Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Síða 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
19
En þetta eru vind-
ntyllur, yðar sómi*
AfMiguelde
Cervantes, don
Kíkóta, Sankó
Pansaog
Alþýðu-
leikhúsinu
„Auðheyrt er að þú ert lítt lesinn í
ævintýrum,” svaraði don Kíkóti.
„Þetta eru tröll, feldu þig úti í móa
og liggðu þar á bæn ef þú ert
smeykur. En ég skal eiga við risana
óvæga, ójafna orrustu.”
Aö svo mæltu keyrði don Kíkóti
hestinn Rósinant sporum, án þess að
hann gæfi gaum að köllum Sankós
skjaldsveins sem aðvaraði riddarann
og kvað ekkcrt efamál að það væru
vindmyllur en ekki risar sem hann
réðist gegn. . .”
Cervantes
Jafnvel þeir sem eru lítt lesnir í
ævintýrum og öðrum bókmenntum
kannast við brjálaða riddarann á
Spáni sem sá risa í hverri vindmyllu
og hikaði ekki við að leggja til atlögu.
En hver hann var, þessi riddari, og
hvaðan hann kemur, það vita ekki
alveg allir.
Don Quixote var auðvitað alls ekki
riddari í raun og veru, þótt vissulega
væri hann höfðingi. Höfðingi af því
taginu sem hefur hengt upp sverð sitt
og fornan skjöld í takt við tímann og
lifði á Spáni. En hvernig hann varð
til, það er eiginlega önnur saga og
alveg út af fyrir sig en nátengd þó!
Höfundur hans var líka Spánverji
og hét Miguel de Cervantes, fæddur í
september árið 1547. Faðir hans var
farandlæknir og þvi kynntist Miguel
landi sínu og þjóð þegar i bernsku,
var á stöðugu flakki með foreldrum
sínum. Þó komst Miguel vel til
mennta eftir því sem bezt verður séð.
Og hann skrifaði. En — tuttugu og
eins árs gamall heyr hann einvígi á
þar til forboðnum stað, innan kon-
unglegra kastalaveggja og þá var ekki
um annað að ræða en flýja land til að
forðast þungar refsingar. Miguel de
Cervantes gekk í herinn og komst til
Ítalíu. Þar háði hann orrustur gegn
austurlenzkum heiðingjum, missti
vinstri hönd í bardaga við Leþanto,
fékk bæði stöðu- og launahækkun að
höndinni misstri og var í herdeildum
staðsettum á Sardiníu, Napoli og
annars staðar á Suður-Italíu og drakk
í sig humanisma aldarinnar og
ítalskan litteratúr.
En árið 1575, eftir 7 ára veru á
Ítalíu, sneri Cervantes heim til
Spánar. Farkosturinn var galeiðan
Sólin og lagði upp frá Napoli. En
Sólin komst ekki í spænska höfn það
sinnið því undan ströndum Suður-
Frakklands réðust sjóræningjar frá
Alsír á skipið og tóku alla innanborðs
herfangi, annaðhvort til þrælkunar
eða í lausnargjaldsgíslingu.Cervantes
mátti, þræla fimm ár í Alsír áður en
lausnin fékkst og hafði þá gert marg-
ar flóttatilraunir án árangurs. Þær
flóttatilraunir voru margar ævintýra-
legar. í einni þeirra dvaldi Cervantes
ásamt 14 kristnum munkum í helli í
vingarði og það i eina fimm mánuði,
en þá komst upp um flóttamennina.
Þótti Cervantes sýna mikinn dreng-
skap er hann neitaði, þrátt fyrir hót-
anir um pyndingar, að gefa upp nöfn
hjálparmanna. Hugrekki hans vakti
aðdáun ráðamanns Alsírs, þvílíka að
Cervantes var keyptur frá fyrri
þrælahaldara sínum fyrir hundrað
gullpeninga. Of langt yrði að segja
hér alla söguna af Alsírnauðardvöl
Cervantes og látum nægja að segja
að árið 1580 tókst loks að borga hann
lausan úr þrælkuninni. Þá hafði Cer-
vantes verið i 12 ár í útlegð frá heima-
landi sínu, Spáni.
En þar beið hans enginn rósa-
garður, hddur basl og búraunir. Hann
var um skeið í Armödunni ósigrandi,
sem Englendingar sigruðu reyndar,
enda Cervantes fjarri því gamni.
