Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. Fréttaljós Fréttaljós Fréttaljós Vík millivina/ Vatn milli liða: r DILUBOSSA RNIRI STJÓRNARRÁÐINU Marzágreiningur í ríkisstjórninni: Sumt er gleymt, annað er aðeins misskilningur og ein bryggja þeirri spurningu hvernig dæmið stæði, þannig: „Þetta er sprungið hjá þeim.” Svarið speglar raunar bæði þróun átak- anna um Helguvík innan ríkisstjórnar- innar og andblæ eða útsog gamalla væringa á milli Ólafs og Alþýðubanda- lagsmanna. Staðfesting þessara um- mæla fékkst á fundi Alþýðubandalags- ins á Hótel Borg um Helguvíkurmálið og i viðtali DV við Svavar Gestsson daginneftir. Þar lýsti Svavar þvi að Helguvíkur- málið væri ekki ástæða til stjórnarslita Flestir þekkja spakmælið sem oft er gripið til, einkum í pólitík, þegar menn vilja láta bera á gáfum sínum og mikil- leik: Þegar stórt er s|)urt, verður oft fátt um svör. A nd tæðan er þá væntanlega: Þegar fávistega er spurt verður oft margt um svör. Og þarf engan veginn að draga úr vegsemd manna í pólitík að bregðast svo greiðlega við. Eða ekki endilega. í miklum orðaflaumi undanfarið i fjölmiðlum á milli ráðherra í ríkis- stjórninni okkar og svörum við spurn- sem er þar fulltrúi Alþýðubandalags- ins. Um staðsetningu flugskýlanna sagði hann: „Kom okkur í opna skjöldu.” En það var fyrirsögn á við- tali við hann í Þjóðviljanum 5. marz. „Eldgömul frétt" Vegna ófyrirsjáanlegra nýjunga í hita stjórnmálaumræðnanna, gleymd- ist fljótt þetta flugskýlamái, þótt Þjóð- viljinn og Alþýðubandalagið rembdust legt upphaf að öðru meira í þágu varn- arliðsins. Mikill meirihluti Keflvíkinga og Njarðvikinga, og annarra Suður- nesjabúa, rennir á hinn bóginn hýru auga til þessarar vikur og frekari hafn- argerðar þar vegna hafskipaflutninga. „Þetta er sprungið hjáþeim" Um miðja vikuna var öldurnar í ríkisstjórninni aðeins farið að lægja. Þá mátti heyra Ólaf Jóhannesson svara ýmsum skilyrðum. Þar á meðal að Keflvikingar önnuðust rekstur hafnar- innar og hefðu af henni eðlilegar tekj- ur. Auk þess að þeir fengju 100 hektara af varnarsvæði út með Sandgerðisvegi til láns fyrir fiskitrönur sínar og ná- granna sinna. Og þá byrjaði líka ballið. Landamæri ogbryggja Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins i Oliugeymar fyrir ofan byggOina i Keflavik og Njarövik. Oliubirgðastöö i Helguvík er ætlað aö leysaþessa gmyma af. ingum af ýmsu tagi, er fátt bitastætl. Enda kemur fljótt í Ijós, þegar skyggnzt er yfir vígvöllinn; að kveikja allra illindanna er mest eintómur mis- skilningur. Einstaka maður og þá helzt í stétl fréllamanna hefur velt því fyrir sér og spurl næslum í alvöru, hvorl ríkis- sljórnin riðaði til falls. Mest hefur mætt á Gunnari Thoroddsen forsælis- ráðherra að svara svo stúfvilrum spurningum: „Nei.” Og eftir á að hyggja. Hver hefur óskað þess að rikis- stjórnin félli nú? Ekki stjórnarliðar, sem una völdunum eflir atvikum bæri- lega og eru ánægðir með sjálfa sig. Ekki stjórnarandstæðingar, sem telja ótímabært að ríkisstjórnin fari frá. Hún sé ekki komin nógu djúpt í fenið til þess að almenningur i landinu hafi fengið nóg og snúi sér á hina hliðina. Það hefði þvi nálgazt kraftaverk, ef ríkisstjórninnni lielði verið hætt síð- ustu daga og vikur, mest út af eintóm- um misskilningi. „Kom okkur í opna skjöldu" Það er óvíst að lesendur muni lengur eftir þvi að í upphafi þessa mánaðar gerðu Njarðvíkingar dálitið veður út af byggingu nýrra herflugvélaskýla á Keflavíkurflugvelli. Töldu þeir bygg- ingu þeirra við vesturenda austur-vest- ur brautarinnar stefna öllum heimilis- friði i Njarðvíkum i bráðan voða. Og fyrirhuguð íbúðabygging á svæðinu þar sem nú eru eldsneytisgeymar varnarliðsins þýddi nefnilega sífellt af- flug dag og nótt beint yfir Njarðvík og óþolandi „hávaðamengun”. Bæjarstjórnarmenn í Njarðvik hófu upp mótmæli og sögðust hafa vaknað upp við vondan draum. Þrátt fyrir mótmæli þeirra árum saman vegna af- flugs herflugvélanna yfir bæinn, hefði varnarliðið nú í skjóli yfirhylmingar varnarmáladeildar utanríkisráðuneytis- ins þegar hafið byggingu skotheldra flugskýla einmitt þar sem afflugið ætti upptök sín. Hefði farið heldur en ekki betur á því að byggja