Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Qupperneq 32
Hjörleif ur rukkar ísal um 65-70 milljónir „Höfum syndakvittun í höndunum,”
_ segirRagnarHalldórsson
Alverið til sölu á
2y5milljarða
„Ráðherra undirbýr riftun samninga við Alusuisser” segir ísal-forstjórinn
Þetta er auðvitað makalaust
ástand,” sagði Ragnar Halldórsson,
forstjóri ísals, í samtali við DV í
morgun. „Alusuisse lagði fram fyrir
hálfum mánuði skýrslu brezku
endurskoðendanna Price Water
House og þar er okkur gefin hrein
syndakvittun. Eltingaleikur við
okkur út af ætluðum skattsvikum
hefur engan tilgang nema þann að
hlífa pólitískum ráðherra enn um
sinn, með allt á hælunum. ”
f samtali við Hjörleif Guttormsson
iðanðarráðherra í morgun kvað hann
ágreining um skattgreiðslu ísals
1975—80 nema um 67 milljónum
króna í peningum, sem brezku endur-
skoðendurnir Coopers og Lybrand
teldu faila til við rétta reikninga fyrir
súrál og rafskaut. „Þetta eru ekki svo
litlir peningar,” sagði Hjörleifur.
Megináherzlu lagði hann þó á hækk-
un raforkuverðs til ísals sem þyrfti að
þrefaldast eða allt að því. Það er nú
80 milljónir á ári og yrði 240 milljónir
þrefaldað.
„En það væri fráleitt að fram-
fylgja ekki lagalegum rétti okkar þótt
samningurinn við Alusuisse sníði
okkur þröngan stakk,” sagði Hjör-
leifur.
Ragnar Halldórsson sagði hins
vegar: „Alusuisse fékk Price Water
House, sem er miklu stærra og
þekktara endurskoðunarfyrirtæki en
Coopers og Lybrand, til þess að yfir-
fara hvern snepil í gögnum um þessi
mál öll. Méð því að miða við sölu
súráls og rafskauta milli óskyldra
aðila er niðurstaða þeirra sú að gefa
okkur hreina syndakvittun. Coopers
og Lybrand byggðu hins vegar á
lægsta fáanlegu verði sem finnanlegt
var, samkvæmt pöntun ráð-
herra.”
„Alusuisse vildi ræða þessi mál
út og komast að sameiginlegri nið-
urstöðu en það vildi ráðherra
ekki. Alusuisse hefur ékki á móti
gerðardómi en hann hefur ekkert
nema kostnað í för með sér. Málið
liggur þannig fyrir,” ságði Ragnar.
Er álverið til sölu? „Já, en að sjálf-
sögðu á sanngjörnu verði.” Sem er?
„2,5 milljarðar króna, þar af
skuldum við 1,5 milljarð, síðan koma
birgðir og annað þessu tilheyrandi,”
svaraði Ragnar en bætti við:
,, Alusuisse er til í að ræða alla mögu-
leika og bauð nýjan fund eftir mánuð
en ráðherra lokaði á okkur í gær.
Hann er nú með lögfræðing í New
York við að undirbúa riftun
samninga við Alusuisse.” HERB.
Norðurlandameistaramót lögreglumanna í handknattieik var sett
með viðhöfn í Laugardalshöllinni í morgun. Voru þar mættar harð-
snúnar sveitir iögregiumanna frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og
íslandi en þær keppa i dag og á morgun. Undir lúðrablæstri og
fánahyllingu setti Sigurjón Sigurðsson lögreglustfóri mótið og
voru þessar myndir teknar við þá athöfn imorgun. D V-mynd S
Unglingahópur gekk ber-
serksgang í Keflavík
braut og bramlaöi ímörgum verzlunum, stal ogeyðilagði
„Við gátum ekki ráðið við neitt.
Þetta kom eins og snjóskriða hér yfir
og tók allt sem hönd á festi,” sagði
Þórður Guðmundsson, deildarstjóri í
Kaupfélagi Suðurnesja við Hafnargötu
í Keflavík, í viðtali við DV í morgun.
Þessi „snjóskriða” eins og Þórður
kallar hana var hópur barna og ungl-
inga í Keflavík sem gekk hálfgerðan
berserksgang á götum bæjarins í gær.
Fóru krakkarnir m.a. inn í fleiri
verzlanir og brutu þar og stálu vörum
fyrir fleiri þúsund krónur.
