Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982, SJÓMENN íEYJUM TAKA UPP NETIN —um leið og lundakarlarnir gera háf ana klára Fyrir eiga þau Guðjón og Sigríður Dodge Aspen bíl. Ég spurði þau að því hvort þau ætluðu að halda báð- um bílunum. „Nei, það getur meira að segja verið að við þurfum að selja báða þá báða. Við vorum að kaupa okkur íbúð og vantar þvi auðvitað peninga,” sagði Guðjón. Akurnesingur hreppti Suzuki-jeppann ^ „Ég trúiþessu varta ennþá” Við fórum með þeim hjónum inn í Sundahöfn þar sem bílinn stendur í geymsluporti. Eftir er að setja á hann ýmsa aukahluti, skoða hann og ganga frá öllum skjölum. Hjónin geta hins vegar gert sér vonir um að fara að aka á honum í næstu viku. Við óskum jseim til hamingju með bílinn. Satt bezt að segja trúum við því ekki að þau tími að selja hann þegar þau eru búin að prófa að aka honum. DS Þegar vinningshafinn og fjölskylda hans skoðuðu Suzuki jeppann átti eftir að hengja á hann stuðara og ýmislegt fleira. En þeim leizt þó bærilega á gripinn. —segir Guðjón Sólmundsson ,,Ég trúi þessu varla ennþá,” sagði Guðjón Sólmundsson frá Akranesi. Hann kom hér á ritstjórnina í gær að vitja um Suzuki jeppann sem honum hefði verið tilkynnt kvöldið áður að hann hefði hreppt. Guðjón sendi inn tvo seðla í áskrifendaleik DV og var svo heppinn að annar þeirra var dreg- inn út. Því er hann nú eigandi glænýs Suzuki jeppa. í för með Guðjóni voru kona hans, Sigríður Kjaran Samúelsdóttir, og ein þriggja dætra þeirra hjóna, Rannveig Björk. „Við höfum verið áskrifendur siðan í ágúst. Til að byrja með var það Vísir sem við keyptum og siðar Dagblaðið og Vísir eftir sameining- una,” sagði Guðjón. Hann bætti því við að ekki hefði þeim dottið í hug að áskriftin kynni að leiða til þess að þau eignuðust nýj- an bíl. Óhætt er að segja að vetrarvertíðin i Eyjum fjari út I rólegheitum. Dæmalaus ótíð hefur verið síðuslu vikurnar. Suðvestan og vestan átt auk norðanáttar með sandbyl og öllu tilheyrandi af meginlandinu. Hefur það orsakað aigjöra ördeyðu því fisk- ur hefur algjörlega horfið. í vetur hafa verið gerðir út 51 bát- ur, 37 á net og 14 á troll. Þegar ver- tíðin var hálfnuð, leít út fyrir algjöra metvertíð en botninn datt úr þessu i apríl. f apríl bárust nú á land samtals 11.145,6 tonn, sem er 5.783,5 tonn- um minna en í apríl í fyrra. Þó er heildarafli í vetur til aprilloka 326,5 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, eða alls 32.025,7 tonn. Til gamans má geta þess að aflinn er nú 12000 tonnum meiri en á sama tímabili 1979. Þótt afli hafi brugðizt í april geta Eyjamenn verið kátir með ver- tiðina þegar á heildina er litið. Um mánaðamótin voru 3 bátar búnir að landa meira en 1000 tonnum hver. Þórunn Sveinsdóttir 1159, Suðurey 1112 og Ásey 1017. Af trollbátum var Freyja aflahæst með 787 tonn en af togurunum var Breki aflahæstur með 1542,6 tonn. Þótt veður hafi verið válynd i vet- ur, hefur gæfa fylgt hverju fleyi frá Eyjum. Alls voru landanir bátanna 2499 og meðallöndun 10,7 tonn, sem er það næsthæsta á sl. 4 vertíðum. Á sama tima og sjómenn taka upp net sín, setzt lundinn upp hver í sina holu og lundakarlarnir gera háfana klára fyrir næstu vertíð. JGH/-ÁSM. FR. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Gleðivímu borgarmeirihlutans að Ijúka Siðasti borgarstjórnarfundur í Reykjavík á þessu kjörtímabili var haldinn i gærkvöldi, og fara engin sérstök tíðindi af honum. Kjörtíma- bilið hefur verið óvenju kyrrlátt póli- tískt og stafar það af því að ráðandi flokkar hafa Iftið vilja hreyfa í borginni og meðal borgarstarfs- manna. Þeir hafa þó ákveðið að leggja græna byltingu fyrrverandi meirihluta undir byggingarlóðir en fá þvi væntanlega ekki ráðið sé eitthvað að marka spárnar um kosninganiður- stöður. Þá hafa meirihlutaflokkar lit- ið hreyft við stöðum og starfi á veg- um borgarinnar en Ijóst er að við slíkt verður ekki unað, haldi þríflokkarn- ir meirihluta sínum næsta kjörtima- bil. Þótt Ijóst sé að Alþýðuflokkur og Framsókn hyggist vinna með Al- þýðubandalaginu næsta kjörtímabil ef atkvæði duga, eru bæði Alþýðu- flokkur og Framsókn að basla við framboð. Hins vegar eru iíkur á því að þeir, sem vilja vinstri meirihluta kjósi Alþýðubandalagið beint, enda yrðu fulltrúar hinna flokkanna tveggja hvort sem er svo fáir, að þeir fengju engu áorkað fyrir sitt fólk. Sú hefur a.m.k. kosti orðið raunin í nú- verandi samstarfi. Mikill fögnuður greip um sig með- al vinstri manna, þegar Sjálfstæðis- flokkur tapaði meirihluta sínum i borginni. Munu þá margir hafa von- að að einhvers konar nýir timar hæf- ust hjá borgarbúum. Og það varð orð að sönnu. Ekki hefur linnt röfli um skipulagsmál, tali um lokun Lauga- vegar fyrir umferð, verndun Grjóta- þorps, item taflaðstaða i Bernhöfs- torfu. Hlandportin í Grjótaþorpi eru enn á verndardagskrá og taflið biður mannlaust eftir meisturum sinum. En Laugaveginum hefur enn ekki verið lokað. Nokkur gömul hús hafa verið flutt í Vesturbæinn, þar sem skipu- lagsséni Alþýðubandalagsins hafa tekið sér bólfestu i fullri vissu þess, að þeim beri að aðlaga sig gömlu bæjaríhaldi. En það er ekkert gamal- gróið við þessi séni annað en fbúðar- húsin. Sum þeirra munu vara farin úr þeim aftur. Strætisvagnar hafa orðið að stór- máli undir forustu Alþýðubandalags- ins. Um tima leit út fyrir að leysa ætti öll vandamál aldraðra og fatlaðra með strætó. Inn í vagnamálin blönd- uðust svo Ikarus-vagnar sem hafa mætt andspyrnu bilstjóra. Annað hefur ekki heyrst, nema hvað borgar- stjórinn sjálfur er eitt af tilboðunum fyrir kosningarnar. Nú setja a.m.k. Framsóknarmenn traust sitt á hann en atkvæðin í borginni hafa ekki heyrt hans getið, svo liklegt er að áróður Framsóknar fyrir borgar- stjóra beini atkvæðum að Sigurjóni Péturssyni sem er eini borgarfulltrú- inn sem fær að koma nálægt jóla- trénu á Austurvelli. Að lokum hefur svo Alþýðubanda- laginu tekist að koma upp kvenna- lista sem er afleiðing af óánægjuþrasi rauðsokka út af aðbúnaði kvenna á vinstri heimilum, ef marka má skipun listans. Borgarbúar eiga að axla þetta sambúðarvandamál kvenna og karla i Alþýðubandalaginu lfka með þvi að kjósa lista sem sprottinn cr upp út af dagheimilun og annarri samneyslu banda skattgreiðendum að borga. Sfðasta kjörtimabil hefur farið i gleðivfmu yfir að vinna borgina af Sjálfstæðisflokknum. í raun hefur það ekki enst til annars. Þess er að vænta að núverandi meirihluti taki eitthvað til hendinni næsta tfmabil fái hann völd áfram. En allt verður það einskonar kattaklór. Sénf Al- þýðubandalagsins flytja gömul hús á sfðustu lóðirnar f Vesturbænum alveg eins og Árbær hafi verið lagður nið- ur, Laugavegi verður lokað, Grjótaþorpið verður gert að standandi nýlendusýningu með styrk og taflmennirnir verða klæddir f föt frá 19. öld, en hönnun þeirra, snið og saumur munu kosta nokkrar milljón- ir. Þannig mun takast að halda í horfinu um þýðingarlitla hluti. Um hafnarmannvirki og lóðir verður ekki að ræða nema fyrirfinnist vegleg sprungusvæði, svo eitthvert mark verði hægt að taka á næsta jarð- skjálfta. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.