherrár og björgunarmenn í heimsókn hingað á hólelið. Ráðherr- arnir sýndu Ijósmyndurunum tillit með því að heilsa forsetanum mörgunt sinnum og brosa breitt, enda stjórnmálamenn af guðs náð. Björgunarsveitin brosti án þess að um væri beðið. Flestir í henni eru óbreyttir fiskimenn í örlitlu þorpi, sent stendur alveg vestast á Cornwall og réðu þeir ekki við kæti sina allra hluta vegna. I þeint hópi var a.nt.k. einn sem aldrei hafði komið til London áður og ætlaði að fara i ntinjagripakaup eftir hádegið, sonur hans hafði pantað súpermanns-nátt- föt úr höfuðborginni. Með Thatcher Við voruni í Downingstreet. Þar máttu aðeins ljósmyndarar fara inn fyrir dyr svo ég fékk myndavél til að hafa unt hálsinn og smellti af í gríð og erg eins og hinir. Við fórum inn i anddyrið, sem er eins og meðalstór is- lenzk stássstofa, en fátt er þar hús- gagna utan „dyravarðarstóll” nteð svörtu leðri og forláta klukka frá miðöldum. Húsfreyjan kom í gegnunt vængjaðar dyr i fjólublárri dragt og núandi á sér hendur. Hún leit aldrei á fjölmiðlahópinn en ræddi um veðrið og kyndingu hússins við öryggisverðina. Þeir voru þó önnum kafnir við að hlusta á og tala um labb-rabb tæki sín og voru ekki í rónni fyrr en kollegi þeirra langt í burtu sagðist sjá bílaröð forsetans og nú myndi hún eiga um eina og hálfa minútu eftir á áfangastað. Svo heilsuðust Margrét og Vigdis og stóðu frammi fyrir arni, fullum af blómum, svo við gætum myndað þær. Hurfu síðan inn fyrir vængja- hurðina, þangað sent ekki má einu sinni beina myndavél, hvað þá smella af. Mér var sagt að þær fengju kjúkl- ing í matinn. Egyptaland og fleira Löngu seinna ókunt við i British Museunt og sáunt egypzkar ntinjar frá því löngu fyrir Krist, suntar svo fallegar að engin orð eru til handa þeint. íslendingnum varð hugsað til Egypta og hvort þeir vildu ekki fá að hafa þetta allt hjá sér eins og við Itandritin. Herra Bierbrier, deildarstjóri egypzku deildarinnar, sagði ntér þá að hér horfði öðruvísi við, það væri svo ntikið til af þessu í Egyptalandi og alltaf að finnast nteira og nteira, svo þar væri varla rúnt fyrir gripina. í British Museunt sáum við líka gripi frá 6. öld, jarðneskar leifar úr Sutton Hoo. Það var merkileg sjón sem betra er að geynta sögur af til annars tíma. / leikhúsinu Ekki var dagur úti enn. Nú var eftir að fara í þjóðleikhúsið. Það var þó nokkur reynsla fyrir ntann sent Vigdís heilsar upp é tónlistarfóMc er vinnur viO þjóöleikhúsið og hefur ofan af fyrir leikhúsgestum i hléi sýninga og fyrir þear og eftir. (DV-myndir Gunnar V. Andrésson). ■ Bakatíi i þjóOieikhúsi Breta. Þar er rúmt mjög um altt og aiia, enda ekki ólíklegt aO öll atvinnuleikhús é Ísiandi rúmist mörgum sinnum i þvi stóra húsi. hefur kontið baksviðs í Iðnó að lita þann aragrúa af búningsherbergjum, smíðaverkstæðum, æfingasölum og geymslum sem er að finna í þjóðleik- húsinu. Stundum þótti ntér sem öll atvinnuleikhús á íslandi hlytu að rúmast mörgum sinnum í þessu mikla húsi. Þrjú svið og innangengt bak- svið, hvert sem fara þarf. Enda mun það hafa komið fyrir leikara að stökkva inn á röng leiksvið i þessu húsi. Allt baksvið er fullkomlega hljóðeinangrað svo að mannfjöldinn frammi verður aldrei var við hæstu hamarshögg, hvað þá nteira. Mann- fjöldinn frammi er á leið á sýningu en lætur rólega yfir sér, enda gnótt mat- staða, ölkráa, bókabúða og annarra samkomustaða til að njóta lífsins á og rödd í hátalara til að ýta við mannskapnum áður en sýningar hefj- ast. Þarna var nteðal annars tónlistar- fólk til að hafa ofan af fyrir leikhús- gestum fyrir sýningar. Ég sveif á einn þeirra til að spyrja hvort þeir væru hér oft — ,,Já, alltaf. Við erum á laununt hér til að spila á göngununt” — og bætti við: „Frá íslandi? Vinur ntinn fluttist þangað fyrir nokkrum ntánuðum. Hann kennir i Tónlistar- skólanunt í Stykkishólmi. Hann spil- aði nteð ntér hér í leikhúsinu áður en hann fór. Skilaðu til hans kveðju.” — Svona er heimurinn lítill. Fjölmiðlafólk átti frí eftir þessa leikhúsferð og var vist fegið að komast heint á Jiótel, enda orðið nokkuð framlágt. Forsetinn okkar fór aftur á ntóti á leiksýningu og var ekki á henni að sjá nein nterki þreytu, þrátt fyrir þeyting dagsins, þvert á móti. Hún var allra manna glaðlegust og verður því glaðlegri og óþreyttari sem lengra líður á hvern dag. -Ms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.