Einu sinni reyndi Cervantes að
komast til Ameríku, fyrirheitna lands
þeirra sem gæfan hafði ekki í
hávegum, en sú undankoma mistókst
honum. Hann var fangelsaður,
annaðhvort fyrir óviðurkvæm sam-
bönd við kvenfólk eða fjármála-
klandur. En hann skrifaði þrátt fyrir
það, eða e.t.v. vegna alls þessa, ljóð,
leikrit, harmleiki og gamanleiki. Og
árið 1605 kom fyrri hluti Don
Quixote út. Sagan varð strax vinsæl
og víðlesin, en gerði hvorki að bæta
fjárhag höfundar síns né virðingu
hánefjaðra gagnrýnenda fyrir
honum. önnur skáldsaga kom út árið
1613 (The Exemplary Novels) og
siðari hluti DonQuixote var fullgerð-
ur 1614 og gefinn út árið eftir. En
Cervantes lifði ekki að njóta orðstírs
bókar sinnar, hann lézt, eflaust
saddur lífdaga, þ. 23. apríl 1616. Tíu
dögum síðar lézt William nokkur
Shakespeare á Englandi og raunar
sama mánaðardag þótt síðar væri,
því í þessa daga voru dagatöl land-
anna ekki samræmd líkt og nú er.
Það er ekki tilviljun að gjarnan er
bent á þá tilviljun, að þessir tveir
jöfrar eigi sama dánardægrið. Að
flestra dómi standa þeir jafnfætis
hvor öðrum, risar aldarinnar sem
þeir lifðu á.
Don Kíkóti
Skáldsagan DonQuixote kom ekki
út á íslenzku fyrr en árið 1918, í
þýðingu Guðbergs Bergssonar.
Guðbergur kallar Quixote don Kíkóta
og skjaldsvein hans Sankó Pansa —
Sancho Panza. Annað bindi
sögunnar mun væntanlegt frá
Almenna bókafélaginu núna ein-
hvern daginn og bíða án efa margir
með öndina í hálsinum eftir fram-
haldi sögunnar, þvi að þetta er spenn-
andi saga og skemmtileg.
Söguþráðurinn vefst af tiltæki
Kíkóta, höfðingja eins og sagt var í
upphafi. Gamals höfðingja og
bókelsks höfðingja. Uppáhaldsbæk-
ur hans hafa einatt verið riddara-
sögur, frásagnir af hugrökkum,
hugprúðum sveinum sem ríða um
lönd til að berjast við risa og ill-
menni, verja heiður jómfrúa og
útbreiða riddaralegt siðgæði. Svo
mjög sökkti höfðinginn sér í bækur
af svona tagi að áður en yfir lauk
trúði hann þeim og ásetti sér að feta í
fótspor hetjanna og „mundi hann
leita ævintýra og þjálfa sig i öllu, sem
hann hafði lesið um að farandridd-
arar iðkuðu. Þannig gerðist hann þá
mannbætari, stofnaði lífi sínu í voða
og hættu — sem hann mundi þó
sigrast á — og hljóta eilíft nafn og
frægðarorð,” eins og skrifað
stendur. Og til fylgdar sér fékk Kíkóti,
því þannig skírði hann sjálfan sig upp
á nýtt riddaralegu nafni — Sankó
Pansa, ófróðan sveitamann og ein-
faldan. Og Sankó Pansa hottaðist á
ösnu sinni eftir Kíkóta og Rósnant
fáki hvert sem þeir föru, vitandi sem
var að hann átti fyrirmyndar
húsbónda, sem sá honum fyrir
hollum og viðráðanlegum verkefnum
og ætlaði að launum að gera hann að
landsstjóra yfir eylandi.
Og enn þann dag í dag, og þrátt
fyrir tímans tönn, fara þeir don
Kikóti og Sankjó Pansa um lönd á
færleikum sinum, í „óhagganlegum
eilifðarhnakk ” eins og ég sá þaö
orðað á bók fyrir skemmstu. Hvers
vegna? Tja, hvers vegna verður
skáldsaga betri en allar aðrar — eða
a.m.k. næstum því allar aðrar.
