Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 2
2
■
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
Veirusjúkdómur í minkum hérlendis:
„Þaö getur fariö svo aö öll-
um dýrunum veröi fargað”
—segir Hjalti Gestsson, formaður
búfjárræktarnefndará Búnaðarþingi
„Það hefur komið upp veiru-
|sjúkdómur i minkum, sem fluttir
hafa verið til landsins, er valdið hefur
[ófrjósemi. Þessi sjúkdómur hefur að
ollum líkindum borizt hingað með
dýrunum, þegar þau voru flutt inn,”
sagði Hjaiti Gestsson, fulltrúi Bún-
[aðarsambands Suðurlands og for-
:maður Búfjárræktarnefndar, en
mikið hefur verið rætt undanfarna
daga á Búnaðarþingi, hvernig
jbregðast skuli við þessum mikla
vanda.
„Ljóst er að aðgerða er þörf, en
spurningin er, hverjar þær eiga að
vera. Þó hefur verið rætt um tvær
leiðir einkum á þinginu. Er önnur sú,
að farga öllum dýrunum og hreinlega
skipta um stofn, en hin að sótthreinsa
öll dýrin. Mér heyrist þó, að menn
séu hlyntari fyrrnefndu aðferðinni
því að hér er um áhættusama búgrein
að ræða og ekkert grín, ef illa tekst
til.”
Hjalti sagði ennfremur, að reynsl-
an sýndi að ísland væri gott loðdýra-
ræktarland og vel kæmi til greina að
hefja refarækt hér á landi, en það
mál væri þó enn allt á umræðustigi.
Þá sagði Hjalti, að einnig hefði
nokkuð borið á góma á þinginu,
hvort bændur sjálfir ættu ekki að
bera kostnað af þinghaldinu og borga
úr eigin vasa allt uppihald. Sagði
hann skiptar skoðanir vera um þetta,
en þó væru allmargir þeirrar skoð-
unar, að sú tilhögun væri heillaráð.
— Ert þú sjálfur flutningsmaður
einhverra mála á þinginu?
,,Já, ég er með tvö mál á rninni
könnu. Það er annars vegar varðandi
könnun á ástandi mýraræsingar og
hins vegar tillögur um fjölbreytni i
vöruframboði landbúnaðarvara. Þar
eigum við svo langt i land miðað við
aðrar þjóðir, en þar á ég einkum við
kjötrétti ýmiss konar.”
— En er einhver árangur af
Búnaðarþingi sem slíku? Er þetta
ekki bara einhver kjaftasamkunda?
„Nei, það er langt frá því. Ég er
ekki í nokkrum vafa um árangur
þessara þinga. Hér hittast menn og
ræða málin, orð eru til alls fyrst, eins
og þar stendur, svo að ég tel
Búnaðarþing þjóna tilgangi sínum,”
sagði Hjalti Gestsson.
Hjalti Gestsson.
Krókur á móti bragði:
Útsýn býður helm
ingsafslátt
af innanlands-
fargjöldum
Ferðaskrifstofan Útsýn undirritaöi í
gær samning við Flugleiðir hf. um
leiguflug utan af landi til Reykjavíkur
fyrir væntanlega farþega sína í sólar-
landaferðum.
Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar,
forstjóra Útsýnar, er álitið að með
þessu takist að lækka þennan við-
bótarferðakostnað fólks utan af landi
um helming.
Enn hefur framkvæmd þessara
flutninga ekki verið ákveðin og verður
beðið þar til Ijóst er hversu margir
hyggjast nýta sér afsláttinn.
Þetta tilboð gildir frá öllum
áællunarstöðum Flugleiða innanlands
og verður leitað eftir hliðstæðum
samningum við Arnarflug. Nær
tilboðið til allra leiguflugsfarþega, það
er þeirra sem ferðast til Ítalíu, Spánar,
Mallorca og Júgóslavíu með Útsýn.
-JB.
„ Akvörðun um fram-
boð bíður betri tíma”
„Þetta er bæði sætt og súrt fyrir
mig,” sagði Sigurður J. Sigurðsson,
sem varð í 4. sæti i prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri.
Sigurður hefur verið bæjarfulltrúi
undangengin tvö kjörtímabil og
skipaði 2. sætið á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins við síðustu kosningar.
„Ég er þakklátur fyrir þann stuðning
sem ég fékk og vissulega verður 4.
sætið baráttusætið i komandi kosn-
ingum. Það eru Ijósu punktarnir. Hitt
skal ég viðurkenna, að það veldur mér
vonbrigðum að falla úr 2. sæti í 4.
Hvort ég verð í framboði vil ég ekkert
um segja á þessari stundu. Ákvarðanir
um það verða að bíða betri tíma.
-G.S/AK.
Unnur Scheving Thorstmnason, formaOur KvennadeHöar Raykjavlkurdeildar
Rauöa kross ísiands, afhendir Sveini indriðasynl, formannl Olgtarfélags
íslands, gjafabróf aO upphæO 600 þúsund kr. til tækjakaupa I Glgtimkninga-
stöOinni.
(DV-mynd S).
NÝ FRYSTIGEYMSLA
BÚR BRÁTT TILBÚIN
Bæjarútgerð Reykjavíkur er nú að
byggja 2 þúsund tonna frystigeymslu
úti á Granda. Hefur framkvæmdum
við hana miðað vel áfram og er reiknað
með að hún verði tilbúin í byrjun næsta
mánaðar. Frystigeymslan stendur aö
baki verbúðanna og þarf að brjóta eina
þeirra niður til að skapa aðkomu að
geymslunni.
Björgvin Guðmundsson, forstjóri
BÚR, sagði að það hefði verið brýnt
verkefni hjá fyrirtækinu að eignast
stærri frystigeymslu. Þegar mest hefði
legið fyrir af frystum fiski hefði orðið
að leigja frystirými og jafnvel þurft að
senda fisk til Hafnarfjarðar og til
Suðurnesja þegar ástandið var sem
verst. -ÓEF.
Rauða kross-konur
í Reykjavík stórtækar
- gáf u 600 þúsund kr. til Gigtlækningastöðvar Gigtarfélagsins
Stórgjöf Kvennadeildar Reykja-
víkurdeildar Rauða kross íslands mun
flýta mjög fyrir því að Gigtlækninga-
stöðin að Ármúla 5 geti tekið til starfa..
Skýrt var frá því á aðalfundi Gigtar-
félagsins á laugardaginn að Kvenna-
deildin gæfi Gigtlækningastöðinni 600
þúsund krónur. Þessi upphæð rennur
til tækjakaupa til sjúkra- og iðju-
þjálfunar í stöðinni. Gjöfin er i raun
mun stærri því að Kvennadeildin mun
flytja tækin inn án aðflutningsgjalda.
Aðalfundur Gigtarfélagsins var fjöl-
sóttur enda fer félögum fjölgandi. Þeir
eru nú á fimmtánda hundrað. í skýrslu-
stjórnarinnar kom fram að fram-
kvæmdum við innréttingu Gigt-
lækningastöðvarinnar miðar allvel.
Húsnæðið er 530 fermetrar að stærð.
Innréttingin hefur verið félitlu félagi
erfið, en gjafaféð hefur bjargað miklu.
Reiknað er með því að innréttingu
húsnæðisins ljúki á næstu mánuðum
og ræður stórgjöf Rauða kross-
kvenna þar miklu.
Brýn þörf er fyrir Gigtlækninga-
stöðina því að hundruð gigtsjúkra
manna bíða eftir því að stöðin taki til
starfa.
-JH.