Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VfSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Fermingar nálgast:
1 B( 1 D i D U PPA K ;ai FFI II :Ð >A
H IEI 11 rA N E DA KA LD IAI N M IAT
—beztað skoða velíbudduna áðuren slíkterákveðið
Ostapinna má búa til sjálfur en þá er einnig hægt að kaupa tilbúna hjá Osta- og smjörsölunni.
Klassiskt fermingarborð. Heimabakaðar tertur og smurt brauð, ýmist heimasmurt eða aðkeypt.
Það er að styttast í fermingarnar.
Fyrsti fermingardagurinn í ár er 4.
apríl. í þetta sinn verða fermd um 1600
börn á Reykjavíkursvæðinu, þ.e. í
Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnar-
nesi. Fjöldinn í landinu í heild er því
eitthvað rúmiega 2 þúsund börn.
Sú venja hefur skapazt að halda upp
á fermingardaginn með veizluhöldum.
Ekki skal á það lagður dómur hér hvort
beinlínis er ástæða til veizluhalda. En
hitt held ég að allir geti verið sammála
um að víða eru þessar veizlur gengnar
út í algjörar öfgar. Fólk steypir sér
jafnvel i stórskuldir til þess eins að
halda veizlu sem fljót er að líða úr
minni.
Kaffiboð upp á gamla móðinn eru
liklega enn sem komið er algengasta
form á fermingarveizlu. Þá bakar
heimilisfólkið sjálft kökur með
annarra hjálp, sinyr jafnvel brauð og
lagar kaffi. Erli:i er að gizka á hvað
slíkar veizlur kostar þegar allt er
reiknað.
Aðrir kaupa sitthvað að. Oft eru
keyptar snittur og jafnvel ostapinnar í
viðbót við kökurnar. Stundum er
keyptur heitur matur en oftar þó
kaldur. Stundum jafnvel sambland af
hvoru tveggja.
Við höfðum samband við nokkra
aðila og spurðum þá að því hvað svona
lagað kostaði. Fara svör þeirra hér á
eftir. Athuga ber að þegar verðið var
gefið upp átti víða eftir að reikna inn í
það vísitöluhækkunina sem kom núna
um mánaðamótin. Einhverri hækkun
má því jafnvel búast við. Kaup þeirra
sem við þetta vinna hækkaði um 7%
rúm og má búast við svipaðri hækkun á
öllu öðru fljótlega.
Ostur
Ostapinnar: Hjá Osta og smjör-
sölunni er svo hægt að fá tilbúna
ostapinna. Þeir kosta 2 krónur og 50
aura stykkið. Þá er um fjölbreyttar
ostategundir að ræða ásamt kokkteil-
berjum, vínberjum, agúrkum og lauk,
olífum og skinl io< aspas ef vill. Nóg á
að vera að panla nokkrum dögum,
jafnvel deginum áður. Fyrir fermingar-
veizlu á sunnudegi er afgreitt á laugar-
degi það vel frágengið að ekkert á að
skemmast.
Snittur.
Björninn: Þar kostar hver snitta 7
krónur og 50 aura. Á sneiðunum er
roast beef, steik, hangikjöt, skinka,
reyktur lax, rækjur og egg og síld.
Einnig kann að vera möguleiki á að fá
snittur með nautatungu. Vissara er að
panta með viku eða hálfsmánaðar
fyrirvara ef mikið er pantað. En ef lítið
er pantað nægir að gera það deginum
áður.
Brauðborg: Snittur eru í tveim
verðflokkum. Þær ódýrari kosta 8
krónur og 50 aura. Á þeim er skinka,
hangikjöt, reyktur lax, egg og síld, egg
og sardínur, rækjur og steik. Dýrari
tegundirnar kosta 11 krónur og 60
aura. Þær eru með sama áleggi nema í
viðbót eru humar, hamborgarhryggur,
nautatunga og roast beef. Ekki var
unnt að gefa upp með hve miklum
fyrirvara þyrfti að panta. Venjulega
nægir dags fyrirvari en þegar mikið
verður að gera í kring um fermingarnar
er hann eitthvað lengri.
Brauðbær: Hver snitta kostar þar 7
krónur og 80 aura. Á þeim er skinka,
hangikjöt, roast beef, reyktur lax,
rækjur og egg og síld. Vissara er að
panta með viku fyrirvara.
Gafl-inn: Þar kostar snittan 9 krónur.
Á snittunum eru rækjur, roast beef,
skinka, hangikjöt, egg og sild og oft á
tíðum lamba-eða svínasteik. Vissara er
að panta sem allra fyrst.
Veizlumiðstöðin: Hver snitta kostar 7
krónur og 60 aura. Á snittunum eru
rækjur, lax, skinka, roast beef,
hangikjöt, síld og egg og spægipylsa.
Fyrsti fermingardagurinn er
upppantaður, en enn er hægt að fá á
hina ef keypt er strax.
Kokkhúsið: 7 krónur og 50 aura er
verðið fyrir hverja snittu. Á þeim er
roast beef, hangikjöt, rækjur, skiníca
og egg og síld. Vissara er að panta sem
fyrst.
Veitingamaðurinn: Snittan kostar 7
krónur og 50 aura. Álegg er skinka,
hangikjöt, roast beef, rækjur, egg og
lax. Panta þarf strax.
Árberg: Hver snítta kcstar 7 krónur
og 50 aura. Álegg e; roast beef,
hangikjöt, rækjur, ‘skinka og egg.
Panta þarf sem fyrst.
Rán: Hversnitta kostar 7,80. Álegg er
hangikjöt, roast beef, uxatunga,
lambakjöt, rækjur og skinka. Panta
verður með 4 daga fyrirvara.
