Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. frjálst, nháð dagblað Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarf ormaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverð á mánuði 100 kr. Verð f lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Aö gera ekki neitt Dagblaðið og Vísir er þessa dagana að birta niður- stöður úr skoðanakönnun sem blaðið efndi til um ýmis málefni. Úrslit liggja nú fyrir varðandi afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna. Af þeim sem afstöðu vildu taka til ríkisstjórnarinnar voru 60% henni fylgjandi en 40% andvígir. Ef hlut- fallið er reiknað út frá öllum hópnum, serr spurður var, reynast 41,3% kjósenda styðja ríkisstjórnina, 26,7% andvígir henni, en 32% vildu ekki svara spurningunni eða voru óákveðnir. Þetta eru athyglisverðar tölur. Hvernig sem á þær er litið, þá er fylgi stjórnarinnar mjög verúlegt, og bein andstaða sér í lagi lítil. Að vísu má benda á, að skoðanakannanir hafa aldrei áður sýnt minna fylgi við ríkisstjórnina, fylgið minnkar jafnt og þétt. En sú þróun er hæg, og stjórnin virðist standa afar vel meðal kjósenda. Hver er skýringin á þessum úrslitum? Ekki liggur hún í afköstum eða aðgerðum ráðherranna, því önnur eins lognmolla hefur ekki áður þekkst í stjórnarráðinu í samanlagðri heimastjórn á íslandi. Ekki er þar heldur stefnunni fyrir að fara, ekki einu sinni rangri stefnu. Ef einhver, sem lýsir sig fylgjandi stjórninni, væri spurður um stjórnarstefnuna, hverju gæti hann þá svarað öðru en því, að hún léti reka, bjargaði málum frá degi til dags? Og ekki verður betur séð en almenningur kæri sig kollóttan. Meðan ríkisstjórnin fremur engin meirihátt- ar axarsköft, afstýrir stórslysum, heldur verðbólgunni í skefjum með skammtímalækningum, þá þykjast kjós- endyr hólpnir. Satt að segja virðast ekki vera gerðar meiri kröfur til stjórnvalda, hvað þá að bundnar séu vonir við stór- huga átök, áætlanir og framkvæmdir, sem hleyptu nýju blóði í atvinnustarfsemi og þjóðlífið almennt. Há- leitar hugsjónir, forysta og frumkvæði frá stjórnmála- mönnum, alþingi eða ríkisstjórn, sem hrífur fjöldann og skapar vakningu, er nokkuð, sem tilheyrir liðinni tíð. Helstu framlög ráðherra til þjóðmálanna eru at- hugasemdir þeirra í fjölmiðlum um aukaatriði, smá- mál, hvaða skoðun þeir hafi á Steindóri, videoi eða golfíþróttinni. Hvernig væri að spyrja þá næst um Dallas? Það væri við hæfi. Það sorglega við stjórnmálaviðhorfið er sú staðreynd, að stjórnarandstaðan stendur litlu betur, og vantrú áhennier, að hluta til, skýring á hagstæðri út- komu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnin er skásti kosturinn,” segir fólk og ypptir öxlum. Nú skal það játað, að það er erfitt fyrir stjórnarand- stöðu að æsa sig yfir engu. Hún hefur átt fullt í fangi með að halda sér vakandi. Engu að síður kemur í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 50% fylgis þeirra sem afstöðu taka og Alþýðuflokkurinn bætir við sig 5% at- kvæða frá síðustu könnun. Þetta fylgi virðist stjórnar- andstaðan fá, þótt hún hafi látið svæfa sig, og hætt er við, aðhún halli sér á hina hliðina og Iáti sér það vel líka. Þannig leggst allt á einn veg, allsherjar doði, hjá ríkisstjórn, hjá stjórnarandstöðu, hjá kjósendum. Ríkisstjórnin fær fylgi út á að gera ekki neitt, stjórnar- andstaðan fær fylgi út á að gera ekki neitt, kjósendurn- ir virðast ánægðastir með þá, sem gera ekki neittlOg ekkert verður gert. ebs. Meðal annarra orða Styrki til mín og annarra íþróttamanna Þegar ég settist niður við ritvélina mína í rigningunni um daginn voru tapleikir íslenzku handboltastrák- anna fyrst við Sovétmenn og síðar við Svía efst á dagskrá. Menn gátu bók- staflega ekki á heilum sér tekið. Skrítið að þegar þeir vinna strákarnir er sagt VIÐ unnum. En þegar þeir tapa er sagt fullum fetum ÞEiR töpuðu. Ekkert við með þar lengur. Hvarvetna heyrði ég býsnazt yfir því að ekki skyldi vera sýnt beint í sjónvarpinu frá leiknum sem hafði verið við Svíana kvöldið áður. Aðeins höfðu verið sýndar