Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ& VlSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. Margir landar nota nú Amerícan Express greiðslukort á ferðalögum erlendis: „Þeir sem hafa þessi kort njóta trausts —segir Pétur Björnsson hjá Útsýn, sem er með umboð fyrirgreiðslukortin ff „American Express greiðslukortið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem þurfa að ferðast mikið, til dæmis kaupsýslumenn, lækna, tæknimenn, embættismenn og aðra sem oft þurfa utan ýmissa erinda. Þetta kort er það bezta sem boðið er upp á í greiðslu- kortum og það er velþekkt um allan heim,” sagði Pétur Björnsson hjá Útsýn í spjalli um American Express greiðslukortin. Fyrir skömmu kynntum við VISA kort og nú er það American Express. Ferðaskrifstofan Útsýn er með um- boð fyrir þessi kort hérlendis. Áhugi á notkun greiðslukorta hefur vaxið mjög hérlendis siðan Seðlabankinn gaf leyfi fyrir notkun þeirra, með vissum takmörkunum þó í samræmi við þær gjaldeyrisreglur sem hér gilda. Þeir sem hafa áhuga á að verða sér úti um American Express kort geta snúið sér til Útsýnar og fengið þar umsóknareyðublað. Fyrst verður við- komandi þó að hafa aflað sér leyfís hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Þegar sótt er kort hjá American Express þarf að gefa algengar per- sónuupplýsingar, svo sem um at- vinnu, tekjur og bankaviðskipti. Umsækjendur þurfa að hafa sæmi- legar tekjur og njóta trausts í við- skiptum. Umsókn má síðan leggja inn hjá Útsýn eða senda beint til American Express í Stokkhólmi. Skrifstofan þar kannar síðan hvort upplýsingar umsækjenda eru réttar, en fimm til sex vikur tekur að af- greiða umsókn. Sé hún samþykkt þarf að greiða 60 dollara í skrán- ingargjald og ársgjald fyrir notkun kortsins er einnig 60 dollarar. Margvís/egt hagræði ,,Það er ótrúlega mikið hagræði af notkun þessara korta. Það má taka sem dæmi að með kortið í höndunum er hægt að hringja á góð hótel og panta gistingu með því að gefa upp númer á kortinu. Ekki þarf frekari staðfestingar við því ef viðkomandi sýnir sig ekki er hægt að setja trygg- ingaupphæð, sem oft er tekin, á við- komandi kortanúmer. Bókun með kortinu er örugg og sama er að segja um bókun flugfarseðla, svo dæmi séu nefnd. Einnig má geta þess að American Express velur aðeins góð hótel, traustar bílaleigur og önnur þau fyrirtæki sem taka við kortinu sem greiðsluloforði. American Ex- press kort gefur til kynna að korthafi njóti trausts og sé fær um að greiða það sem hann þarf á að halda,” sagði Pétur Björnsson. American Express setur nánast engar hömlur á notkun kortsins. Menn geta þess vegna keypt sér 10 kádiljáka vestan hafs. En þeir í Seðlabankanum væru þá fljótir að yggla sig. íslendingar sem nota kortið mega ekki láta skuldfæra hærri upphæð en nemur samtals þrjú- þúsund dollurum í hverri ferð og kortið má aðeins nota til greiðslu á venjulegum ferðakostnaði, s.s. flug- ferðum og uppihaldi. Þar sem ekléi eru sérstakar skrifstofur fyrirtækisins fara viðurkenndar ferðaskrifstofur með umboðið, sem jafnframt greiðir mjög fyrir notkun þess hvað alla ferðaþjónustu varðar. Nokkur hundmð íslendingar bera nú American Express grotðs/ukort Góð hótel um allan heim keppast við að auglýsa að þau takið við slíkum kortum. Nú, en það er ekki nóg að þeytast um heiminn og veifa korti. Menn þurfa líka að borga. Reikningar fyrir notkun kortsins eru sendir korthafa og hann fær síðan yfirfærslu í sínum gjaldeyrisbanka og sendir skrifstofu American Express. ,,Ég fullyrði að American Express er bezta greiðslukortið sem völ er á og það sem gengur víðast, til dæmis í Bandaríkjunum. Það er mikið öryggi í að hafa greiðslukort. Bæði sleppa menn þá við að bera á sér mikla pen- inga og svo er mikið öryggi í að hafa kortið ef eitthvað óvænt kemur uppá,” sagði Pétur Björnsson. -SG. Fœreyska ferjan SmyriH igjp! rikulegum ferðum Ologrra lanamu i surrmr. Smyríll byrjar feröir 25- maí Búið er að ganga frá áætlun Smyrils fyrir sumarið. Verður farið frá Seyðisfirði alla þriðjudaga frá 25. maí til 7. september. Skipið siglir til Færeyja, Noregs, Danmerkur og Skotlands. Far til Færeyja aðra leið kostar frá 770 krónum (á þilfari) og upp i 1.183 krónur þegar gist er í tveggja manna