Kalt borð
Brauðbær: Ef keypt er fyrir 25 manns
eða fleiri kostar það á mann 175
krónur. Á því er lax, rækjur, síld, roast
beef, hamborgarhryggur, kjúklingar,
hangikjöt, lambakjöt, nautatunga á-
samt rófum og salati. Vissara er að
panta með hálfs mánaðar fyrirviara.
Gafl-inn: Þar kostar kalda borðið kr.
138 á mann. í því er hamborgar-
hryggur, svinasteik, hangikjöt,
kjúklingar, roast beef, nýr eða grafinn
lax, fiskikabarett, síld, sósur, salöt og
brauð. Orðið er of seint að panta fyrir
fermingar 4. apríl, en ennþá er hægt að
panta fyrir hina dagana sé það gert
strax.
Veizlumiðstöðin: Verðið fer eftir
fjölda veizlugesta. Ef keypt er fyrir
15—25 kostar það 140 krónur á mann.
Ef hins vegar er keypt fyrir 25—50
kostar það 130 krónur á mann. Á kalda
borðinu eru blandaðir sjávarréttir,
roast beef, kjúklingur, steik,
hangikjöt, hamborgarhryggur, salöt og
sósur, ásamt brauði. Fyrsti fermingar-
dagurinn er upppantaður. en enn er
hægt að fá á hina ef pantað er strax.
Kokkhúsið: Kalt borð kostar 140
krónur á mann. Á því eru kjúklingar,
hanborgarlæri, grísasteik, hangikjöt,
lambakjöt, soðinn lax með rækjum og
skinku, roast beef, síld, salat, sósur,
brauð og smjör. Vissara er að panta
sem fyrst. Hægt er að skipta og fá einn
heitan rétt t.d. í staðinn fyrir lamba-
steikina fyrir svipað verð.
Veitingamaðurinn: Býður sérstakt
fermingarborð. Á því er roast beef,
kjúklingar, hamborgarlæri, úrbeinaður
lambahryggur f sneiðum, graflax, síld,
rækjur, sósur, salöt og brauð. Mat-
urinn kostar 140 krónur á mann. Hon-
um fylgir ábætir. Panta þarf strax.
Árberg: Kalda borðið kostar 144
krónur á mann eftir marzhækkunina.
Á því er roast beef, kjúklingar, lamba-
steik, hangikjöt, svínakjöt, kaldur lax,
heilagfiski, rækjur, síld, salat, sósur,
kartöflur, brauð og smjör. Yfirleitt
nægir að panta með 4 daga fyrirvara.
En þá fermingardaga sem mest er að
gera er vissara að vera fyrr í því.
Rán: Kalda borðið kostar I40krónurá
mann. Á því er hangikjöt, hamborgar-
hryggur, kjúklingar, lax.lambalæri,
uxatunga, síld, rækjur, sjávarrétta-
salat, kartöflur, sósur, salöt og brauð
Hægt er að fá heitan pottrétt í staðinn
fyrir einhvern af þessum köldu réttum
fyrir sama verð. Panta þarf með
fjögurra daga fyrirvara.
Blandað borð af
heitum og köldum
réttum
Brauðbær. Matur á slíkt borð kostar
175 á mann ef keypt er fyrir 25 eða
fleiri. Hægt er að velja nokkuð um
réttina, en á slíku borði er til dæmis
graflax, roast beef, buff stroganoff,
innbökuð lifrarkæfa, skelfiskur og
fleira. Vissara er að panta með hálfs
mánaðar fyrirvara.
Veizlumiðstöðin: Þar er boðið upp á
þrjár tegundir af blönduðum heitum og
köldum réttum. Sá ódýrasti kostar 125
krónur á mann. Þá er boðið upp á roast
beef, léttreykt lambalæri,
kjúklingapott, sjávarréttapott, salat,
brauð, grjón og sósur. Miðgerðin
kostar 145 krónur á mann. Þá eru á
borðinu blandaðir sjávarréttir,
kjúklingar, fyllt lambalæri, reykt
aligrisalæri, buff stroganoff, brauð,
grjón, sósur og salöt. Dýrasta gerðin
kostar síðan 170 krónur á mann. Þá er
graflax í boði, heilagfiski,
lambapottur, sjávarréttir, nauta-
mörbráð hamborgarhryggur og fleira
ásamt heitum og köldum sósum,
kartöflum, brauði og fleira. Þegar er
orðið uppselt fyrir fyrsta fermingar-
daginn, en panta má fyrir hina sé það
gert strax.
Árberg: 138 krónur kostar slíkt borð á
mann. Á því eru fjórar kjöttegundir
kaldar. Hægt er að velja úr hangikjöti,
lambasteik, roast beef, kjúklingum og
svínasteik. Síðan fylgir heitur pott-
réttur með. Bezt er að panta sem fyrst.
Heitir réttir
Gafl-inn. Mikið er gert af því að selja
hvers konar heita rétti með súpu og öllu
saman. Svínahryggur kostar 132, roast-
beef 151, lambalæri 102, hamborgar-
hryggur 148 og kjúklingar og
londonlamb 119 krónur á mann. Þegar
er orðið uppselt í fyrstu fermingarnar
en enn er hægt að fá í hinar ef pantað
er strax.
Veizlumiðstöðin: Þar er þó nokkuð
selt af pottréttum i fermingarveizlum.
Pottréttir með kjúklingum, stroganoff-
buffi og lambakjöti kosta 85 krónur.
Blandaður sjávarréttapottur er hins
vegar dýrari, kostar 95 krónur. Fyrsti