þrjár mínútur frá þeim leik en síðan eldri leikur við Sovétmenn. um greitt fyrir að sjónvarpa frá leikj- um af öllu tagi. En mér finnst satt bezt að segja að hluturinn verði ekk- ert betri fyrir það þó aðrir en við ger- um hann. Eigum við að fara að apa allt upp eftir útlendingum, aðeins af því að þeir gera hann. Nei, segi ég. Sjónvarpið á alls ekki frekar en aðrir fjölmiðlar að ljá einu sinni máls á því aðgreiða fyrir íþróttaleiki frem- ur en annað. Ef ekki má sýna leikina öðruvísi á einfaldlega að sleppa því. Ekki einu sinni að geta um að við- komandi leikur hafi farið fram eða hvernig úrslit hans voru. Þá kemur reyndar inn nýtt atriði sem fjölmiðlar leggja mik- hvort þeir geta eitthvað við þær að- stæður sem fyrir hendi eru áður en þeir heimta meira. Ég spila t.d. stöku sinnum bridge. Mér þykir það ofsalega skemmtilegt og vildi gjarnan geta helgað því allan minn tíma. En nú hefur ekkert komið í ljós sem bendir til þess að ég hafi nokkra hæfileika eða muni nokkurn tíma öðlast þá. En kannski er það bara af því að ríkið er svo vont við mig. Ég fæ ekkert hús til að æfa mig f, neyðist til að þræla og púla allan daginn til að eiga málungi matar og hef þess vegna ekki nægan tíma til að helga mig þessu áhugamáli mínu. Á ekki ríkið núna að hlaupa til mér til Mér hefur skilizt að þetta strandi allt á peningum. Iþróttamenn vilja nefnilega fá peninga fyrir það að láta sýna Ieiki sina beint i sjónvarpi. Benda þeir á að þeir tapi stórfé við það að fólk sitji fremur við sjón- varpstækið en að koma á leikina. En er ekki þarna verið að ýta hlut- unum út í öfgar? Á sjónvarpið virki- lega að þurfa að borga fyrir að fá að sýna frá þeim fréttnæmu atburðum sem hér gerast sífellt? Á til dæmis að borga fyrir það að sýna myndir frá hvers konar skemmtun, frá slysum jafnt og hörmungum og jafnvel frá Skeiðarárhlaupinu? Og ef svo er, hverjum á þá að borga? Ég get ekki meint annað en þegar atburður á sér stað, hvers eðlis sem hann kann að vera, og þykir frétt- næmur, þá hafi fjölmiðlar leyfi til þess að skýra frá honum í myndum og máli eftir því sem þeim þykir við eiga. Án borgunar. Mér hefur verið bent á að hvar- vetna í heiminum sé iþróttasambönd- ið upp úr. Það er þjónustan við not- endur sína. Blöð, útvarp og sjónvarp leggja mikið upp úr því að segja not- endum sínum frá hvers konar menningarviðburðum, þó mörgum finnist þeir kannski ekki stórvægileg- ir. Til málamiðlunar legg ég til að íþróttum yrðu gerð svipuð skil. Getið uni þær í örsnöggunt útdrætti, jafnvel í þáttum eins og Á döfinni. Það er annað atriði sem ég hef reyndar drepiö á áður í þessu blaði. sem ég nefni núna. Það er sifelldur barlómur íþróttamanna um aðstöðu- leysi, fjárskort, tímaskort og ég veit ekki hvaða skort. Ætla mættiað þess- ir menn ætluðust flestir (sem betur fer eru til undantekningar) til þess að einhver (líklega ríkið) sæi þeint fyrir aðstöðu, tima, peningum og öllu því öðru sem þá vantar. Skyldi ekki meira að segja eiga að útvega þeim maka? En eins og einn ungur íþróttamað- ur sagði eitt sinn í viðtali við útvarpið þá ættu íþróttamenn fyrst að kanna hjálpar, leggja aukaálögur á alla aðra til þess eins að gera mér kleift að sitja myrkranna á milli við bridge- borðið. Og EF ég verð einhvern tím- an heimsfræg á Islandi, ég tala nú ekki um örlítið fræg í útlöndum, mun ég af litillæti mínu leyfa útvarpi og sjónvarpi spjall við mig árlega, gegn borgun auðvitað. Verst þykir mér að til þess að koniast I virkileg tækifæri þarf ég auðvitað að flytjast úr landi. En lágmarkið er að ríkið borgi það.Hef ég kannski ekki áratugum saman keypt hér rándýr spilsemeruí hæsta tollflokki? Ég á þetta inni og meira en það. Svona í alvöru og án útúrsnúninga. íþróttir eru eins og hvert annað tóm- stundagaman sem menn stunda sjálf- um sér tii heilsubótar. Að ætlast til þess að aðrir standi undir kostnaði við þetta heilsubótarstarf er hreint að segja fáránlegt. Hvers eiga önnur tómstundastörf að gjalda? Dóra Stefánsdóttir blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.