Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Side 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
11
Þurrkuð blóm
af öllum litum
og stærðum
— Hollenzkur sérf ræðingur kennir
handbragðið um helgina
Þurrkuð blóm og skreytingar úr
þeim, er það sem athyglin beinist að í
verzluninni Blómaval nú um helgina og
næstu viku.
Hér á landi er nú stödd ung, hollenzk
blómaskreytingakona, BertyMur, sem
vinnur að uppsetningu skreytinga og
leiðbeiningum fyrir þá sem í verzlunina
koma. Efnið er hið margvíslegasta og
sumt komið mjöglangt að. Skreytingar
úr þurrkuðum blómum hafa náð mjög
miklum vinsældum hér á landi undan-
farin ár og án efa margir sem vilja fara
og nema handbragð meistarans.
Kona þessi er ættuð frá þekktum
blómaræktarbæ í Hollandi og rekur
þar stórt fyrirtæki í samráði við eigin-
mann sinn. Selja þau mikið, bæði af
tilbúnum skreytingum og efni til
skreytinga og mun fyrirtæki þeirra vera
eitt hið stærsta sinnar tegundar í Hol-
landi. Þau hafa meðal annars selt til-
búnar skreytingar hingað til lands og
hafa þær gert mikla lukku.
Er áformað að Berty Murkomi aftui
hingað til lands í sumar til frekari leið-
beininga á þessu sviði.
-JB.
19r , jflO,- v. *
L
ISHER
VERÐ FRÁ 12.300,
MYNDSECULBAND
LÁGMÚLA 7
REYKJAVIK SIMI 85333
MADE IN JAPAN
UONVARPSBUDIN/
PRISMA