Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Page 22
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. heima fyrr en maður fer að búa i burtu frá þessu öllu saman og> sérstaklega þegar maður þarf að skipta við kerfið. Annars fæ ég allt mitt hráefni að heiman frá ís- lenzkum matvælum i Hafnarfirði og þeir hafa staðið sig mjög vel. Hins vegar er mikið pappírsflóð sem mað- ur þarf í gegnum hér til að fá vöruna! Hér fer meðalmaðurinn oft út að borða, fjölskyldan minnst einu sinni í viku. Bjórinn og hvítvínið er nauð- synjavara — hér er stíft kontról svo verðið fari ekki um of upp. Bíllinn er hér líka talinn til nauð- synjavöru ásamt heimilistækjum. Hvergi eru ódýrari bilar né bensín en hér í Lux. Veitingahús hér loka gjarnan einn dag í viku, það sparar starfslið. Enn- fremur er algengt að stöðum sé lok- að, jafnvel í mánuð, meðan eigendur og starfslið fara í sumarfrí.” Talið beindist að atvinnutækifær- unum. „Við erum hér þrír kokkar að heiman sem vinnum hér. Við urðurn heldur betur klumsa þegar við lásum i blöðum heima öll lætin út af kin- versku kokkunum. Kokkastéttin er að setja sig á háan hest gagnvart út- lendingum. íslenzkir kokkar ættu að gera meira í því að leita fanga erlend- is. Okkur þætti alla vega hart að fá ekki vinnu hér.” Fer ótmðnar Ieiðir í matargerðinni Valgeir fer ótroðnar leiðir í matar- gerðinni að eigin sögn. Honum til að- stoðar er Sigurvin Gunnarsson, eins og fram kemur annars staðar á síð- unni. Valgeir fær gjarnan hugmynd- irnar en Sigurvin útfærir þær síðan. Auk þeirra Sigurvins og Valgeirs er þarna enn einn íslenzkur kokkur, Helgi Helgason. Það er hægt að taka undir með Valgeiri að hann fer ótroðnar leiðir í matargerðinni. Eitt helzta stolt hans á matseðlinum er islenzk lúða, raunar tvær útgáfur af henni. „Önnur þeirra er glóðarsteikt á ís- lenzku hraungrjóti,” segir Valgeir. „Ég fór upp i Svinahraun og tíndi í nokkra poka hraungrjót sem ég set á gasgrillið og grilla síðan lúðuna þar á. Hin uppskriftin er mín eigin upp- finning. Það er lúða ,,Gordon bleu”. Það eru lúðustykki sem sprett er í sundur og fyllt með gouda osti og smásneið af reyktri síld, velt upp úr eggi og kryddað með pipar og salti. Þetta er siðan steikt á grillinu.” Þetta er með betri réttum sem skrifari þess- ara lína hefur bragðað. ÁCockpit— Inn er skipt um mat- seðil einu sinni í mánuði. Á marz- listanum kenndi ýmissa grasa. í fordrykk var hægt að fá víkinga- blóð, svartadauða eða ákavíti. For- réttir voru margs konar. Þar mætti nefna síldarrétti, blandaða, graflax auk ýmissa sjávarrétta. Af súpum er ein úr rækjum, karrí og rjóma, auk lauksúpu. Fiskréttirnir eru sérstakir, auk lúðuréttanna sem áður voru nefndir má nefna síldarrétti sem aðalrétt, graflax, frábæran rétt úr íslenzkum hörpudiski og hrogn. Af kjötréttum má nefna lambakjöt með rækjusósu, óvenjulegan rétt en óhemju bragð- góðan, og íslenzka villigæs. Eftirrétt- ir eru klassískir en á eftir er svo hægt að fá sér „Alþingiskaffi” en það eru 2 cl brennivín, 2 cl cointreu, kafft og grófu súkkulaði stráð yftr, enginn sykur. Matseðillinn í marz er sérstakur, íslandsblað sem Valgeir lét prenta fyrir eigin reikning og dreifði á ís- lendingavikunni. Vinafólag íslands ogLux Valgeir er potturinn og pannan í vinafélagi íslands og Luxemborgar, sem stofnað var á liðnu hausti, ásamt íris Þorkelsdóttur sem vinnur hjá honum á Cockpit og þarlendum manni, Grun, sem oft hefur komið til íslands. „íslendingafélagið sem hér starfar hefur aldrei slaðið fyrir neinum kynningum á landinu. Eins hafa þær kynningar sem aðilar heima, svo sem Flugleiðir, hafa staðið fyrir ekki náð til almennings. Því fæddist hug- myndin að þeirri íslandskynningu sem nú stendur yfir (og hefur verið sagt frá hér í DV). Opinberir aðilar hér gætu eflausl haft samstarf við aðila heima. Hér er erfitt fyrir íslendinga að fá atvinnu- leyfi. Hins vegar flytjum við heima inn fólk frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Því mætti ekki eins flytja fólk héðan heim til vinnu, því hér er atvinnu- leysi, og á þann hátt liðka fyrir at- vinnu landans hér í Lux. Hér eru haldnar stórar vörusýning- ar fjórum sinnum á ári en íslending- ar sýna þeim litinn áhuga, ekki einu sinni Flugleiðir eru með.Til gamans má geta þess að rússneska flugfélagið Aeroflot, sem hingað flýgur, er yfir- leitt með stærsta básinn. Annars er það aðalsmerki íslenzkra bísnismanna að þeir eru allir í inn- tris á bak við sjálfstýringuna góðu úr sexunni, en þaðan streymir bjórinn i könnurnar. Starfsliðið hjá Valgeiri er alþjóðlegt. Hér er Stuart Wipple þjónn frá Texas að ræða við einn gestanna sem situr fyrir framan arininn i setustofuhlutanum. Fyrir ofan arininn hangir islenzka skjaldarmerkið, sömu gcrðar og skreytti stafna varðskipanna hér áður fyrr. flutningi. Ég hef hitt marga þeirra hér á ferð og gjárnan spurt þá hvað þeir flytji út! En þá verður fátt um svör.” Það er komið langt fram á kvöld þegar spjallinu við Valgeir lýkur. í millitíðinni hefur hann haft í mörgu að snúast. Koma frá sér sýnishornum af íslenzkum sjávarafurðum til París- ar, aðstoða islenzka stúlku frá sendi- ráðinu í Brussel með bilaðan bíl auk þess að sinna rekstrinum og spjalla við gestina. Ég nota tækifærið og tek helzta aðstoðarfólk hans, þau Guð- rúnu írisi Þorkelsdóttur og Sigurvin Gunnarsson tali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.