Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið k Sviðsljósið GrafiklistamaOurinn Ingiberg við e'rtt vorka sinna „í dögun" i sýningunni i Gallery Lœkjartorg. D V-mynd Friðþjófur. list er hagnýt" tngiberg Magnússon grafíklistamaður í stuttu spjaiii um nýbyrjaða sýningu sína og fieira í Galleri Lækjartorg stendur nú yfir sýning á verkum Ingibergs Magnússonar myndlistarmanns, en sýningin hófst um síðustu helgi og mun standa til 21. marz. Við DV-menn litum inn á sýningu Ingibergs á dögunum og spjölluðum eilítið við hann. Hann var fyrst spurður að þvi hvað væri á sýningunni. ,,Það er nær eingöngu grafik, en þar er að finna eina og eina teikningu. Sýningin telst þvi blönduð, en því er ekki að leyna að ég hef ólíkt meira gaman af því að skera i dúk en að teikna,”sagði hann. Ingiberg stundaði nám við Mynd- listaskóla íslands á árunum 1956—1970 og lauk þaðan kennaraprófi 1%9. Hann er um þessar mundir formaður félagsins íslenzk grafik. Var hann spurður að því hvort grafikin væri orðin viðurkennt listform. ,,Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Við sem stöndum að félaginu íslenzk grafik höldum samsýningar á verkum okkar á tveggja ára fresti, nú síðast i október og það er ljóst að þessar sýningar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli. Síðasta samsýningin var ákaflega vel sótt og raunar framar vonum. Fólk tekur orðið grafikinni afskaplega vel og ég held að aðalástæðan fyrir því sé sú að við í grafíkfélaginu höfum jafnan haldið uppi kynningu á þessu listformi þegar sýningar eru haldnar. Þar kynnum við þær fjölbreyttu aðferðir sem notaðar eru við grafíkina og þau tæki sem til þarf. Þetta hefur valdið því að fólk er orðið mjög gott.” Ingiberg hefur til þessa haldið tvær einkasýningar í Reykjavík. Ennfremur eina sýningu á isafirði, Egilsstöðum og Akranesi. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga erlendis. Á þessari þriðju einkasýningu Ingibergs í Reykjavík verða 21 grafík-mynd og 9 teikningar, flestar gerðar á síðustu 2 árum. Ingiberg var að lokum spurður að þvi hvort grafíklistin væri að ein- hverju leyti hagnýt eða svonefnd nytja- list. ,,Ég held þvi fram að öll list sé hagnýt. Lislin er viss tjáningarmáti að sama skapi og talmálið og ritmálið — og er ekki öll tjáning að flestu leyti notadrjúg?” -SER. Samkvæmisdansar í 60 ár Samkvœmisdansar í 60 ár ncfnist danssýninf; á Broadway, sem hnfst um slðustu heiyi en mun auk þess verða haldin öðru h verju I marzmánuði. Á sýningunni um helgina var rakin saga samkvœmisdansa frá árinu 1919 en það var dansflokkur Hermanns Ragnars sem sá um dansinn. I dansflokknum eru 23 dansarar og er meiningin að hann fari vlða um landið á komandi mánuðum. Meðal atriða sem flokkurinn sýnir má nefha tangó frá árinu 1919, Charieston frá 1929, Boomps-A-Daisy frá 1938, Jive-Jitter Swing frá 1945 og marga fleiri, eins og hinn frivga dans ársins 1973, Can Can. Ljósmyndari D V, Lriðþjófur, var mættur á sýningu Hermanns Ragnars og félaga á samkvœmisdönsunum um slð- ustu helgi og smellti hann af nokkrum myndum. Þœr getur að llta hér á slðunni og skýra sig vonandi sjálfar. Myrtdin er tekln af ungu og upprennandi dansfólki i dansgótfi fólags- miðstöðvarinnar Þróttheima við Hoftaveg. FREESTYLE DANSKEPPNI — í félagsmiðstöðvum borgarinnar Félagsmiðstöðvarnar í Reykjavik efna til svonefndrar „freestyle” danskcppni næstu tvo föstudaga. Þann 12. marz fara frant undanúrslit i Tónabæ, Bústöðum, Fellahelli, Þróttheimum og Árseli. l.okakeppn- in vcrður loks i Tónabæ 19. marz. Freestyle eða frjáls aðl'erð eins og heitið hefur verið islenzkað felur i sér að þátttakendum er frjálst að dansa jassdans, diskódans eða hvaða stíl sem er. Á undanförnum vetrunt hefur ætíð verið boðið upp á nokkrar keppnir í Reykjavík. Kepptti lélags- miðstöðvanna rttun Itinsvegar vera sú eina i Reykjavi’k i vetur sem ungling- um stendur til boða að taka þátt i. Þátttakendur i keppninni verða að vera á aldrinum 13 til 17 ára. Keppt verður bæði i einstaklings- og hóp- dansi. Vegna misskilnings sem orðið Itefur við kynningu á keppninni er tekið fram áð fleiri en tvo þarf til að um hóp sé að ræða. Kcppendur eru velkomnir Itvaðanæva að af landinu. Nú þegar hafa til dæmis hópar frá Akranesi og Keflavik sýnt áhuga á að koma og vera með. Þátttökugjald er ekkert og er skráning hafin i öllurn félagsrniðstöðvum borgarinnar. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.