Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 3 MAÍ 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið 45 Sv^ LEIKBITALA GNIR OG ÁFENG UÓÐ „Ég vissi ekki fyrr en ég var búinn að yrkja þessi ljóð á nokkrum dögum — einhver gerjun fór I gang. Ég veit þó ekki hvort ljóðin eru áfeng, sumir fá höfuðverk af vini, en aðrir gleðjast,” sagði Thor Vilhjálmsson um sína fyrstu Ijóðabók í íslenzku sem út kom í vikunni. Hún er skreytt myndum eftir öm Þorsteinsson og ljóðin ort undir áhrifum fráþeim. örn er kennari við Myndlista- og handfðaskólann í Reykjavík. Framan af árum gerði hann oft málverk, sem að formi til minna á púsluspil (þýðing Thors = leikbitalagnir), en einn dag greip hann sögina og upp frá því varð það hans kærasta tómstundaiðja að saga út „leikbita”, ekki fyrirfram hugsaða, heldur eins og andinn inngaf honum hverju sinni. „Ég bókstaflega datt i þetta á daginn eftir kennslu. En vissi fyrst ekki hvað ég ætti að gera við þá.” Hann reyndi að raða þeim saman í þrívíð verk, en fann sjálfan sig ekki alveg f því. Einn daginn datt honum í hug að teikna eitthvað af þeim í fer- hymda ramma 3x2,7 cm, svipaða stóram frímerkjum. Áður en hann vissi af hafði hann gert tvö þúsund slíka ramma. „Þúsund og einn til að yrkja út frá og 999 til vara,” segir Thor. Á sýningu sem stendur yfir í Listasafni alþýðu til 9. maí er ríkulegt úrval af myndum Arnar af ýmsu tagi. (Það var reyndar hann sem gerði vegg- mynd í vetur til prýði í húsi Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, Háaleitis- braut 18. Þar bjó hann í steinvegg 64 af ferhymdu römmunum sínum, mikið stækkaða.) Áðurnefnd bók þeirra félaga „Ljóð Mynd” er þar til sölu, meðan upplagið, 250 tölusett og árituð eintök, endist. Hún er mjög falleg. „Við eigum svo stórkostlega handverksmenn, ” sagði Thor og átti við starfsmenn í Grafik og Hólaprenti. Hann bar einnig lof á Jón Reykdal, sem sá um uppsetningu bókarinnar, og Listasaga ASl (en því stjórnar Þorsteinn Jónsson) sem studdi útgáfuna. Þar hefur verið fitjað upp á merkum nýjungum, til dæmis notuð tækni eins og litskyggnukassar og segulbönd. Við spurðum hvort ekki væri von á myndum Arnar og Ijóðum Thors á video-kassettu. „Þannig að ég yrði eins og ljóðkarlinn í kassanum?” sagði Thor, en virtist ekki taka hugmyndinni fjarri. ihh Spjallað við níu sem fóru á námskeið í framkomu Herrarnir niu, neðri röð frá vinstri: Högni P. Sigurðsson, Hrafn Friðbjörnxson, Jens Ólafsson og Ásgair öm Rúnarsson. Efri röð f.v: Svavar Ásbjörnsson, Einar Sörli Einarsson, Friðrik Kingo Andersen, Guömundur Er- lendsson og Magnús H. Högnason. Frjálslegir, öruggir og umfram aiit eðlilegir. Veröum ófeimnarí við stelpurnar „Aðlaðandi er konan ánægð” er auglýsing sem lengi hefur heyrzt frá Modelsamtökunum er þau auglýsa námskeið sín. Ekkert er það þó sem mælir gegn því að hið sama eigi við um karla enda er nú svo komið að haldin eru sams konar námskeið fyrir herra. Níu ungir piltar útskrifuðust fyrir skömmu af einu slíku, með pompi og prakt að sjálfsögðu. Þeir eru á aldrin- um fimmtán til átján ára, allir i skóla nema einn og allir yfir sig ánægðir með það sem á námskeiðunum fór fram. En hvað lærðu þeir: — Háttvísi, ræðumennsku hvernig á að klæða sig og hvernig á að ganga, svo eitthvað sé nefnt, sögðu þeir félagar er við tókum þá tali fyrir skömmu. Yfirleitt allt sem lýtur að betri og skemmtilegri framkomu. — Voruð þið ekkert hikandi við að fara á námskeiðið? — Nei, það var engu að tapa en allt að vinna. Við höfðum allir áhuga á að öðlast meira öryggi í framkomu, verða ófeimnari í umgengni við fólk. — Og tókst það? — Ja, það verða aðrir að dæma um. Okkur ltður betur og erum meira meðvitaðir um okkur sjálfa. — Haldið þið að það gangi betur með stelpurnar á eftir? — Alla vega verðum við ófeimnari. — En klæðnaður, hafið þið mikinn áhugaá fötum? — Já, það hafa flestir strákar í dag. Þeir láta sér ekki lengur nægja snjáðar gallabuxur og sportpeysur, heldur pæla þeir í tízkunni, eru ófeimnari við skæra liti til dæmis. — Gengur betur að klæða sig í dag en fyrir sex vikum? — Já, óneitanlega. Maður áttar sig betur á hvað klæðir mann, hvaða litir eiga saman. Þetta á örugglega eftir að spara okkur pening við fatakaup. Nú kaupir maður í samræmi við það sem tilerfyrir. — Var erfitt að læra að ganga? — Já, erfiðara en flestir ætla. íslendingar kunna yfirleitt ekki að ganga og bera sig rétt. En það var vel þess virði. — Eruð þið kurteisari í dag en þið voruð fyrir námskeiðið? — Það skulum við vona. Alla vega hefur þetta vakið okkur til umhugsunar um að ekki er sama hvernig er komið fram, til dæmis við eldra fólk og konur. — Langar ykkur í sýningarstörf? — Já, ef við höfum hæfileika til þess. — Afhverju? — Það er ábyggilega mjög skemmti- legt starf, maður kynnist nýju fólki og verður enn öruggari í framkomu. — Að lokum, hvað finnst öðrum um þátttökuykkar? — Flestir taka þessu vel, þó alltaf sé innan um fólk sem finnst svona nokkuð bara fyrir stelpur. En það er sem betur fer að breytast. Og blm. sá ekki betur en drengirnir hefðu haft hið bezta af tilsögninni. Þeir vora sérlega eðlilegir, brosmildir og snyrtilegir og kurteisari en gengur og gerist um pilta á þessum aldri. Áfram strákar.... -JB Af samvinnu Thors Vilhjálmssonar og Arnar Þorsteinssonar hefur sprottið gullfalleg bók með Ijóðum og myndum. Útgefandi er Lista- safn ASÍ, en sýning Arnar þar stendur tii 9. maí og einungis þar fæstbókin. DV-mynd: Einar Ólason. DV-myndir Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.