Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ& VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sólarferð á Homafirði SlgurOur öm Hannesson og Unnur Garöarsdóttir I hhitvarkum sínum, sam hjónin i leikriti Guðmundar Stelnssonar, Sólarfarð. Leikfélag Hornafjarðar er nú að æfa leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Leikstjóri verksins er Ingunn Jensdóttir og var hún nýlega spurð að því út á hvað leikritið gengi. „Þetta er léttur gamanleikur,” sagði hún „sem ætti auðveldlega að láta menn gléyma vetrardrunganum eina kvöldstund. Leikurinn er ádeila á þetta inni- Ingunn Jensdóttir, Mkstjóri Sólarferðarinnar, sem Laikfólag Homa- fjarðar mun taka tHsýninga á næstunni. DV-myndir Júlía Imsland. haldslausa líf sem viðgengst í sólar- landaferðunum. Menn eru eirðar- lausir nema þeir séu með glas í hend- inni og heilan hóp af fólki í kringum sig. Þetta er saga hjóna sem fara í sólarlandaferð. Þau hafa lifað hvort í sínum heimi og þegar þau fara að vera tvö ein saman eins og fram kem- ur í leiknum, þá kemur berlega í ljós að þau eiga hreint ekkert sameigin- legt - og þegar þagnir verða þá er gripið til glassins og drukkið í botn og annað pantað.” Leikendur í uppfærslu Ingunnar á Sólarferð eru 9 og þar af hafa þrír þeirra leikið áður og sagði Ingunn það ekki síður skemmtilegt að stjórna þessum nýja hópi en ef um þaul- reynda leikara væri að ræða: „Þá get ég mótað eins og leir”, segir hún. Frumsýning á verkinu verður 19. marz. Með hlutverk hjónanna fara þau Unnur Garðarsdóttir og Sig- urður Örn Hannesson og er þetta frumraun þeirra á fjölunum. Þess má geta að Ingunn hefur áður fært upp Sólarferðina og var það á Reyðar- firði fyrir fáeinum árum. Áætlað er að fara með Sólarferð- ina i leikferð eitthvað um Suðurland á komandi vormánuðum. —SER. Arnoldo Krumm Hell- er, 58 ára gamall mexi- kanskur st jörnuspeking ur, hefur spáð þvi, að heimsendir muni verða árið 1982. Og hann er svo nákvæmur,að hann segii; að klukkan 4 að nóttu til (að mexlkönskum tíma) þann 10. júli 1982 muni heimsendir verða. Rétt fyrir klukkan fjögur á kjarnorkustyrjöld aö brjótast út á milli stærstu heimsveld- anna, og eftir 12-15 minútur mun Iif vera burrkaft út. Þetta hefur Heller lesift úr stjörnunum, en hanr. hefur t.d. skrifaö um 120 bækur um ( stjörnulræói og þá hluti, sem hann hefur séö fyrir. Heller hefur unniö viö | stjörnufræöi i 30 ár. og hann segist hafa séö fyrir dauöa John F. Kennedy fyrrum Bandarikjaforseta. Vinir hans og starfsbræöur segja, aö yiirleitt komi þaö frarn,sem hann sér Í stjörnun- um Sjálfur segist hann ekki veröa á lifi áriö 1982. Hann sér fyrir sinn eigin dauöa. ,.Eg mun látast úr hjartaslkgi i lok þessa árs.” -EA- „Heimsendir þann tíunda júlí árið 1982 Þessia ágætu klausu sem hér getur að lita á siðunni rákumst við DVmenn á í gömlum Vísi. Eins og hún ber með sér er heimsendi spáð með vorinu og er rétt að benda auðtrúa fólki á það hvort ekki sé hyggilegt að færa sumarfríið aðeins framar á árið — svona til vonar og vara. Hvað sem því liður fer klausan héróstytt áeftir. n Sextett Ólafs Gauks var að sjéff- sögðu mættur i staðinn og lék nokkrar af sínum kunnustu ballöðum fri árum áður. Svan- hildur og Ólafur Gaukur höfðu greinilega engu gleymt hvað túlkun laganna tilheyrði og átti slíkt einnig við um aðra meðlimi sextettsins. Afmælishátíð Félags Islenzkra hljómlistarmanna lauk um síðustu helgi með við- eigandi hljómleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói, en hátíðin hófst eins og kunnugt er mánudaginn 22. febrúar. Það er ekki ofsögum sagt að mikið hafí verið um að vera alla daga afmælishátiðarinnar. Tónlistin og hverskonar hljóm- listarflutningur bar dagskrána uppi eins og raunar eðlilegt má telja og var hún hvort tveggja fjöibreytt og fræðandi um sögu íslenzkrar tónlistar hér á landi síðustu fimmtíu ár. Fjölmargar gamlar grúppur voru endurvaktar og spiluðu af sömu innlifun og snerpu og bær gerðu þegar þær voru og Af tónaflóði FÍH. Gamla kempan Bjöm R. Einarsson lét sig ekki vanta á hótiöina, heldur tróð upp ásamt hljómsveit sinni sem sveiftaði einhver kunnustu„swing" siðariára við ómeelda hri fhingu tilheyrenda. hétu hér á árum áður. Ekki var arinnar fylltist ljúfsárum trega hljómsveita á borð við Hljóma, laust við að andrúmsloft hátíð- þegar gamalkunnir tónar Tempó, Roofs Tops og Raggi Bjarna og Jón bassi Sig- urðsson tóku gamla slagarann „í Hamborg", með sóriegri innlifun og tiffallandi sverfiu og eftir viðtökunum að dæma er Ijóst að þeim hefur sjaldan tekizt eins vel upp i þessu gamla en sígilda dægurlagi. Náttúru hljómuðu um sali— og gömlu strákarnir sem voru hvað virkastir í bransanum fyr- ir þetta fimm til tíu árum virt- ust engu hafa gleymt þótt gráu hárin væru eilítið færri þá en nú er. Meðfylgjandi myndir tók Friðþjófur Helgason af hátíð- inni síðastliðið miðvikudags- kvöld, en þá mátti heyra í hljómsveitum á borð við Sextett Ólafs Gauks, Hljóm- sveit Björns R. Einarssonar, K.K. Sextettinn og Ragnar Bjarnason og hljómsveit. Og þótt flestir meðlimir þeirra væru nokkuð komnir til ára sinna virtust þeir engu hafa gleymt og síztir manna vera komnir útaf laginu. —SER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.