Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
öllu rafmagnskerfi veitingastofunnar er stýrt úr heljarmiklum rofaskáp sem áöur var
í svipuðu hlutverki um borö i flugvél.
Þröngt setinn bekkurinn á barnum. Yfir barnum eru lugmannahúfurnar f röðum.
Byrjaðiá Loch Ness
með Valgeiri
Bak við barinn á Cockpit Inn
stendur snaggaraleg stúlka og hand-
leikur stjórntæki gömlu sexunnar
kunnáttusamlega svo úr þeim freyðir
glitrandi öl. Hér er komin Guðrún
íris Þorkelsdóttir. íris eins og hún er
kölluð, byrjaði með Valgeiri á Loch
Ness árið 1977, þá var hún þar i eitt
ár, síðan lá leiðin suður til ísrael þar
sem hún var á kibbutz.
,,Það var vel þess virði að vera með
ísraelsmönnum segir íris,” sérstak-
lega voru friðarsamningarnir minnis-
stæðir. Það var haldið upp á þá með
mikilli hátíð en ekki hefur trúin verið
of mikil því um nóttina var vörðurinn
tvöfaldaður.”
Kom til að hjáipa
íbyrjun og er enn
Eftjr dvölina í ísrael hélt íris aftur
til Evrópu með nokkrum stoppum en
þegar til Luxemborgar var komið
voru peningarnir búnir.
„Þá frétti ég af því að Valgeir væri
kominn með þennan nýja stað og
fékk vinnu. Hér var ég síðan i
byggingarvinnu allt sumarið, skrap-
aði og málaði, og hér er ég enn.”
Iriser einn af stofnendum Vinafé-
lags íslandsog Luxog tók virkan þátt
i íslandskynningunni sem þar var
haldin þessa dagana. Hún hefur verið
að þreifa fyrir sér með innflutning á
ullarvörum frá íslandi og er umboðs-
maður Röskvu í Lux. Röskva átti
ullarvörur á tízkusýningunum á ís-
landshátíðinni ásamt Álafossi og
heiri aðilum.
„Það er slæmt að ekki er hægt að
vinna úr ullinni heima í stað þess að
flytja hana óunna út. Hér eru á
markaðr vörur að heiman. Þýzkur
maður hefur umboð fyrir Álafoss um
alla Evrópu en er einnig með á sínum
snærum þýzkt fyrirtæki, Viking, sem
er með sömu mynstur og Álafoss.
Ullin nýtur hér mikilla vinsælda og
lopapeysan er þjóðbúningur landans
hér í Lux.”
En það var nóg að gera og írisi var
ekki til setunnar boðið, gestirnir köll-
uðu.
Framnti i litlu eldhúsinu hitti ég
fyrir listakokk staðarins, Sigurvin
Gunnarsson.
,,Ég kom hér í byrjun til að
hjálpa Valla af stað, en einhvern
veginn hefur það æxlazt svo að ég er
hér enn.”
Venni, eða Sigurvin, er maður
hógvær og gefur litið út á mat-
argerðarlistina eða aðstöðuna.
Eldhúsið er á stærð við lítið heimilis-
eldhús en samt koma þaðan allt að
100 matarskammtar á kvöldi og fær
hver og einn þeirra konunglega
meðhöndlun.
Sigurvin lærði á sínum tima í
Kaupamannahöfn og þar vann hann í
nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Sviss
og þar voru þeir samtíma Valgeir og
hann. Siðar lágu leiðir þeirra saman á
Gottað vera ís-
lendingur í Lux.
Ég er sannfærður um að það eru
orð að sönnu sem þau Valgeir og íris
létu falla að gott sé að vera íslending-
ur í Lux. Luxemborgarar eru oþnir
fyrir útlendingum enda er mikið af
þeim starfandi í landinu.
Annars er veitingamaðurinn í
Cocpit-Inn, Tomas (en svo kjósa þar-
lendir að kalla hann) Vaigeir Sigurðs-
son, efni í heila bók. Hugmyndir
hans um framtíðina eru ntiklar, um
byggingu stærri staðar í Lux en okkar
Broadway. Hvað úr þeim verður er
ekki gott að segja en það á eftir að
heyrast meira frá honum í framtíð-
inni.
Ég sannreyndi það á Íslandshátíð-
inni að við eigum ekki marga jafn-
ötula talsmenn gamla Fróns í útlönd-
um eins og Valgeir er, svo óþreyt-
andi sem hann er í að gera veg Íslands
sem mestan.
Þegar ég geng út í nóttina frá
Cocpit-Inn finn ég að þar er að finna
svolitinn snert af íslandi sem ekki
verður auðveldlega þurrkaður út.
Manni finnst maður vera „heitua”
þegar þar er staldrað við. Það er vel
þess virði ef landinn á leið hjá garði
að líta þar við eina dagstund og njóta
þess sem staðurinn hefur upp á að
Séö fr»m úr vritingahdmingnum fram 4 barínn. Vinstra mcgin viö tröppurnar niöur I bjóða.
stendur áttaviti úr togara sem strandaði viö tsland. ' Jóhannes Reykdal.
Við eigum ekki marga talsmenn Islands I útlöndum sem eru eins ötulir og Valgeir.
Hér er hann aö útbýta upplýsingum um tsland á tslandskynningunni sem staöið hefur
undanfarnar tvær vikur I Luxemborg. A bak viö hann hangir 120 kilóa lúöa úr
Breiöafirðinum sem vakti mikla eftirtekt.
aðstoðarmaður hans Helgi Helgason
hafa til untráða myndi ekki hljóta
náð hjá íslenzkum reglugerðaryfir-
völdum, jafnvel ekki þótt kikirinn
væri settur fyrir blinda augað. En,
þeir félagar segja þetta góðan
vinnustað, svona sé siðurinn hér.
Eitt er víst að þeim félögum tekst
að töfra frant hinar ótrúlegu
kræsingar þótt ekki sé þar allt fyrir
augað.
,,Hér höfum við úr góðu hráefni
að spila og það gerir gæfumuninn,
segja þeir félagar að lokum.
Hótel Sögu en þar var Sigurvin yfir-
matreiðslumeistari um árabil.
Eldhúsið sem Sigurvin og