Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 8
□□□□□□]□□□□□□□□□□□□□□□□□ 8 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. TIL SÖLU 7 rúmlesta fískibátur, smíðaár 1978, er með nýrri aðalvél. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs í síma 28055 og hjá Valdimar Einarssyni i síma 33954. Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði fyrir 18. maí nk. Fiskveiðasjóður íslands. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 ClDDDIIDDDDDDDDDDDPDDDDDDDDDDODDDDDQDDDDDDnODDD VIDEOMIÐSTÖÐIN Laugavegi 27, 101 Reykjavik, VHS, Beta, V-2000, videotæki og sjónvörp. Opiö kl. 12—21 alla daga nema laugardaga kl. 12—18. Lokað sunnudaga. Nýir félagar velkomnir. Ekkert klúbbgjald. Sími 14415. D D D D D D D D □ D D D □DDDaDaaaaaDDaaDDDaaaDaaaaDaaaaaDDDaaaaaDaaDa LADA þjónusta Almennar viðgerðir og stillingar. BÍLAVERKSTÆÐIÐ -= BÍLTAK =- Skemmuvegi 24 - Kópavogi Sími 7-32-50 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK—82020. 132 kV Suðurlína, þverslár. 2762 stk. fúavarðar þverslár úr samanlímdu tré. Opnunardagur: þriðjudagur 1. júní 1982 kl. 14:00. RARIK—82026. 132 kV Suðurlína, jarðvinna, svæði 6. í verkinu felst jarðvinna og annar frágangur við undirstöður og stagfestur ásamt flutningi á for- steyptum einingum o.fl. frá birgðastöð innan verksvæðis og lagningu vegslóða. Verksvæðið er frá Sigölduvirkjun, sunnan Tungnaár að Tungnaá við Blautaver um 16,5 km. Mastrafjöldi er 57. Verki skal ljúka l.sept. 1982 Opnunardagur: mánudagur 24. maí 1982. kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafma'gnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 3. maí 1982. Verð útboðsgagna: RARIK—82020 kr. 25 hvert eintak RARIK—82026 kr. 200 hvert eintak. Rcykjavík 30.04. '82. Rafmagnsveitur ríkisins Útlönd Útlönd Útlönd Flugher Argentínu telur sig hafa grandad nokkrum brezkum flugvélum en Bretar segja að argentínskar hafi veriö skotnar niöur og þar af ein af Argentínumönnum sjálfum. Kafbátsárás á her- skip Argentínu —Hlé á átökum eftir árásina um helgina Hernámslið Argentínu á Falklands- eyjum var í viðbragðsstöðu í morgun því að búizt var við nýrri árás brezka flotans þótt allt hefði verið tíðindalaust f gær. En á meðan 1. maí var minnzt með hátíðahöldum víða um heim, höfðu brezk herskip haldið uppi stórskotahríð á hemámsliðið og brezkar herflugvélar gert loftárásir á flugvöllinn við Port Stanley. Er flugvöllurinn sagður ónot- hæfur vegna sprengigíga. Annar flugvöllur var einnig skemmdur. Snemma í gærmorgun sendi brezkur kafbátur argentínskri hersnekkju tundurskeyti sem sagt er að hafi laskað hana töluvert. í Buenos Aires var sagt að hersnekkjan hefði verið utan þeirra 200 mílna marka, sem Bretar hafa lýst stríðssvæði. Raunar höfðu sömu heimildir haldið því fram að fimm Harrier-þotur Breta hefðu verið skotnar niður á laugar- daginn. Það hefur nú verið minnkað niður í tvær skotnar niður með vissu og tvær laskaðar og hugsanlega grandað. ,Um leið er sagt að sprengja hafi hæft brezka freigátu og stórlaskað hana en tvö brezk herskip til viðbótar hafi orðið fyrir minni háttar skemmdum. Bretar hafa aðra sögu að segja og sömuleiðis halda erlendir fréttamenn, sem eru um borð í brezku her- skipunum, að engin herþota Breta hafi orðið fyrir tjóni utan ein sem lenti með eitt kúlugat í stéli. Einn tundurspillir og tvær freigátur höfðu verið látin halda uppi stórsKota- hríð á bækistöðvar hernámsliðsins við flugvöllinn hjá Port Stanley. Argentínskar herþotur, aðallega af Mirage-gerð, gerðu árás og ollu aðeins minni háttar skemmdum á tveim skipanna. Einn sjóliði særðist af sprengjubroti. Bretarnir segjast hafa skotið niður tvær Mirage-þotur og eina Canberra- sprengjuflugvél, en þriðju Mirage- þotuna hafi hernámsliðið við Port Stanley skotið niður sjálft í misgripum. Engirsamningar viðskæruliða Alvaro Magana, sem er bankastjóri og óflokksbundinn, hefur nú tekið við forsetaembættinu í E1 Salvador. Hann hefur heitið því að vinna að lausn á pólitískum deilum sem hafa leitt til