þau við suður- enda norður-suður brautarinnar. Af hálfu bæjarstjórnarmanna voru fyrirferðamest mótmæli Oddbergs Eiríkssonar, forseta bæjarstjórnar, nokkuð við að halda því á lofti. Þess ber að geta að enda þótt varnarsinnar í Njarðvík þögnuðu fyrr, hafði þeim þó orðið ekki minna um fréttirnar. Síðbúin eftirmæli þessa máls birtust hins vegar í DV í byrjun þessarar viku. Þá hafði blaðið leitað sem oftar til tals- manna stjórnarandstöðunnar á þingi vegna ágreinings um málefni varnar- liðsins. Er því skemmst frá því að segja, að Sighvatur Björgvinsson skýrði nú frá því að flugskýlamálið væri eldgamalt mál, „eldgömul frétt”, sem hann hefði æ oní æ birt þingheimi síðustu tvö ár og fjallað hefði verið um í fjölmiðlum. Þá benti hann á að einum helzta mót- mælanda flugskýlanna nú, Ólafi Ragn- ari Grímssyni, væri varla sjálfrátt, því hann hefði fyrir mörgum mánuðum skoðað flugskýlaframkvæmdirnar og þreifað á þeim án þess að gefa frá sér hljóð né stunu. í samtali við blaðamann DV sagði Sighvatur það algerlega útilokað, og hreinan fyrirslátt, að ráðamönnum í Njarðvík hafi ekki fyn vitnazt að flug- skýlin væru í byggingu. Þetta væri stór- framkvæmd og menn i Njarðvík, þar á meðal bæjarstjórnarmenn, væru blind- ir, ef þeir hefðu ekki orðið varir við neitt. Ólafur hýrgar upp Helguvík Flugskýlamálið var engan veginn út- rætt, þegar þau tíðindi bárust um landsbyggðina, að Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra, hefði nú ákveð- ið flutningá eldsneytisgeymum varnar- liðsins úr landi Njarðvíkur og Kefla- víkur ofan í bala nokkurn norðan næstu víkur við Keflavík, Helguvík. Þar skyldu þeir grafnir í jörð á sama hátt og flugskýlin vestan í flugvellin- um, ef Keflavíkurbær vildi leigja land fyrir nýja löndunarhöfn í Helguvik- inni. En geymunum væri ætlaður staður í jörð á varnarsvæði í Gerða- hreppi, stutl frá vikinni. Þó fór fyrst að heyrast fyrir alvöru af þessu máli eftir að bæjarstjórn Kefla- víkur hafði samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa, nema eins, að láta 13 hektara á Hólmsbergi undir hafnar- svæði og leyfa byggingu hafnar með Keflavík hafði einn greitt atkvæði gegn láninu á Helguvík. Og ráðherrar og þingmenn Alþýðubandalagsins og her- námsandstæðingar ýmsir gerðust nú heldur en ekki önugir í garð utanríkis- ráðherra. „Furðuleg vinnubrögð utanríkisráð- herra. Verzlar með land á Suðurnesj- um. Aukning á umsvifum hersins varð- ar ríkisstjórnina alla og skipulagslög,” sagði Svavar Gestsson í Þjóðviljanum 10. marz. Þá þegar hafði hann gripið til þess að setja nýja reglugerð um sam- vinnunefnd um skipulagsmál á Suður- nesjum og leyst af hólmi slíka nefnd frá 1978. Ekki stóð á svari Ólafs Jóhannesson- ar: „Hræddur um að reglurnar séu markleysa,” sagði hann í Morgunblað- inu 11. marz. Og utanríkisráðherra varði ákvörðun sína um flutning elds- neytisgeymanna og samninginn jöfnum höndum með tilvisun til gildandi laga um óskorað valdsvið sitt varðandi varnarsvæðin, þar með skipulag þeirra, og að honum hafi raunar verið falið eindæmi um ráðstöfun eldsneytisgeym- anna. Þá fyrst kastaði þó tólfunum í orra- hríð ráðherra um Helguvíkurmálið, þegar Hjörleifur Guttormsson frestaði framkvæmd samninga Orkustofnunar við hönnuði geymasvæðisins við Helguvik um rannsóknir þess, 12. marz. Boðin bárust Ólafi sem stöðvun rannsóknanna og voru greinilega skilin sem riftun samninga. Þetta kallaði hann „valdníðslu Hjörleifs” og á mánudaginn gaf hann út reglugerð um skipualgsmál á varnarsvæðunum, auk þess að hann kynnti bandarískt fyrir- tæki tilbúið til þess að taka við rann- sóknum geymasvæðisins. Ljóst er að Helguvíkuráætlun Ólafs er áætlun um að flytja þangað elds- neytisbirgðastöð varnarliðsins, sem nú er á mörkum Njarðvíkur og Kefla- víkur, og þykir þar hættuleg og til margvíslegra vandræða. Sérstök dælu- bryggja vegna þessara geyma nú er fok- in á haf út og dæling hefur fariðrfram um fiskihöfn Keflavíkinga. En það er jafn ljóst, að mestur þyrnir í augum Alþýðubandalagsmanna og herstöðva- andstæðinga er fyrirhuguð hafnargerð í Helguvík. Þar er aðdjúpt og góð að- staða og þeir telja mannvirkið hugsan-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.