Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982.
Petrea Richardsdóttir, sautján ára starfsmaður í tízkuverzlun.
D V-mynd Friðþjófur
Föstudagsmyndin:
DREYMIR UM AÐ VERÐA MODEL
Snyrting, föt og módelstörf er það sem hæst er
skrifað hjá stúlkunni sem prýðir föstudagsmyndina
okkar að þessu sinni. Já, þetta er nýtt. Á hverjum
föstudegi í sumar verða birtar myndir af fólki, körl-
um jafnt sem konum, vonandi sem flestum til yndis-
aukaogánægju.
Petrea Richardsdóttir heitir hún þessi unga mær,
hefur lifað full 17 ár og starfar í tízkuverzluninni
Quadro. Hún stefnir á snyrtinám hér heima með
haustinu og jafnvel frekara nám erlendis síðar. Þegar
færi gefst skreppur hún í bíó hittir kunningjana eða
annað sem til fellur. Nú bíður hún spennt eftir úrslit-
um í fyrirsætukeppninni sem tízkublaðið Lif og
Eileen Ford gangast fyrir, því að þar er hún meðal
þátttakenda.
En í sumar á að afgreiða föt, föt og meiri föt og
kveðst Petrea hafa mikla ánægju af því starfi. Og til
gæti komið að skreppa til Long Island í Bandaríkjun-
um, þar sem hún á marga ættingja og hefur dvalið
öll sumur síðastliðin fjögur ár.
Eftirgrennslan kanadíska Rauða krossins ber loks árangur: Framboðsfundur í sjónvarpssai á sunnudag:
„ Týndu Víetnam-
amir” em
fundnir í Kanada
Húsbóndinn vonast nú til að fá atvinnuleyf i þar og þá kemur
f jölskyldan ekki af tur til Islands
Rauði krossinn í Kanada hefur nú
loks haft upp á hinni íslenzk-víet-
nömsku fjöldskyldu, sem kom þangað
ólöglega inn í landið í fyrra eftir
skemmtiferð frá íslandi.
Fjöldskylda þessi sendi fyrir
nokkrum vikum bréf til Rauða krossins
hér, þar sem hún bað um aðstoð til að
komast aftur heim til ísiands. Hafði
hún hvorki dvalarleyfi né atvinnuleyfi í
Kanada og var ástandið sagt mjög bág-
borið hjá henni.
Rauði krossinn í Kanada var fenginn
til að hafa upp á fólkinu og ræða við
það og athuga hvernig það vildi -haga
heimferðinni til íslands. Var þá
hljóðið í henni öllu betra og gerði hún
sér vonir um að fá að dvelja eitthvað
lengur í Kanada.
„Við töluðum við húsbóndann, Tam
Van Do, eða Tómas eins og hann var
skírður hér á íslandi, í síma” og var
liann bara hress,” sagði Jón Ásgeirs-
son, framkvæmdarstjóri Rauða kross-
ins, í viðtali við DV. „Tómas sagði
okkur, að hann væri jafnvel að fá at-
vinnuleyfi í Kanada og biði hann nú
bara eftir þvi. Ef þetta atvinnuleyfi
fæst ekki, mun Tómas og fjöldskylda
hans koma aftur til íslands, og hvort af
því verður eða ekki ætti að komast á
hreint einhvern næstu daga.” sagði Jón
framkvæmdarstjóri. -klp-
Frambjóðendur sitja
fyrir svörum
og f lytja ræður
— íbeinni útsendingu
„Við héldum fund með kosninga-
stjórum frambjóðenda og á honum
var formið á þættinum ákveðið,”
sagði Sólveig Pétursdóttir dagskrár-
gerðarmaður, er hún var innt eftir
hvernig fyrsti framboðsfundur, sem
sjónvarpið verður með fyrir þessar
kosningar, hafi verið skipulagður.
Þátturinn verður í beinni útsendingu
á sunnudag kl. 16. Þessi fyrsti fram-
boðsfundur í sjónvarpssal er ein-
göngu með frambjóöendum í
Reykjavik.
„Frambjóðendurnir hafa tvo tima
til umræðu. Fyrstu þrjátíu
mínúturnar verða ræður og hefur
hver flokkur sex minútur. Síðan
veröa spurningar i klukkustund þar
sem fréttamaður frá sjónvarpinu spyr
og hefur þá hver flokkur tólf mínútur
til að svara. Að lokum eru ræður í
þrjátíu minútur,” sagöi Sólveig.
Dregið var um röðina hjá flokkun-
um og skiptist hún þannig: í fyrstu
umferð er það V-listinn (Kvenna-
framboð) sem er fyrstur, þá B-listinn
(Framsókn), A-listinn (Alþýðuflokk-
ur), G-listinn (Alþýöubandalag) og
D-listinn (Sjálfstæðisflokkur.)
í spurningunum er röðin þannig:
A-listinn, D-listinn, V-listinn, B-list-
inn og G-listinn. Og í lokatimanum er
það: D-listinn, G-listinn, A-listinn,
B-listinn og V-listinn.
Hver flokkur hefur einn til tvo
ræðumenn í fyrri umferö og
sömuleiöis i þeirri seinni. Þá hefur
einnig hver flokkur einn til tvo menn
til að svara spurningum. Spyrill
sjónvarpsins er Helgi E. Helgason.
Sunnudaginn 16. maí verða fram-
boðsfundir með frambjóðendum I
Hafnarfirði og á Akureyri.
-ELA