Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 32
32-
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
Tónlist um helgina
og / næstu viku
I dag syngja Árnesingakórinn og
Samkór Selfoss í Hamrahlíðarskól-
anum og hefjást tónleikarnir kl. 17.00.
Kór Tónlistarskólans í Njarðvík
heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju
kl. 16.00 í dag og á morgun þann 21.
kl. 14.00 í Sandgerði og síðan kl. 17.30
í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi.
Auk þess eru kór og hljómsveit Tón-
listarskólans i Reykjavík ásamt Rut
Magnússon með tónleika undir stjórn
Marteins Friðrikssonar í Háteigskirkju
ásunnudag kl. 17.00.
Síðan virðisl ætla að verðarólegra i
músíklífinu, utan hvað sinfóniutón-
leikar eru á sínum stað á fimmtudags-
kvöld þar sem Gunnar Kvaran leikur
m.a. Kol-Nidrei með hljómsveitinni
undir stjórn Páls Pampichler.
Eyjólfur Melsted.
Aðeins oríginal antik
ANTIK GALLERY
HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMI 35997
SÖLUSÝNIIMG UM HELGINA
Opið laugardag og sunnudag
frá ki. 10-4
Listasöfn
GALLERY LÆKJARTORG: — Kynnlng á grattk.
Ingiberg Magnússon heldur um þessar mundir
sýningu á verkum sínum i Gallery Lækjartorg. Opiö
virka daga frá kl. 10— 18, laugardaga frá kl. 14—18,
sunnudaga frá kl. 14—22. Sýningin stendur til 2!..
marz.
SAMSÝNING í Norræna húsinu: Hjörleifur Sig-
urðsson og Snorri Sveinn Friöriksson opna samsýn-l
ingu í Norræna húsinu klukkan 15.00 á laugardag og
mun hún standa fram til næstu mánaðamóta.
NÝLISTASAFNIÐ — Þór Elías Pálsson sýnir.
Hann sýnir þar 5 verk, 4 myndlistaverk unnin í Ijós-
myndir og eru samansett úr fleiri en einni Ijósmynd,
svo og eitt hljóðverk. Þór lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1978 og hefur nú undan-
farin þrjú ár stundað nám i Hollandi.
Sýningin er opin daglega frá 16— 22 og frá 14—22
um helgar.
Galleri 32: Á laugardag opnar Sveinn Eggertsson
sýningu á olíu- og vatnslitamyndum.
Listasafn ASÍ: Hjálmar Þorsteinsson frá Akranesi
sýnir olíu- og vatnslitamyndir.
Gallerí Langbrók: Sýning á málverkum Brian Pilk-
ington lýkur á laugardag, en á mánudag opnar sýn-
ing á verkum einnar Langbrókarinnar.
Llstmunahúsið: „Gengið i smiðju” heitir sýning,
þar sem íslenzkir gullsmiðir sýna. Skúlptúr, skart-
gripir o.fl. Sýningin er opin kl. 10—18 á virkum
dögum, nema á mánudögum. Þá er lokað. Um helg-
ar eropið kl. 14—22.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Safnið er
opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl.
14—16.
Mokka: Stefán frá Möðrudal sýnir olíu- og vatns-
litamyndir.
Torfan: Sýning á ijósmyndum frá starfsemi Alþýðu-
leikhússins.
RAUÐA HUSIÐ AKUREYRI: Guðrún Auðuns-
dóttir og Guðbergur Auðunsson hafa opnað sýningu
á textílverkum ásamt collage myndum og
tréskúlptúr. Sýningin er opin daglega frá klukkan
16.00—20.00.
MINNINGARSÝNING á verkum Ragnheiðar Ream
verður opnuö á laugardag á Kjarvalsstöðum. Ragn-
heiður starfaði lengsturn i Bandaríkjunum en hafði
tekið þátt i ófáum sýningum hérlendis.
Tónlist
Félagsstofnun
stúdenta
verður með jasskvöld í stúdentakjallaranum á
sunnudögum frá kl. 21.00—23.30. Fram koma:
Guðmundur Ingason, píanó, Pálmi Gunnarsson
bassi, Sigurður Jónsson trommur, og gestir þeirra.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestrar
Dr. Z.A. Pelczynski, kennari í stjórnmálafræði í
Oxfordháskóla, flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði
heimspekideildar Háskóla íslands nú um helgina.
Fyrri fyrirlesturinn fjallar um frelsishugtakið í heim-
speki Hegels og nefnist: ..Freedom and Communitv
in Hegel’s Political Philosophy”. Verður hann flutt-
ur laugardaginn 20. marz 1982 kl. 15.00 í stofu I0l í
Lögbergi. í síðari fyrirlestrinum fjallar dr. Pel-
czynski um aðdragandann að setningu herlaga í Pól-
landi. Nefnist hann: „What went wrong in
Poland?” og verður fluttur á sunnudag, 21. marz,
kl. 14.00 í hátíðarsal háskólans.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.
