Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 21
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. trís og Valgeir voru sammála um að það værí gott að vera Islendingur i Luxemborg. Heimamenn væru opnir fyrir út- lendingum. fleira til lista lagt en veitingamennsk- an. Innréttingarnar bera vitni um næmt auga hans fyrir því skemmti- lega. Staðurinn skiptist nær í tvennt. Fremri hlutinn, þar sem kaffistofan var áður, er vinaleg bjórkrá í ,,þub” stíl. Þar er allt byggt í kringum t'lug- ið. Hlutir úr flugvélum um allt. Flug- vélaskrúfur í lofti og við setbása. Bjórinn streymir úr gamalli sjálfstýr- ingu úr „sexu”. Þá sexu átti hið merka flugfélag íscargo, sem svo mjög hefur verið í fréttum undanfar- ið. Mælitækjasamstæða úr flugvél þjónar sem rofaborð fyrir ljósin á staðnum. Útblástursrör úr þotu- hreyfli er hinn ágætasti borðfótur inni á barnum. Á veggjunum eru myndir úr íslenzkri flugsögu, margar hinar fágætustu. Og á hillu yfir barn- um eru flugmannahúfur i röðum, margar þeirra komnar langt að. „Ég er búinn að vera að safna þessu í langan tíma og enn er að bæt- ast við safnið,” sagði Valgeir.„Ég á marga vini í fluginu sem eru að senda mér eða koma með myndir og hluti.” Innri hluti Cockpit Inn er svo sjálf- ur veitingasalurinn. Þar var keilu- spilsbrautin áður. Brautin er raunar hér undir gólfinu,” segir Valgeir og sýnir okkur salinn sem tekur 80 manns í sæti. Þarna inni eru allar skreytingar tengdar sjónum. Veggir eru klæddir panel, eins og tíðkaðist í skipum hér áður, og „ekta” skips- handrið meðveggnum. Á barnum gefur hvarvctna að líta flugminjar. 1 loftinu hangir skrúfa at sexu sem Vaigeir gerði upp. DV-myndir Jóhannes Reykdal. sina. Ef sett er á stofn fyrirtæki hér sem gengur og maður sannar og sýnir að grundvöllur er fyrir rekstrinum og fólk hefur af þessu atvinnu, þá greiða yfirvöldin þér helming stofnkostnaðar til baka. Sama er upp á teningnum í ferðabransanum. Fyrstu tvö árin er fyrirtækið skattlaust, fyrir utan launaskatta. Nú, hér hefur reksturinn gengið mjög vel. Það sama gerðist hér og á Loch Ness áður, við settum met í bjórsölu”. „Það er hrein kómedía að horfa á það úr fjarlægð við hvaða aðstæður menn þurfa að búa heima. íslenzkir veitingamenn eiga heiður Er að gefast upp á að nota íslenzkt hráefni Á Cockpit Inn notar Valgeir nær eingöngu íslenzkt hráefni en er að gefast upp á því vegna ýmissa vanda- mála við flutninginn að heiman. Hann tekur dæmi um síldina. „Ef ég flyt síld að heiman má ég bara flytja hana út í 4 kílóa fötum. Íslenzka ríkið hefur einkarétt á síldarútflutningi í stærri pakkningum Ef flutt eru út 10 kiló eða meira er hún tollfrjáls, en það má ekki og því þarf ég að borga 12% toll. Ég tek of- an fyrir Erni Erlendssyni fyrir það hvernig honum hefur tekizt að flytja Auðveftað koma sór áfram ef maður sannar getusína „Það er auðvelt að koma sér á- fram hér í Lux,” segir Valgeir, „ef maður á annað borð sannar getu Setið og skeggrætt á Cockpit-Inn. Hér koma Íslendingar í Lux gjarnan saman eftir vinnu og ræða málin. 1 Íslendinganýlendunni i Lux eru 500 manns. Flcstir þeirra eru tengdir fluginu en þó hafa margir haslað sér völl upp á eigin spýtur. Borðið sem mennirnir sitja við stendur á útblástursröri af þotuhrcyfli. Sigurvin: „Ég kom hingað tíl að hjálpa Valgeiri af stað, en hér er ég nú enn.” skilið fyrir það að halda stöðunum heima opnum. Heilbrigðiseftirlitið þar er yfirgengilegt. Góð veitingahús geta ekki gengið. Ef þú ætlar að opna þar vínveitingastað þarftu eldhús sem útheimtir þrjá fjórðu af fjárfesting- unni. Þar eru útgöngudyr og klósett sett efst á listann. Hér eru gömlu hús- in látin halda sér, fólki finnst sniðugt að hverfa aftur til baka í tímann. Heima færðu ekki vínveitingaleyfi nema að hafa teppi. Hér ráða gæði staðanna verðinu. Hér er passað upp á að allt sé i lagi, skylt að hafa öll verð úti í glugga og séu ekki öll tilskil- in leyfi í lagi, þá er sektað. Hér getum við tekið um 100 manns í mat, en eldhúsið er ekki stærra en venjulegt heimiliseldhús. Heima er þetta bölvað óréttlæti, ef eldhúsið er i lagi þá mega allir selja á sania verði. út sína vöru. Það virðist enginn heima sjá hvernig við höfum farið út úr viðskiptunum við Rússland, þeir virðast hafa náð því að gera okkur viðskiptalega háða sér.” Valgeir tekur annað dæmi um út- flutninginn: „Sem dæmi um van- hugsaðan útflutning get ég nefnt sem dæmi að aðili heima flytur hingað út ferskan fisk. Það hefur komið fyrir í tvígang að ég hef verið beðinn að koma og meta fisk að heiman. Selj- landinn heima sagðist vera að selja splunkunýjan fisk en þegar hingað var komið virtist annað uppi á ten- ingnum. Sóðaskapurinn var of mik- ill, í sendingunni var meira að segja segja fullt af jarðefnum, mold og sandi, en samt hafði sendingin alla mögulega íslenzka heilbrigðisstimpla. Maður sér ekki alla vitleysuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.