Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 20
 fOO! » r C1: * mpiu .9 ain f fqr>Arr SPARIÐ tugþúsundir 1 Endurryðvörn á 2ja ára f resti RYÐVÖRN SF. Smiðshöfða 1 Sími30945 « Sparið þúndir króna með mótor- og hjólastillingu einu sinni á ári VBÍL úk BÍLASKOÐUN &STILLING S ta-mo! Hátúni 2 A. SUmplagerQ FélaosprentsmlOluimap M. Spítalastíg 10—Simi 11640 NÝ SENDING AF HINUM VÖNDUÐU HERRASKÚM FRA MANZ framleiddir úr bezta fáanlegu skinni og m/leðursóla. Domus Medica. Sími 18519. Þýzk gœöaframleiðsla. OSISbeige, kr. 631.00 2440rauðbrúnir, kr. 585.00 3197 svartir, kr. 675.00 ésamt fleiri gerðum. DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. RokkfReykjavik STUNDUM BANNAÐ 06 STUNDUM EKKI Það hefur ekki lítið gengið á í sam- bandi við heimildarkvikmyndina Rokk í Reykjavík nú að undanförnu. Eins og alþjóð veit gerðu kvikmyndaeftirlits- menn sér lítið fyrir og bönnuðu mynd- ina innan 14 ára vegna þess að tónlist- armenn, sem fram koma í myndinni, tala að mati eftirlitsmanna heldur glannalega um vímugjafa. Og þar með tókst þeim háu herrum og frúm að úti- loka fjöldann allan af krökkum, sem fyrir aldurs sakir komast ekki á helm- inginn af þeim tónleikum sem haldnir eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu mán- aðarlega, frá myndinni. Það á víst ekki að skipta máli hvort myndin er innlend eða erlend sem þeim þóknast að banna, allavega var kvikmyndin Hárið (Hair) sýnd hér fyrir ári og víst var hún einn allsherjar lofsöngur um vímugjafa en hún var ekki bönnuð. Nýjustu fréttir herma að búið sér að klippa þessi umdeildu atriði úr mynd- inni og bannið sé komið niður i tólf ára. Mér er spurn: Hvað í andskotan- um á þetta að þýða, eru kvikmyndaeft- irlitsmenn alveg hringsjóðandi bandvit- lausir? En nóg um það. Út er komið albúm sem hefur að geyma tvær LP-plötur með lögum úr myndinni og meira til, alls þrjátiu og þrjú lög með tuttugu hljómsveitum, ef tala má um Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða sem hljómsveit. Upptakan á þessum plötum er misjöfn að gæðum enda engu breytt frá því sem er í myndinni. Nokkrar af þessum hljómsveitum hafa ekki enn gefið út efni sitt og eru því þessar plötur kær- komnar. Svo að minnzt sé á nokkur lög, sem ekki hafa komið út, er Ó Reykjavík (sem virðist ætla að verða nokkuð vinsælt ef marka má söngl leik- manna) með hljómsveitinni Vonbrigði, Lollipops með Sjálfsfróun, Hrollur með Tappa tíkarrass (Björk Guðmundsdóttir er super söngkona) og lög Q4U og Jonee Jonee. Lag Bruna B.B. á ekki heima á plötunni en aftur á móti er atriði gerningagrúppunnar eitt það eftirminniiegasta úr myndinni. Hins vegar ég ég erfitt með að melta Mogo Homo. Annað efni á plötunni er þegar kom- ið út, eða hér um bil, eins og t.d. lög Bodies, EGÓsins.Fræbbblanna, Purrks Pillnikks, Þursanna og fleiri. Þó er ein hljómsveit sem ber höfuð og herðar yf- ir aðrir en það er hljómsveitin Þeyr sem kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum með framlag sitt, Rúdolf, sem áður hefur komið út á plötu, og Killer boogie. Þessi lög eru þau beztu á plöt- unni og þó víðar væri leitað. Þegar á heildina er litið er þetta allra vænsta plata eða plötur og á kvik- myndafélagið Hugrenningur þakkir skildar fyrir bæði kvikmyndina og plöturnar. Albúmið sómir sér vel í plötusafni heimilisins. P.S.: Allir gegn kvikmyndaeftirliti. -OVJ. Mike Oldfield—Five Mites Out: Ekki lengur frum- legur en góður samt Mike Oldfield er um margt anzi sér- kennilegur náungi. Hann fæddist árið 1953 í Reading á Englandi og fjórtán ára gamall stofnaði hann söngdúett með systur sinni, Sally. Nokkru síðar gekk hann til liðs við hljómsveitina Barefeet en árið 1971 skipti hann yfír til The Whole World (þar sem Kevin Ayers var í fararbroddi). En svo ákvað Oldfield að fara sínar eigin leiðir. Hann gerði samning við hið nýstofn- aða plötufyrirtæki Virgin árið 1972 og gaf út verkið Tubular Bells sem hefur náð aldeilis ævintýralegum vinsældum. Og síðan hefur Oldfield verið einn virt- asti tónlistarmaður poppheimsins. Oldfield hafði það fyrir sið í fyrstu að sjá um allan hljóðfæraleik á plötum sínum sjálfur en nú er af sem áður var. Þar kenndi margra grasa og þau voru fá hljóðfærin sem Oldfield greip ekki í og lék á af stakri snilld. Hann hélt sig fjarri heimsins glaumi og dvaldi löng- um við hljóðfæraleik, tónsmíðar og upptökur í eigin stúdiói. Og