Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Blaðsíða 32
c ískalt Seven up. hressir betur. Amerískur farþegi Flugleiðaþotu fékk ekki að fara inn í Svíþjóð: Kvaðst skyldur Silvíu ogþá neitaö um landvist Þota Flugleiða sem var að koma frá Norðurlöndum í gær varð að snúa frá Kcflavíkurl'lugvelli vegna veðurs og lenda á Akureyrarflugvelli. Tveir menn voru meðal farþega, sem útlendingaeft- irlitið beið eftir, en heir rnunu ekki fá landvistarleyfi. Tók lögreglan á Akur- eyri við ntönnunum og hafði í geymslu í gærkvöldi. Áttu þeir síðan að fá lög- reglufylgd til Keflavíkur er vélin færi. Mennirnir tveir eru báðir úllending- ar, Ameríkani og Marokkóbúi. Hafði Ameríkaninn farið með vélinni héðan á leið til Svíþjóðar en var meinaður að- gangur inn í landið. Var ástæða þess sögð sú að maðurinn væri klikkaður og hafði m.a. sent Svíakóngi bréf þar sem har.n óskaði eftir að hann tæki á nióti sér á vellinum. Ástæðuna hafði maður- inn sagt vera skyldleika hans og Silvíu drottningar. Marokkóbúinn mun hins vegar hafa verið búsettur hér á landi fyrir nokkr- um árunt, átti íslenzka konu og barn. Undanfarin ár hefur hann verið búsett- ur í Sviþjóð en hugðist heintsækja fyrri konu sína og barn. Það var hún sent. óskaði eftir að ntanninum yrði ekki hleypt inn í landið þar sem hann hafði haft í hótunum við hana. Útlendingaeftirlitið ntun taka á móti mönnunum tveimur á Keflavíkurflug- velli og hafa í geyntslu unz þeir haldal brott. Búizt var við að vélin kæmist til! Keflavikur í gærkvöldi en hún var enn á Akureyri er blaðið fór í prentun. : -ela; Framsókn á Seltjarnarnesi: Stillirekki upp með vinstri mönnum Framsóknarfélagið á Seltjarnarnesi hélt aðalfund í fyrrakvöld og þar var ákveðið að stilla ekki upp sameiginleg- um vinstri lista með Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi eins og gert var fyrir siðustu bæjarstjórnarkosningar, árið 1978. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri sagði í gær að aðal- ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu væri sú að slíkt samstarf flokkanna unt lista væri óheppilegl fyrir llokksstarf- ið. Þessi ákvörðun hefði hins vegar ekki verið tekin vegna stórra deilna í minnihluta bæjarstjórnar. Því væri hins vegar ekki að neita að mörgum væri illa við að kjósa slíkan sant- bræðslulista. Guðmundur sagði ntenn raunsæja og Ijóst væri að ekki yrði skipt um meiri- hluta í þessum kosningunt. -JH Það er mikiö um afmœlis hroyfingarínnar. Raunar hófst fótögum í gmr, þar é maðal var Kaupfóiag Hafnfirðinga. Lúðrasvoit lék af miklum móð í matvörumarkaði kaupfólagsins að Miðvangi 41 ar Ijósmyndara DV bar að garði og ýmistögt fleira var é dagskré. Á innfeHdu myndinni mó sji Sigurð T. Sigurðsson, varaformann Hfifar, og Guðriði Eiias- dóttur, formann Framsóknar, fœra Herði Zophóniassyni, stjómarformanni kaupfólagsins, blómakörfu fró verkalýðsfótögunum. <DV-mynd: Einar Ólason) „Við höfunt enga aðstöðu til að bjóða stórum hópi fólks til veizluhalda og ætlum því að minnast afntælisins á annan hátt,” sagði Guðni B. Guðna- son, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Árnesinga, i samtali við DV. Nokkra athygli hefur vakið að það stóra kaupfélag býður viðskiptavinum sinum ekki upp á afntælishressingu eins og flest önnur kaupfélög gera nú um helgina. ,,Við höfum opna verzlun hér i dag frá klukkan tíu til sextán og bjóðum þá tíu prósent afslátt af öllum vörum. Það verður okkar afntælishressing, enda held ég að það konti flestum betur en kaffibolli og kleina eða annað í þeim dúr,” sagði Guðni. -JB Kaupgarður varð fyrir valinu Bæjarstjórnin i Garðabæ hefur ákveðið að ræða við fyrirtækið Kaup- garð i Kópavogi unt fyrirhugaða bygg- ingu og rekstur á stóru verzlunarhús- næði i nýja miðbænum í Garðabæ. Þrír aðilar sóttu um að fá að byggja verzlunarhúsnæði á þessunt stað. Voru það fyrir utan Kaupgarð, Kaupfélag Hafnfirðinga og Hagkaup sem sóttu unt ásamt Byggung er hafði hug á að byggja þar íbúðir fyrir ungt fólk. Bæjarstjórn tók þessar umsóknir fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn og var þar samþykkt að fela bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að ræða við Kaupgarð um byggingafrantkvæmdir þarna. -klp- LOKI Ætii Oddi kaupfólagsstjóra á Selfossi só jafnlítið gefið um viðskiptavinina og starfs- fólkið? Hagkaup afhjúpar fíokk bókaþjófa —staldýmm bókum til að verða sér úti um peninga Starfsfólk i Hagkaupi hefur komið upp unt flokk unglinga sent hefur leikið þann leik að ganga í bókaverzl- anir og stela þar bókum sem síðan var skipt í Hagkaupi. Starfsfólkið fór að taka eftir því að unglingar fóru að konta nteð ntikið af nýjum bókum sem þeir vildu fá aura fyrir. Var þarna oft um að ræða vandaðar — og dýrar bækur sem ekki eru venjulega í eigu unglinga — bækur eins og Náttúra íslands, ævi- saga Gunnars Thoroddsen og fleira í þeim dúr. Unglingarnir fengu innleggsnótu fyrir andvirði bókarinnar en síðan var annar sendur til að taka vindlinga, sælgæti og annað út á nótuna. Þegar farið var að rannsaka ntálið kom í ljós að unglingarnir stálu bók- unum í öðrum búðunt. Málið var kært og hópurinn handtekinn. Auk þess voru settar strangari reglur unt bókaskipti i Hagkaupi svo ekki sé hægt að leika þennan leik áfrant. -klp- frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. Kaupf élag Árnesinga: Býður afslátt en ekkert kaffi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.