Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Hvammstangi lægstur HÚSAVÍK HÆST Seðlar bárust frá 31 stað i þetta sinn. Er langt síðan staðirnir hafa verið svona margir enda óvenju margir seðlar. Frá 12 stöðum barst reyndar aðeins einn seðill. Athygli vekur að Keflavik, þaðan sem oft hafa borizt margir seðlar, er einn af þeim. Herðið ykkur nú, Keflvíking- ar. Lægsta meðaltalið konr i þetta sinn frá Hveragerði. Þaðan konr reyndar aðeins einn seðill svo það er kannski ekki að marka. Hæsta meðaltalið var hins vegar frá Húsavik. Þaðan komu tveir seðlar. Munurinn á milli staða er, fyrir utan þessa hæstu og lægstu, lítill. Flestir staðirnir eru með þetta 600— 800 krónur á ntann. En lítum aðeins nánar á tölurnar. Þær eru svona i þetta sinn: Akranes 793 Akureyri 744 Blönduós 977 Bolungarvík 646 Djúpivogur (X) 746 Eskifjörður 789 Eyrarbakki (X) 757 Garður 708 Grenivík (X) 992 Hafnarfjörður 806 Hella 640 Hnífsdaiur (X) 620 Húsavík 1046 Hvammstangi 603 Hveragerði (X) 377 Hvolsvöllur (X) 476 Höfn 850 Keflavik (X) 762 Kópavogur 892 Mosfellssveit 896 IMjarðvík (X) 777 Patreksfjörður (X) 962 Raufarhöfn (X) 812 Sandgerði 789 Sauðárkrókur (X) 918 Selfoss 738 Seltjarnarnes 622 Vestmannaeyjar 965 Vogar 911 Þorlákshöf n (X) 925 Reykjavík 874 Við vonum svo bara að næsti mán- uður færi okkureins mikið afseðlum og þessi. DS. Húsavik varð efst á blaði i þetta sinn. Myndin er tekin þar i höfninni. Verðlaun- iná Hvamms- tanga Það vill svo skemmtilega til að verðlaunin í þetta sinn fara á einn þann staðinn sem kom hag- stæðast út með meöaltal. Seðill Jóhönnu Ágústsdóttur hefur verið dreginn út úr seðlabunkan- um. Jóhanna býr á Hvamms- tanga. Hún fær í verðlaun moð- suðupott sem kostar um 2 þúsund krónur. Potturinn sem Jóhanna fær sýður, eins og nafn hans bendir til, við afar hægan hita. Þvi fara hráefni malarins litið sem ekkert til spillis. Lok pottsins er jafnframt eldfast fat og á plöt- unni undir honum er hægt að spæla egg. Lítill aukahlutur fylgir með sem gerir það að verkum að hægt er að breyta hellunni í grill. Tækið er frá verzlun H.G. Guðjónssonar í Suðurveri. Á næstunni birtum við spjall við Jóhönnu. -DS. iUpplýsingaseðiU til samanburöar á heimiiiskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun mcðal almcnnings um hvert sé mcðaltal heimiliskostnaðar fjnlskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda l i I i i i Sími I------- I Heimili l Fjöldi heimilisfólks---- ) | Kostnaður í febrúarmánuði 1982 i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað kr. A 11 o 1/r* Sendiferðabifreið Óskum eftir að kaupa nýlegan 1 til 2 tonna sendibíl með dísilvél. Upplýsingar á skrifstofutíma. Eggert Kristjánsson hf. Sundagörðum 4. sími 85300. Sundlaug Vesturbæjar Starf forstöðumanns Sundlaugar Vesturbæjar er laust til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 26. marz nk. Umsóknum sé skilað á skrifstofu íþróttaráðs Reykjavíkur, Tjarnargötu 20, þar sem frekari upplýsingar eru veittar. íþróttafulltrúi Reykjavíkur. LÍFSGLEÐIOG STARFSÁNÆGJA Állir vilja vera lífsglaðir og ánægðir í starfi. Nú er tæki- færið með því að taka þátt í Dale Carnegie starfsþjálfun og fríska upp á sjálfan sig 5 mánudagsmorgna kl. 9.15— 11.15. Námskeiðið hefst 15. mars nk. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • stjórna þínu eigin viðhorfi og finna skemmtilegu hliðarn- ar á starfinu og vera í góðu skapi, • hlusta betur og verða þakklátari einstaklingur, • svara betur i síma og muna mannanöfn, • taka á móti kvörtunum á réttan hátt og virkja eld- móðinn, • spyrja viðeigandi spurninga og starfa árangursríkara með öðru fólki. Námskeið þetta er ætlað einstaklingum, starfshópum og félögum er vilja þjálfa betur hæfileika sína. Námskeiðið byggir á áratugareynslu Dale Carnegie námskeiðanna í 56 löndum svo að þú ert í góðum höndum. Innritun og upplýsingar i síma 82411. Fjárfesting í sjálfum þér og starfsfólkinu skilar arði og betri þjónustu. — — ^ i —'— — y « 1 —: 1 .. . y Einkatéyfi á islandi STJÓRNUNARSKÖLINN hAi.t: Cahki:gi£ Konráð Adolphsson * 'XAMSKEiift* . ’ýV ' •. ..... •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.