tónlist hans var einstök: löng tónverk þar sem þrætt var á milli klassískrar tónlistar og popps, jafnvel brá fyrir köflum sem myndu fiokkast undir tölvutónlist. En platan Platinium, sem út kom ár- ið 1979 markaði að nokkru leyti þátta- skil á ferli Oldfields. Poppið varð mun stærri áhrifavaldur en áður. Það var tímanna tákn að á plötunni QE2 frá 1980 var að finna Abba-lagið Arrival í nýrri og frábærri útsetningu. Þrátt fyrir þessa stefnubreytingu hélt Old- field mörgum fyrri sérkennum. Og nú er komin út enn ein platan með Mike Oldfield og hún er beint framhald af QE2. Five Miles Out nefnist nýja platan en samnefnt lag hefur náð nokkrum vin- sældum í Bretlandi á síðustu vikum. Á þessari plötu er ekki hægt að finna neitt nýtt og ferskt og að vissu leyti má merkja tónlistarlega stöðnun. Fyrri hlið plötunnar geymir tónverkið Taur- us 2 en eitt laganna á QE2 hét einmitt Taurus 1. Á hlið tvö eru fimm lög, þar af tvö púra danslög (titillagið og Family Man) og verður það að teljast nýtt fyrirbæri hvað Oldfield varðar. Kappinn þenur nú raddböndin í fyrsta sinn í gegnum einhverja maskínu að vísu og er þar ekki um ýkja merkilegt framlag að ræða. Fyrir þá sem á annað borð þekkjast tónlist Oldfields er platan nýja ágætur fengur í safnið. Og tónlist hans stendur alltaf fyrir sínu þótt hún sé í sjálfu sér hætt að vera eins frumleg og hún var hér áður. Five Miles Out er góð og vönduð plata með frábærum tónlistar- manni. -TT HaircutlOO— Pelican West: Poppað hætti heimsins Smekkur manna á tónlist er sem betur fer ákaflega misjafn. Að vera hallur undir popp merkir ekki endilega að vera hallur undir Egó og Abba, svo dæmi séu tekin. Poppið er fjölskrúðug- ur akur þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, stefnur og straumar eru mjög blandaðar í popp- tónlist og landamerki lítt afmörkuð. Gróska er mikil um þetta leyti á sviði poppsins og innan þess víðtæka hugtaks þrífast mjög ólík viðhorf til tónlistarinnar. Hér höfum við dæmi um unga brezka hljómsveit, Haircut 100, sem býður upp á einkar geðfellda tónlist og hefur fengið lofsamlegar umsagnir í brezku pressunni fyrir þessa fyrstu breiðskífu sína. Haircut 100 fær að blómstra í því frjálslyndi sem nú 'ríkir 1 viðhorfum til poppsins; fyrir fám árum, þegar pönkbylgjan reis sem hæst, er óhugsandi að hljómsveit á borð við Haircut 100 hefði fengið tæki- færi. Hér er að sönnu slegið á létta strengi, tónlistin vel danshæf og efni- viðurinn er sóttur í ýmsar gamlar kistur, jafnvel glatkistur, en mest ber þó á áhrifum frá brezkri dægurtónlist á sjöunda áratugnum. Sérdeilis hrífandi notkun á blásturshljóðfærum á djass- lega vísu, ásamt tilfinningaríkum saxó- fónsólóum, setur mikinn svip á plötuna og eykur ótvírætt gjldi hennar. Þá eru ótalin pönkáhrif sem varast ber að gera lítið úr; ,,hit”-lögin þeirra tvö af þessari plötu, Favourite Shirts (Boy Meets Girl) og Love Plus One eru bæði af þessu tagi og nýja smáskífan með laginu Fantastic Day einnig. Það þarf kunnáttu og hugvitssemi til þess að framleiða tónlist þar sem leitað er fanga á jafnólíkum miðum, að ekki Hljómplötur sé nú talað um þegar það er gert með slíkum snilldarbrag og hér. Að semja melódíu er aðeins Iítill hluti af lagi, búningur þess og uppbygging skiptir ekki síður máli — og það er einmitt á þessu sviði sem Haircut 100 sýnir í senn frumleika, dirfsku og snilli. Geysilegar framfarir hafa orðið bara síð.ustu misseri hvað útsetningar á dægurtónlist áhærir og pródúser Haircut 100, Bobby Sargeant, á vísast stóran þátt í því hversu vel hefur tekizt með þessa frum- raun hljómsveitarinnar. í þeim efnum hefur diskótónlistin verið mönnum hjálpleg en það er annar handleggur. Einhver orðaði það svo haglega að Haircut 100 væri skipuð „heimilis- legum diskógæjum”. Að sönnu er tón- listin danshæf, þó rokkið ráði ferðinni, en hér er fremur vísun í klæðaburðinn. Þetta eru mjög snyrtilegir strákar, vel til hafðir, í heimaprjónuðum peysum og nánast klipptir samkvæmt gömlu herraklippingunni, eins og raunar nafn hljómsveitarinnar gefur til kynna. Þessi plata hefur verið lofuð, jafnvel oflofuð, hún er auðvitað byrjendaverk og ef til vill sumpart dæmd út frá því. Engu að síður er hún fantagóð og frísk- legra popp er í felum, ef það er þá til. Beztulög: Milk Film, Love Plus One, Surprise Me Again. -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.