dauða 30.000 manna á tæplega þremur árum. Hann hyggst þó ekki ganga til samninga við vinstrisinnaða skæruliða í því skyni að binda enda á tveggja ára borgarastyrjöld. Magana (56 ára) tók við völdum af Jose Napoleon Duarte, kristilegum demókrata sem hefur stjórnað landinu með stuðningi Bandaríkjamanna í 2 1/2 ár. í hinni fyrstu opinberu ræðu sinni sagði hann þingfulltrúum og sjónvarps- áhorfendum að hann ætlaði að eyða hverjum degi stjórnartíðar sinnar til að tryggja frið í E1 Salvador en þar búa fimm milljónir manna. Karpov og Andersson deildu verðlaununum Karopv og Andersson frá Svíþjóð skiptu með sér 1. og 2. verðlaunum ($10.000) stórmeistaramótsins í London en því lauk um helgina. Þeir fengu8 1/2 vinningá 13 skákum. í siðustu umferð sigraði Karpov Spassky og hafði þó Karpov svart. Andersson vann Mestel en fyrr í þeirri skák hafði Mestel yfirsézt vinningsleið. Þriðji í þessu móti var Yasser Seirawan frá Bandaríkjunum, sem margir segja þann efnilegasta er USA hefur eignazt, síðan Fischer hætti að tefla. Hann fékk 8 vinninga og vann í mótinu bæði Karpov og Portisch, sem var í efsta sæti allt mótið fram að næstsiðustu umferð. í 4.—7. sæti enduðu Timman, Portisch, Ljubojevic og Speelman með 7 vinninga hver. í 8.—9. voru Spassky og Miles. 10. var Geller. 11. Nunn. 12.—13. Mestel og Christian- sen með 5 vinninga og Nigel Short, sem gerði jafntefli við Karpov i fyrstu umferð mótsins, rak lestina með 3 1/2 vinning. Fangi lifði lúxuslíf i um helgar Fangelsislíf er sjaldnast spennandi og því hikaði 38 ára gamall Svíi ei við að bæta sér upp öll leiðindin er hann fékk helgarleyfi, en hann hafði verið dæmdur til 2 1/2 árs fangelsisvistar. Eini gallinn á uppbótinni hans er sá að aðrir verða að borga brúsann. Maðurinn hefur nefnilega tíðkað það síðan 1979 að leigja sér svítur yfir helgina á dýrum hótelum í Kaup- mannahöfn eins og Sheraton, Scandinavia og Royal. Hann var einnig vandur að leigja sér Kádílják og einka- bílstjóra en greiddi að sjálfsögðu aldrei reikningasína. Svíinn lenti loks i dómstólum Kaup- mannahafnar vegna stuldar á tékka, en honum stal hann til að greiða helgar- dvöl á Hótel Weber í Kaupmannahöfn. Var lögreglunni ekki kunnugt um önnur helgarævintýri hans fyrr en hann skýrði þeim sjálfur frá öllu saman í sambandi við tékkastuldinn og sagði hann þó að hann hefði átt unaðslegan tíma á hótelum þessum. Hafréttarsáttmálinn kominn í lokahöfn Forseti hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sagði um helgina að reyndu námafélög Vesturlanda að vinna auðlindir hafsbotnsins utan ramma nýju hafréttarlaganna, mundi hann reyna að stöðva þau með tilstilli alþjóðadómstólsins. Tommy Koh, sendiherra frá Singa- pore, sagði þetta á blaðamannafundi sem haldinn var eftir að hafréttar- ráðstefnan samþykkti með 130 atkvæðum gegn 4 (17 sátu hjá) hafréttarsáttmálann. Meðal þeirra sem atkvæði greiddu gegn voru Bandaríkin en Bretar og V- Þjóðverjar voru meðal þeirra sem sátu hjá. Undirritun sáttmálans bíður ráð- stefnunnar í Caracas, sem fyrirhuguð er undir lok þessa árs, en áður en sáttmálinn tekur gildi eiga einstök ríki eftir að samþykkja hann og undirrita, og getur það tekið nokkur ár. En löngu áður en sáttmálinn tekur að fullu gildi verður hann orðinn stefnumarkandi í milliríkjaviðskiptum og alþjóðarétti og hefur uppkastið raunar verið það um nokkur ár. Flugræningjarnir Flugráninu i Hondúras lauk á laugardaginn þegar flugræningjarnir, fjórir vinstrisinna skæruliðar, létu síðustu gísla sína lausa fyrir að fá að fara frjálsir ferða sinna til Kúbu. Féllu þeir frá kröfum sínum um lausnargjald og lausn nær 40 pólitiskra fanga. Nokkrum stundum áður en þeir gáfust upp höfðu 9 farþeganna brotið rúðu í flugvélinni, smogið þar út og hlaupið í skjól. Skutu skæruliðarnir á eftir þeim en hermenn á flugvellinum héldu þeim í skefjum með kúlnahríð. Eftir það voru aðeins 13 farþegar eftir í hópi gislanna og virðast skæru- liðarnir þá hafa misst móðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.