öllum er heimill aðgangur.
Ferðalög
Útivistarferðir
Sunnudagur 21. marz kl. 13.00: 1. Stardalur —
Tröllafoss. Sjáið fossinn í klakaböndum. Verð 70
kr.
2. Skíðaganga á Mosfeilsheiði. Fararstjóri Þorleifur
Guðmundsson. Verð 70 kr.
Þriðjudagur 23. marz kl. 20.30: Myndakvöld að Ás-
vallagötu 1. Myndir af Reykjanesfólkvangi og víðar.
Góðar kaffiveitingar.
Árshátíð i Skiðaskálanum i Hveradölum laugar-
daginn 27. marz. Kalt borð. Skemmtiatriði.
Sjáumst!
Upplýsingar á skrifst. Lækjargötu 6a, simi 14606.
Samkomur
Stórgrísaveizla
á Broadway
Á sunnudagskvöldið stendur Ferðaskrifstofan Útsýn^
fyrir „stórgrísaveizlu” á Broadway. t þessu tilefni
verða sett upp iangborð, svo að myndist dæmigert
andrúmsloft spánskrar grísaveizlu.
Húsið verður opnað kl. 19.00 og verða gestir
boðnir velkomnir með fordrykk. Spánarferðir
Útsýnar verða sértaklega kynntar á þessu kvöldi, en
Útsýn hefur á boðstólum ferðir til Mallorca og
tveggja staða á Costa Del Sol, þ.e. Torremolinos og
Marbella.
Framreiddur verður sérstakur grísaveizluréttur að
hætti Spánverja. Nýstofnuð hljómsveit örvar
Kristjánssonar mun sjá um að koma öllum i veizlu-
skap. Á dagskrá verða siðan fjölmörg vönduð
skemmtiatriði. öllum gestum kvöldsins gefst kostur
á að taka þátt í bingói, happdrætti og getraun, en
vinningar eru samtals sex ferðavinningar til sólar-
landa sem dregið verður úr um kvöldið.
Frá því að Útsýnarkvöld hófust á Broadway í
janúar sl. hefur fjöldi gesta verið á bilinu 800 til 1200
manns í hvert sinn, sem ber vott um glæsileik þess-
ara skemmtana.
Tapað -fundið
Hefur einhver tapað lyklakippu með 10
lyklum? Lyklar hafa fundizt i Skrif-
vélinni Suðurlandsbraut 12, sími
85277.
Hjálp! Hafið þið séð eða orðið vör við
Tiswin, sem er frekar stór og loðinn
köttur, svartur með hvíta bringu,
vinsamlegast látið þá vita í síma 84436
eða 12705.
Messur
ANTIK GALLERY
MIÐBÆ -
HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMI 35997
Hafnarfjarðarkirkja: Messa klukkan
14.00. Altarisganga.
Afmæli
70 ára er í dag, 21. marz, frú Dagrún
Friðfinnsdóttir til heimilis að
Mávabraut 11 b, Keflavík. Hún verður
að heiman í dag.
Þjónustuauglýsingar //
Jarðvinna - vélaleiga
MURBROT-FLEYQUN
MEÐ VÖKVAPRESSU
HLJÓÐLÁTT RYKLAUST
! KJARNABORUN!
NjðN HiNimw, Váteltlyi
SIMI 77770 OG 78410
Garðyrkja
Húsdýraáburður
^ Dreift ef óskað er, sanngjarnt
verð.
Einnig tilboð.
Guðmundur, sími 77045 og 72686.
Ennfremur trjáklippingar.
Verzlun
auáturlHtófe unbrabcrnlb
| JasmÍR fef
k Grettisqötu 64 S: 11625
2 Rýmingarsala
Allur fatnaður á niðursettu verði, kjólar á 200—300 kr.,
2 blússur á 90—120 kr., pils á 175 kr., vesti (vatteruð) á kr.
2 150, kjóll+ vesti (sett) á 400 kr., klútar 20—40 kr., pils +
blússa (sett) á 300 kr., pils + blússa + vesti (sett) á 500 kr. og
Z margt fleira. 25% afsláttur af metravöru. Einnig mikið úr-
W val austurlenzkra handunninna listmuna og skrautvara til
S heimiiisprýði og gjafa.
OPIÐ A LAUGARDÖGUM.
attótunotók unðraberðlb
Þjónusta
TIL AUGLÝSENDA
SMÁ-AUGL ÝSINGADEILD
Dagb/aðsins €t Vísis
er í ÞVERHOLT111
og síminn er27022.
Tekið er á móti auglýsingum
mánudaga—föstudaga frá kl. 9—22
/augardaga frá ki. 9—14
sunnudaga frá kl. 14—22.
IBIAÐIÐ1
&