Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAl 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur E Btóm og handskorin kerti i Breiðhoíti Kolfinna Guðmundsdóttir og Hlöðver Sigurðsson í nýju verzluninni Blóm og kerti við Eddufell. DV myndir: GVA „F.g hef baratíumínúturtil að skera hverl kerli, aður en það kolnar — þá verð ég að hætla, þar sem ég er stödd,” segir Kolfinna Guðmunds- dóttir og her sig faglega við hand- skurð á stóru, fallegu kerti. „Það skemmtilega við þessi kerti er að þau brenna þannig að glampinn kemur í gegnum útskurðinn.” Orð að sönnu hjá Kolfinnu. Á laugardegi til lukku fyrir rúmri viku opnuðu Kolfinna og maður hennar Hlöðver Sigurðsson nýja verzlun að Eddufelli 2 i Breiðholti. Heitir verzlunin Blóm og kerti. Við þangað að forvitnast. Satt að segja veit ég ekki við hverju ég bjóst, en allavega ekki þvi sem fyrir augum blasti. Það voru kerti í öllum regnbogans litum og stærðum í hillunum. í verzluninni var hópur fólks í kringum Kolfinnu, þar sem hún sat og skar út kerti og útskýrði um leið vinnu sína. Kertin í verzlun- inni eru búin til á staðnum af þeim hjónum og handskorin, sem gerir þau töluvert frábrugðin öðrum kertum. „Við byrjuðum árið 1976 að kynna okkur kertagcrð og höfum víða leitað og lært,” svöruðu Kolfinna og Hlöð- ver, því að auðvitað létblnt spurn- ingarnar dynja á þeim. „Uppruna- lega kemur þessi listiðn frá England; og er iiiðvitað riunduð víða um hein Viðhöfðumupp i, mjög færum kennui ;im i Baiid.u ikjunum, sem viA stunduðum nám hjá á síðasta ári. í þessari grein er endalaust hægt að bæta við sig, seint sem maður telur sig fullnuma. Tveir kennarar okkar frá Bandaríkjunum komu hingað til lands og unnu kerti með okkur fyrir opnunina. Það sem er hér í búðinni er unnið á einum mánuði af fjórum að- ilum sem lögðu jafnvel nótt við dag i þá tekur Kolfinna til viö útskurðinn, og viðskiptavinir fylgjast með verkinu. vinnu.” Þegar kertin hafa verið mótuð er þeim dyfið i fljótandi vax, fyrst heitt og svo kalt. Hlöðver sýnir okkur hér kerti, sem sérstaklega var pantað fyrir verðandi stúdent. Kertið er skreytt með stúdentshúfu og viðeigandi áletrun vegna tilefnisins. : ■ ! W i Flytjainn vaxb/önduna Kolfinna og Hlöðver flytja inn sér- staka vaxblöndu sem þau nota í kert- in, en verkið vinna þau frá grunni. Réttara er víst að segja í þessu tilfelli frá kveik. Þegar kertið hefur verið mótað er þvídyfiðí heitt fljótandi vax óg síðan kalt vax, 30—40 sinnum hverju kerti. Við visst hitastig er kert- ið síðan handskorið með sérstökum hnifum. Skurðurinn má ekki taka nema nokkrar mínútur, eins og Kol- finna segir frá í upphafi. Þegar hand- skurðinum er lokiö er hverju kerti dyfið aftur í fljótandi vax, fyrst heitt og síðan kalt. Við fyrstu sýn virðist kertið vera hjúpað hörðum glerungi, en það er lokameðferðin í heita og kalda vaxinu sem myndar „glerung- inn”. Kerti þessi upplitast ekki og brenna mjög vel. f verzluninni „Blóm og kerti” er fleira á boðstólum, að sjálfsögðu blóm eins og nafnið bendir til og einnig postulín, handmálað af Elínu Guðjónsdóttur listakonu. Kertin eru af misjöfnum stærðum, minnstu kosta 10—15 krónur stykkið, en þau stærstu og dýrustu 320 krónur. „Þó að kveikurinn brenni niður hefur kertið eftir sem áður notagildi. Það má setja í það flotkerti til að lengja lífdaga þess,” sagði Kolfinna. Þegar hugvit og handíð haldast í hendur, eins og handverk hjónanna Kolfinnu og Hlöðvers ber vott um, verður útkoman bæði skemmtileg og til ánægjuauka. -ÞG HUGVITOG HANDÍÐ:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.