Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Side 29
37 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAl 1982. Slgriður Guðmundsdóttir er látin. Hún vár fœdd að Kolstöðum í Hvítársíðu 15. nóvember 1891. Hún giftist Magnúsi Finnssyni en hann lézt árið 1947. Þau eignuðust 10 börn. Útför Sigríðar var gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Elín Einarsdóttlr lézt 28. april. Hún fæddist i Reykjavík hinn 20. nóvember 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Einar Tómasson. Elín útskrifaðist úr Verzl- unarskóla islands árið 1936, hún giftist Sigurhans Halldórssyni og eignuðust þau 2 börn, síðustu árin starfaði hún við símavörzlu á Landakotsspitala. Útför hennar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 15. Katrín Oddsdóttlr lézt 27. apríl. Hún fæddist á Heimaskaga á Akranesi. 17. marz 1923. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristín Halldórsdóttir og Oddur Björnsson. Katrín útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 1940 og hóf þá störf hjá Rannsóknarstofu Há- skólans. Katrín giftist Eiríki G. Asgeirssyni og eignuðust þau 4 börn. Katrín sat i stjórn kvenfélags Áspresta- kalls um nokkurra ára skeið. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Ámi Björnsson matsveinn, Melabraut ■ 6, andaðist i Vífilsstaðaspítala að morgni 5. maí. Aðalsteinn Hjartarson frá Grjóteyri, Sandabraut 6, Akranesi, sem andaðist 4. maí, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju, laugardaginn 8. mai kl. 14.15. Útför Aðalheiðar Vilbergdóttur, Ásgerði 3 Reyðarfirði, fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju, laugardaginn 8. maí kl. 14. Útför Bergs Baldvinssonar, Hofsósi, er lézt 27. apríl í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, fer fram frá Hofsós- kirkju á morgun, laugardaginn 8. maí kl.2. Guðbjörg Magnúsdóttir, Haukabergi Vestmannaeyjum, andaðist á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 5. maí. Rannveig Gisladóttlr lézt 27. april. Hún var fædd á Bíldudal 27. september árið 1918, dóttir hjónanna Jóhönnu Ólafsdóttur og Gísla Jónssonar. Rannveig giftist Hálfdáni G. Viborg og eignuðust þau 2 börn. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag. 70 ára er í dag Guðmundur Pétursson frá Ófeigsfírði, Guðmundur er kvænt- ur Elínu Elísabetu Guðmundsdóttur og hafaþau eignast 8 böm. 80 ára er í dag, 7. mai, Svelnn Guðnason fyrrum ljósmyndari á Eskifirði, nú til heimilis að Mávahlíö 39 hér í Rvik. — Hann er að heiman í dag. 70 ára afmæli á á morgun, 8. maí, Hulda Gunnarsdóttir verzlunarmær, Gautlandi 11, Reykjavík. Hulda hefur í 40 ár starfað hjá fyrirtæki Ásbjarnar Ólafssonar hf. Hún mun vera í röð þeirra kvenna, sem fyrstar urðu til þess að taka hér ökuréttindapróf á bifreið- ar, en það mun hafa verið árið 1931. Hulda dvelur um þessar mundir hjá ættingjum og vinum í Danmörku. Heimilisfang hennar þar er: Lundel 16, 2900 Hellerup. I gærkvöldi í gærkvöldi Tímí leikara að ganga í garð Oddur Björnsson reið á vaðið með góðu leikriti í gærkvöldi Eftir að hafa hlustað á útvarpið í gærkvöldi, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af leiðinlegri dagskrá, sem tröllríður nú sjónvarpinu á öllum dögum nema fimmtudögum, vaknaði sú spurning, hvort það væri ekki óhætt að sjónvarpið verði „lokað” fleiri daga en fimmtudaga. Er ekki nóg að hafa sjónvarpið opið á laugar- dagskvöldum og t.d. á föstudags- kvöldum, þegar nógu margir „trúð- ar” frá Alþingi eru tilbúnir að láta gamminn geisa — skammast út í allt og alla og þrengja hugmyndum sín- um inn á aimenning. Maður bíður nú spenntur eftir því, að allir þeir snill- ingar, sem taka þátt i sveitarstjórnar- kosningum, fari að dásama það sem þeir hafa gert og ekki gert. Þá verður kátt í höllinni, eins og heyrnadaufi maðurinn sagði. Nóg um það. Við skulum snúa okkur að útvarpsdagskránni í gær- kvöldi. Oddur Björnsson bauð hlust- endum upp á mjög gott leikrit „Krabbinn og sporðdrekinn”. Odd- ur á hrós skilið fyrir framlag sitt. Ekki skemmdi það, að það voru úr- vals leikarar sem léku i leikritinu, þó að það hafi vantað leikara á borð við Sigurjón Pétursson, Sjöfn Sigur- björnsdóttur, Gerði Steinþórsdóttur, Davíð Oddsson og hvað allir