klefa. Viðkomustaðir eru Þórshöfn í Færeyjum, Bergen í Noregi, Flanst- holm í Danmörku og Scrabster á Skotlandi. Börn á aldrinum 7—14 ára greiða hálft fargjald. Margir fara með bíla sína með Smyrli og má taka sem dæmi að borga þarf 1.204 krónur fyrir venjulegan bil frá Seyðisfirði til Hanstholm. Það er ferðaskrifstofan Úrval sem er með umboð fyrir Smyril og veitir allar nánari upplýsingar. Vert er að vekja athygli á ódýrum vikuferðum til Færeyja með Smyrli dagana 25. mai, 1. og 8. júní. Ferðin kostar aðeins 1.900 krónur fyrir barn á grunnskólaaldri. Innifalið er sigling til og frá Seyðisfirði, gisting í fimm nætur á farfuglaheimili í Þórshöfn og fjórar skoðunarferðir um Færeyjar. -SG. P&0 lætur byggja nýtt farþegaskip: Smíðin kostar 85 milljónir punda Brezka skipaútgerðin P & O hefur boðið út smíði á risastóru farþega- skipi, sem mun verða eitt það glæsi- i»oasia sem sézt hefur á heimshöf- unum. Brúttóstærð skipsins verður 40 þúsund tonn. Það á að vera 224 metra langt og 29 metra breitt. Af þessum tölum má nokkuð marka Teikning af fyrirhuguðu farþegasklpl PfrO, sem t að hrýsa IJOOfatþegai lúxusíbúðum og klefum. stærð þessa risaskips. Nýja skipið er einkum ætlað til siglinga við Norður-Ameríku, Evrópu og á Kyrrahafi. Um borð verður rúm fyrir 1.200 farþega og í engu til sparað hvað aðbúnað snertir. Það var finnsk skipasmíðastöð sem átti hagstæðasta tilboðið í smíðina, Wáartsilá’s Helsinki. Upphæðin hljóðar upp á 85 milljónir sterlings- punda. Má af þessu sjá að Bretar eru þess fullvissir að tími lystiskipanna sé síður en svo liðinn undir lok. Smíð- inni á að ljúka innan fárra ára. -SG. Ferðamál Sæmundur Guðvinsson Áætlunarf lug milli Færeyja og Skotlands Skozka fiugfélagið Air Ecosse áætlar að hefja reglubundið flug milli Skotlands og Færeyja í maímán- uði. Er nú beðið eftir formlegu leyfi danskra stjórnvalda, en brezk yfir- völd hafa fyrir sitt leyti veitt félaginu heimild til flugsins. Flugfélag fslands fiaug á sínum tíma milli Vágar í Færeyjum og Glasgow, en það fiug aflagðist er Danir fóru að millilenda á Orkneyjum og hröktu þar með Flugfélagið burt af leiðinni. Air Ecosse ráðgerir að lenda í Sum- burgh á Shetlandseyjum, Wick í Norður Skotlandi,í Aberdeen. Frá Abeerden er auðvelt að komast áfram með flugi til Englands. Farseðill milli Vágar og Aberdeen mun kosta um 1.800 danskar krónur. Með afsláttarmöguleikum getur verðið farið niður i 1.300 krónur. Þá hefur Air Ecosse í hyggju að bjóða „stand by” fargjöld fyrii 730 krónur. Fargjöld til Wick og Sum- burth eru 1.000—1.500 krónur. -SG. Til Liverpool í fótspor Bítlanna Ákafir aðdáendur Bítlanna geta nú aldeilis fengið eitthvað við sitt hæfi leggi þeir leið sína til Bretlands. Hægt er að kaupa sérstaka helgarpakka í Liverpool og feta í fótspor Bitlanna þar í bæ. Við komuna er þátttakendum boð- ið til hádegisverðar og síðan farið í Cavern Mecca, sem er Bítlamiðstöðin þarna i Liverpool. Síðan rekur hver viðburðurinn annan. Farið er um hverfin sem Bítlarnir ólust upp i. Hver kannast ekki við Penny Lane og Strawberry Fields? Margt fieira er á dagskránni. „Pakkinn” kostar 39 pund og 50 pence og innifalið er gist- ing með morgunmat í tvær nætur, dinner og þjónustugjöld. Þeir sem hafa áhuga á þessu geta pantað eða skrifað eftir nánari upplýsingum til: The Tourism Development Office, Merseyside County Council, Tithe- barn House, Tithebarn Street, Liver- pool L2 2PH, England. -SG. NEWS FR0MICELAND: BLAÐAUKIUM VESTMANNAEYJAR í febrúarhefti News from Iceland er 16 síðna blaðauki í máli og myndum um Vestmannaeyjar. Þar er ágrip af sögu eyjanna, viðtal við Pál Zóphóníasson bæjarstjóra og margt fleira er að finna í þessum blaðauka. News from Iceland hefur áður látið fylgja blaðauka, til dæmis um Akur- eyri ekki alls fyrir löngu. Blaðið er gefið út á ensku og dreift víða um heim. Þetta er áttundi árgangur blaðsins, sem er ótrúlega fjölbreytt að efnisvali. Útgefandi er Iceland Review, en á bak við þessa útgáfu er Haraldur J. Hamar. Hefur hann lengi unnið mikið og merkt land- kynningarstarf með vandaðri útgáfu tímarita, blaða og bóka um ísland á erlendum málum. -SG. ilÍiÍk'iílÍliÍÍIÍlÍliiJJÍlttSiU Ifliifiiitií

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.