„Fyrsta nútíma-
skáídsagan"
Don Kíkóti er slungin saga, full af
kostulegum karakterum sem reynast
lesandanum ógleymanlegir fyrir
mannleika sinn og sannfæringar-
kraft. Eitt af þvi t.d. sem verður til
að don Kíkóti er oft talin fyrsta
nútímaskáldsagan er hversu
marghliða karakterarnir eru og
hvernig þeir breytast innan bókar-
innar vegna afstöðu eins til annars og
þráðarins í sögunni.
Sagan sjálf er vís og glettin, háðsk
og harmi þrungin, hlægileg, skripis-
leg og skuggaleg.. Cervantes ætlaði í
fyrstu að skrifa skopsögu um
riddarasögur og þótt verkefnið yxi í
höndum hans og yrði annað og miklu
meira, þá er skopið samt undir-
tónninn, sem alltaf heyrisl. Hinn
tónninn er þyngri, örlög riddarans
sem hélt út í heiminn í þeirri geðveiku
trú að hann gæti gert góðverk —
örlög hugsjónarmannsins don
Kíkóta. 1 geðveiki sinni velur hann
sér starf og augnamið og heldur að
hann geti mótað raunveruleikann
eftir eigin höfði. Hann getur skýrt
ósigra sina með nýjum sjálfs-
blekkingum, en smátt og smátt
verður hann þó að gefast upp gegn
raunverunni — hún stendur sem
klettur úr hafinu hvað sem hver segir
og gerir.. Hugsjónamaðurinn býður
ósigur gegn óbreytanlegum raunveru-
leikanum og mannlegu eðli.
Einhver staðar hér á undan sagði
að sagan af don Kíkóta væri spenn-
andi og skemmtileg. Hana má lesa sér
til dægrardvalar eingöngu ef vill og
oft er hún lesin á þann hátt. Börn og
unglingar hafa unun af henni. En
jafnframt er bókin heimspekileg,
djúp og umhugsunarverð. Ólíkt
heimspekilegum skáldsögum 20.
aldarinnar — Kafka, Sartre —
Mann, er don Kikóti aldrei yfirfærð
eða huglæg. Merking hennar er djúp
en tindrandi tær. Svo tær, að djúpið
sýnist nær en það er. Og Cervantes,
á dánarbeði sínum, harmaði það
hversu margir álitu hann skemmti- og
spennusagnahöfund. Hann hefði
frekar kosið að lesendur sínir köfuðu
lengra undir yfirborðið.
Vindmyllurí
Hafnarbíóinu gamla
Leikgerð sú sem Alþýðuleikhúsið
frumsýndi í gærkvöldi er eftir brezka
höfundinn James Saunders.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdótt-
ir, svið og búningar eru eftir
Messiönu Tómasdóttur, ljós hannar
David Walters, augabúnir Kíkóta
Guðrún Þorvarðardóttir, tónlist er i
eyrum Eggerts Þorleifssonar. Arnar
Jónsson leikur don Kíkóta, Borgar
Garðarsson Sankó Pansa og önnur
hlutverk eru í höndtim Bjarna
Ingvarssonar, Eggerts, Guðmundar
Ólafssonar, Helgu Jónsdóttur og
Sifjar Ragnhildardóttur og leika
þau fimm síðasttöldu 3 til 4 hlutverk
hvert, allt frá göltum og grisurn upp
eða ofan í presta og ræningja.
Þýðingu leikritsins gerði Karl
Guðmundsson.
Og þegar ég heimsótti Alþýðuleik-
húsið í Hafnarbíói fyrr í þessari viku
voru þau að æfa atriðið eina, þegar
don Kikóti sér gnæfa ófreska risa og
hyggur að eiga við þá bardaga og
svipta þá lífinu.
„Hvaða risa?” spurði Sankó
Pansa.
,,Þú sérð þá þarna með sína löngu
handleggi,” svaraði húsbóndinn.
„Sumir risar hafa næstum því
tveggja mílna víðan faðm.”
„En þetta eru vindmillur, yðar
sómi,” hrópaði Sankó Pansa og
mikið rétt hjá Borgari — það var
vindmilla á sviðinu. (Já, þeim eru
ýmsar leiðir færar þarna í
Hafnarbíóinu gamla við
Skúlagötuna). Og þá sagði Arnar:
„Auðheyrt er að þú ert litt lesin i
ævintýrum....” alveg eins og Kikóti
sagði fyrst alls á þessari blaðsiðu
Helgarblaðsins og óþarfi að byrja þar
aftur. Framhaldið er hjá Alþýðuleik-
húsinu.
Ms.