hinir leikararnir heita, sem eiga eftir að vera í sviðsljósinu næstu daga, með hópsýningar í sjónvarpi — eða þá einleiksþætti. „Frá Fjallaskaga til Verdun” Finnbogi Hermannsson ræddi við Valdimar Kristinsson, bónda og sjó- mann á Núpi í Dýrafirði. Þetta var góður viðtalsþáttur og ekki skemmdi það í lok dagskrárinnar, að Sveinn Einarsson kom með „Kvöldstund” sína, sem er alltaf góð. Sigmundur Ó. Steinarsson 65 ára er í dag, 7. maí, Steingrimur Karlsson veitingamaður í Skíöaskál- anum í Hveradölum. — Hann er til heimilis í Njörvasundi 38 hér í bænum, en er að heiman í dag. Tónlist Frá Tónlistarfólaginu í vetur höfum viö þegar haldiö 10 tónleika fyrir áskrifendur. Laugardaginn 8. maí verða tónleikar í Gamla bíó kl. 2.30. Efnisskrá: Mozart: Sónata í B-dúr KV. 454 Cl. Dubussy: Sónata S. Prokofieff: Fiðluverk op. 356 J. Brahms: Sónataop. 108. Miðasala er í Gamla bíói á auglýstum opnunar- tíma og við innganginn. Verð kr. 70,— Ferðalög Ferðafólag íslands Miðvikudagurinn 12. maí kynnir Ferðafélag íslands i máli og myndum ferðir félagsins sumarið 1982 aö Hótel Heklu kl. 20.30 stundvislega. Þeir sem hafa áhuga geta komið með fyrirspurnir um ferðirnar á þessari kynningu. Allir velkomnir. Veitingar í hléi. Minningarspjöld Frá Minningarsjóöi um Þorgerði S. Eiríksdóttur ; Minningarsjóðurinn um Þorgerði S. Eirfksdóttur var stofnaður fyrir 10 árum og hefur að meginmark- miði að styrkja efnilega tónlistarnemendur, er stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akureyri, til framhaldsnáms. Styrkveitingar hófust fyrir Fimm árum og hafa 9 nemendur hlotið styrki úr sjóðnum og stundaö námiö ýmist heima eða erlcndis. Tekjur sjóösins byggjast á sölu minningarkorta, frjálsum framlögum og ekki sizt tónleikahaldi tón- listafólks i sjálfboöavinnu. Ákveðið er að veita einum til tveimur nemendum styrk úr sjóðnum sem afhentur verður við skólaslit Tónlistarskólans þann 20. maí nk. Umsóknir um styrkinn þurfa að hafa borizt til Tónlistarskólans á Akureyri, pósthólf 593, 602 Minningarkort Styrktarfólags vangefinna fást á eftirtöldum stööum: Á skrifstofu félagsins. Háteigsvegi 6. Ðókabúð Braga Brynjólfssonar, Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnar- stræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strand- götu 31 Hafnarfiröi. Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minningargjöfum i sima skrifstof- unnar, 15941, og minningarkortin siðan innhcimt þjá sendanda með giróseöli. Minninga- og heillaóskakort Gideonfélagsins eru til í flestum kirkjum Stór-Reykjavíkursvæðisins, ennfremur fást þau i Kirkjufelli, Klapparstig, simi 21090, Bólstrun Ingólfs Aðalstræti, simi 27090, Skó- verzlun Steinars Waage Domus Medica, sími 27114, og hjá Steinari Þórðarsyni í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, simi 18880. Minningarkort Kvenfélags Bústaðasóknar lást hjá Stellu Guðnadóltur, Ásgarði 73, Verzl. Ás- kjöri, Ásgarði 22, Garðs Apóteki, Bókabúð Grims- bæjar, Oddrúnu Pálsdóttur, Sogavegi 78 og i Bú- staðakirkju hjá kirkjuverði. Minningarspjöld Landssamtakanna Þroskahjálp eru til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, simi 29901. = Leiklist Garðaleikhúsið: Karlinn í kassanum Garðaleikhúsið sýnir á laugardaginn kl. 20.30 Karl- inn í kassanum i Tónabæ. Fer nú hver að verða sið- astur að sjá þetta frábæra gamanleikrit því sýning- um fer að Ijúka. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð styrkingar og bundins slitlags í Reykjanesumdæmi. Útboðið nefnist: SLITLÖG1982 YFIRLAGINIIR í REY KJAIM ESUMDÆMI Helstu magntölur eru eftirfarandi: Burðarlag 5.000 m3 Olíumöl 67.000 m2 Verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1. september 1982. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík, frá og með föstudeginum 7. maí nk., gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breyt- ingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi siðar en 14. mai. . Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkis- ins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 14.00 hinn 19. mai 1982, og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rcykjavík i mai 1982. Vegamálastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.