Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Gjafír á góðu verði —sem við getum sjálf búið til úr keramiki Keramikhúsið Sigtúni 3 í Reykjavík er mjög forvitnileg bygging, þvi þar innandyra finnst ótalmargt tómstunda- gaman. Við gáfum okkur á tal við Lísu Wium, en hún hefur flutt inn leir, brennsluofna, rennibekki, málningu og annað til leirvinnslu i tæplega ellefu ár. Sýnikennsla fyriral/a „Það cr ,fólk á Öllum aldri sem spieylit s!g á að mála keramik,” sagði Lísa ..og allir geta þetta ef þeir fá leiðsógu i fyrsta sinn.” Hún hefur námskeið, eða sýnikennslu tvö til þrjú kvöld í viku og allt að tuttugu manns í einu. Fólk pantar tíma áður og yfirleitt nægir að fá tilsögn eitt kvöld. Síðan geta allir keypt mótaðan leir og unnið hann upp heima. Hlutirnir mótaðir Starfsemin í Keramikhúsinu fer þannig fram að keramikduft kemur sent frá Amertku og ur því er útbúin steypa, misjafnlega þunn, eftir því hvað móta skal. Mótin sem steypan er sett i koma blaut til landsins, svo þau brotni ekki í flutningi. í þeim er gifs- blanda sem þornar á fáeinum dögum. Gifsmótin eru alll að 90 cm stór, þau slitna með tímanum og þá er þeim hent. Þess vegna hefur ekki verið unnt að útbúa myndalista til að senda út á landsbyggðina, því ávallt koma nýjar gerðiraf gifsmótum í hverri sendingu. Steypunni eða leirnum er síðan hellt í mótin og eftir tíu tíma í miklum hita, er leirinn orðinn þurr. Hver hlutur er samansettur af tveimur eða fleiri stykkjum, það er því lítið sem gera þarf, áður en málning er borin á. Aðeins þarf að skafa og hreinsa sam- skeytin mcð þar tjl gerðum áhöldum, síðan að þurrka yfir hlulinn með rökum svampi. Litavalið er ótak- niarkað, en hvern hlut þarf að mála tvisvar til þrisvar. Hann er brenndur í 10—1100° heitum ofni, eftir brennsl- una koma hinir réttu litir fram. Leirinn brenndur Nú er það ekki fyrir hvern sem er að Lisa Wium heldur á leirkönnu sem kostar 214 kr. isarrrt vaskafatí. Hún er óbrennd og mjög brotnætL Brennslan kostar allt fré einni upp í þr/étiu krónur, fer veröU eftir stærð stykkjanna. Þetta er mlnnsti rennibekkurlnn, stöngin er notuð til að styðja vM leirinn. Þessi gerð kostar um2.500krónur. Lisa Wium fré Vestmannae yjum heldur é lunda sem hannaður var i Karamikhúsinu fyrir hugmyndasam- keppni sem Ferðamélaréð gekkst fyrir. Vertt var viðurkenning fyrir lundann. D V-myndir Bjarnleifur. hefur að mestu eða öllu leyti útbúið sjálfur. Hægt er að grafa stafi, eða jafnvel mála nöfn á leirinn, til að gera gjöfina enn persónulegri. Keramikhúsið í Sigtúni er opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13—18 og á kvöldin frá kl. 20— 22, miðvikudaga frá 13—18, föstudaga frá 13—17 og laugardaga er opið frá klukkan 13—15.30. Síminn er 26088. -RR. Mótin eru úr gifsblöndu, leirnum er hellt i og leirstyttan tekin úr, sett saman efmeðþarf. eignast brennsluofn, en þeir eru fáan- legir í Keramikhúsinu og kosta allt frá 6.000.- krónum. Flestir láta þó brenna leirinn fyrir sig og kostar brennslan allt frá einni og upp í 25—30 kr. Eldfastir nytjahlutir eru búnir til úr steinleir, einnig er fáanlegur hnoðleir, sem bæði má hnoða á borði eða móta á renni- bekk. Þá er leirinn lagður á renni- bekkinn, sem snýst í hringi einkum þegar mótaðir eru vasar, skálar og annað slikt. Rennibekki fyrir fatlaða er einnig hægt að panta. Þeir eru útbúnir með ótal stillingum og eru þar af leiðandi miklu dýrari en venjulegir rennibekkir. Minnstu og ódýrustu rennibekkirnir kosta um 2.500.- krónur. Rennibekki, brennsluofna, hnoðleir, liti og áhöld hefur Lísa sent út um landsbyggðina í miklum mæli. Keramikstofa er tekin til starfa á ísa- friöi og vonandi verður önnur opnuð á Akureyri aftur en þar hefur keramik- stofan verið lokuð um tíma. I tilefni páska verður Lísa með margt skemmti- legra muna, sem minna á hátíðina. Fal/egir og ódýrir hlutir Keramikvinna er tómstundagaman fyrir alla fjölskylduna, sem getur á þennan hátt eignast fallega hluti sem eru margfalt ódýrari en sambærilegir hlutir úr verzlun. Vinnan er lítil og sparnaður mikill. Svo er alltaf skemmtilegra að gefa hluti sem maður Margir fallegir hlutir eru féanleglr I KeramlkhúsJnu. Á myndinni eru fullunnir hlutir, sýnishom af þvl sem fæst T.d. kostar sjómannsstyttan 94 kr. hré, Maður og kona 89 kr., þar é bætast tæplega 30 krónur fyrir mélningu og brennslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.