Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982.
Spurningin
Hvað finnst þér
áhugaverðast af því
sem sjónvarpið sýnir?
Elinborg Rafnsdóttir bankastarfs-
madur: Það er svo lélegt, það er ekkert
ahugavert i þvi.
Sigrún Sigurpálsdóttir húsmóðir:
Fréttirnar. Það er ekkert annað sér-
slakl sem sjónvarpið sýnir.
Ingihjörg Björgvinsdóttir starfsmaður
Sóknar: Fréttirnar eru bez.tar, annars er
sjónvarpið frekar lélegt. Sumt cr hægt
að horla á, þá einna helzt einstaka
framhaldsþætti.
Haraldur Jónsson sjómaður: Eg horfi
litið á þetta, þó einna helzt fréttirnar.
Anna Maria Sigurðardótlir nemi:
Löður, Skonrokk og Harold Lloyd.
Annars fer ég frekar i bíó en að horfa á
sjónvarpið.
Aðalheiður Guðbjörnsdóttir nemi:
Löður, Skonrokk og Trausti veður-
fræðingur. Að öðru leyti er sjónvarpið
hundleiðinlegt
Lesendur Lesendur Lesendur
Um meðlagsgreiðslur:
Veitiö féðnmum möguleika
á mannsæmandi lífi líka
segir langþreytt kona verkamanns
G.S. skrifar:
Mig langar að taka undir orð
Tryggva Hermannssonar í blaðinu
25. febr. sl. varðandi barnsmeðlög.
Það er andstyggilega ósanngjarnt
hvernig farið er með mann sem ann-
aðhvort er fráskilinn og á börn, eða á
þau utan hjónabands. Það bendir
ekki í átt til jafnréttis að verði hjóna-
skilnaður skuli konan vera borin á
höndum kerfisins en karlinn látinn
sitja eftir með sárt ennið og eiga enga
möguleika á að eignast nýja fjöl-
skyldu eða heimili nema með ofsa
átökum. Konan getur hins vegar
gengið í hjónaband aftur og ljfað
góðu lífi þar sem koma til tekjur nýja
eiginmannsins, auk kannski hennar
eigin tekna og svo meðlaga.
Sjálf er ég einstæð móðir með eitt
barn svo ekki tala ég frá hlið karl-
anna. En á sínum tíma lofaði ég
sjálfri mér að ef til þess kæmi að
faðir barnsins míns færi að búa og
eiga börn og byggja upp heimili
skyldi ég láta fella niður meðlags-
greiðslurnar. Nú eru kannski ekki
allar einstæðar mæður í aðstöðu til
þess að geta vcrið án meðlagsins en
þær sem eins og ég eru komnar í sam-
búð aftur eða giftar ættu að sjá sóma
sinn í að veita feðrunum möguleika á
mannsæmandi lífi líka.
Ég ætti kannski að taka það fram
að ég hef verið anzi harður málsvari
fyrir einstæðar mæður en það breytir
engan veginn þessari skoðun minni,
sem byggist (eins og flestar minar
skoðanir, að ég vona) á almennri rétt-
lætistilfinningu.
Tóm ris og tómir kjallarar
—á meðan slagsmál eru um hverja þá íbúð sem auglýst er til leigu
Kinstæð móðir skrifar:
Já, einmitt ég er ein af þessum ein-
stæðu mæðrum sem margir virðast öf-
unda þessi lifandis ósköp af hlutskipti
sínu. Af hverju, er mér erfitl að skilja,
en reyndar var nú ekki meiningin að
ræðaþaðmál.
Það sem pirrar mig fram úr hófi
þessa stundina varðar húsnæðismálin
hér í bæ, þá ótrúlegu erfiðleika sem
fylgja því að fá leigt þak yfir höfuðið.
Ég er alin upp í miðbænum og þykir
alveg reiðinnar ósköp vænt um þann
bæjarhluta og gamla vesturbæinn. Það
er hins vegar með fádæmum erfitt að
finna þar húsaskjól siðustu árin, síðan
hverfin komust i tízku. Það eina sem
býðst, ef það er eitthvað á annað borð,
eru íbúðir í „milljónmannablokkum” í
Breiðholti. Og það ekki fyrir neinar
smáupphæðir.
Gott og blessað. Mig dreymir um
eldri hverfin og því geri ég mér það
stundum til gamans að rölta þar um, í
þeirri von að eygja einhvers staðar
lausa kytru fvrir mig og pjakkinn. Það
vantar ekki að víða eru evðilei’ir glugg-
ar með engum ummerkjtmi um búsetu.
Þetta eru oltast kjallarar eða ris, sem
ekkert virðast notuð. Eigendurnir
virðast ekki einu sinni hafa rænu á að
verða sér úti um aukaskilding með því
að nýta þetta húsrými.
Þakkir til Alfreds S. Guðmundssonar:
Sjónarmið Rósu Ing-
ólfsdóttur úrelt
— f jölmarga rak í rogastanz
Guðriður Loftsdóttir hringdi:
Ég er afskaplega ánægð með les-
andabréf Alfreðs S. Guðmundssonar
í DV 4. marz sl.
Alfreð er greinilega mjög hneyksl-
aður á úreltum sjónarmiðum Rósu
Ingólfsdóttur. Ekki er ég í vafa um
að hann talar fyrir munn fjölmargra
sem rak í rogastanz vegna þröngsýni
Rósu.
Ég og kunningjar mínir þökkum
þér fyrir bréf þitt, Alfreð.
jm----------------------►
„Alfreð S. Guðmundsson er greini-
lega mjög hneykslaður á úreltum
sjónarmiðum Rósu Ingólfsdóttur.
Kkki er ég i vafa um að hann talar
fyrir munn fjölmargra,” segir
Guðriður Loftsdóttir.
Væri nú ekki þjóðráð að bjóða þetta
til leigu, jafnvel þó í lélegu ástandi sé.
Það má þá alltaf hafa leiguna örlitið
lægri gegn því að viðkomandi taki hús-
næðið i gegn sjálfur. Eigandinn fær
meiri aura, leigjandinn þak yfir höf-
uðið í gömlu húsi með góðri sál og allir
ættu að vera ánægðir með útkomuna.
- langar
tilþessað
sjáDick
Cavett
þáttinn
meðJanis
Joplin
7181—7883 hringdi:
Syrpukóngar og drottningar, sem
alltaf eru í útvarpinu eftir hádegi, ég
beini máli mínu til ykkar.
Ég sakna þess að heyra ekki í Frank
Zappa og The Mothers i þessum þátt-
um — hvað þá að fá ekki að berja þetta
fólk augum í sjónvarpinu. Og fyrst ég
er nú kominn af stað hvernig væri þá
að sjónvarpið sýndi okkur viðtalsþátt
sem Dick Cavett átti við Janis Joplin
einhvern tímann um 1970?
Mig langar til þess að bæta því við að
mér og mörgum öðrum finnst mikill
fengur vera í því að Jón Björgvinsson
skuli vera kominn til starfa hjá útvarp-
inu. Meðal annars eru þættirnir hans á
sunnudagskvöldum mjöggóðir.
< .... m.
7181—7883 saknar þess afi fá ekki að
heyra í Frank Zappa stöku sinnum, afi
ógleymdum The Mothers.
Saknar Frank
Zappa og The
Mothers