Lögreglan í Keflavík telur að þarna
hafi verið um 150 til 200 krakkar þegar
mest var. Voru krakkarnir úr gagn-
fræöaskólanum að fagna því að loksins
væri runninn upp síðasti kennslu-
dagurinn í skólanum en þau yngri
fylgdust með og slógust svo í hópinn.
„Hér hjá okkur hirtu þau allt sem
þau gátu náö í og stungið inn á sig.
Sælgæti og gosdrykki sáu þau sjálf um
að sporðrenna en eggjum, sjampói
matarolíu og ýmsu öðru sem þau stálu
hentu þau hér út um allar götur,”sagði
Þórður. Verzlunin hans var ekki sú
eina í Keflavík sem varð fyrir barðinu á
þessum hópi. Flestallar verzlanir í
Keflavík fengu heimsókn og sumar
oftar en einu sinni um daginn.
Hópurinn lét ekki nægja að heim-
sækja verzlanirnar. Starfsmenn
Áfengisverzlunar ríkisins, sem voru að
losa bíl fullan af áfengi við útsöluna
þar voru ekki nógu fljótir að læsa og
loka öllu. Náðu einhverjir úr hópnum
að hafa hendur á nokkrum vínflöskum
áður en þeir gripu í taumana.
Ógjörningur er að meta tjónið sem
krakkarnir ollu. Málið hefur verið kært
til skólanefndar og lögreglunnar og var
rannsóknarlögreglan í Keflavík að
hefja nánari rannsókn og yfirheyrslur í
morgun.
-Idp-i
■
■
' i
m
frjálst, óhúð dagblað
FÖSTLDAGUR
7. MAÍ1982.
Þinglausnir
ídageða
á morgun?
— enn langur listi á
dagskrá í neðri deild
„Það hlýtur að vera von til þess að
þingi ljúki í dag eða á morgun. Síðustu
mál eru nú komin á dagskrá og það
ræðst af afgreiðslu mála í deildunum
nú fyrir hádegi hvernig framhaldið
verður,” sagði Jón Helgason, forseti
sameinaðs þings, í samtali við DV í
morgun.
Fundur var boðaður í báðum
deildum klukkan tíu í morgun. 1 efri
deild var frumvarp um kísimálmverk-
smiðju á Reyðarfirði helzta mál á
dagskrá og þá til annarrar og þriðju
umræðu. Málalisti í neðri deild er tals-
vert lengri. Þar á eftir að fjalla um
lyfjadreifingu, skattskyldu innlánsstofn-
ana, norræn fjárfestingarlán, sykur-
verksmiðju, fóðurverksmiðju og
Hæstarétt islands. Eru þessi mál mjög
misjafnlega á vegi stödd, sum allt að
því útrædd og afgreidd.
Þingfundum lauk á níunda tímanum
i gærkvöldi. Stærsta mál dagsins í gær
var atkvæðagreiðsla um frumvarp um
virkjanatilhögun, þar sem breytingar-
tillaga atvinnumálanefndar var sam-
þykkt samhljóða. Tillögu sjálfstæðis-
manna um hagnýtingu orkulinda til
stóriðju var vísað með atkvæðagreiðslu
til ríkisstjórnarinnar. Þá urðu miklar
umræður utan dagskrár um álverið í
Straumsvik.
Fundur hefur ekki enn verið boðaður
í sameinuðu þingi og verður það ekki
gert fyrr en útséð er um afgreiðslu í
deildunum.
-JB
Eldurídönskum
togara við Faxagarð
Snemma í morgun kom upp eldur í
danska togaranum Helen Basse sem lá
við Faxagarð og var að taka olíu og
vatn.
Kom eldurinn upp í vistarverum
frammi í skipinu og urðu þar töluverð-
ar skemmdir. Skipið var að fara á
Grænlandsmið en verður nú annað
hvort að fá viðgerð hér eða halda aftur
heim til Danmerkur.
-klp-
■
■
■
■
■
■
■
■
■
■
■
■
■
Staðnirað verki
viðað stelaspilum
Tveir ungir piltar voru staðnir að
verki við innbrot í fornbókaverzlun í
vesturbænum í nótt. Sást til þeirra þar
sem þeir voru að gramsa í gömlum bók-
um en samt voru það ekki þær sem þeir
höfðu áhuga á. í búðinni eru seld spil
með myndum af ansi léttklæddum
stúlkum og öðru í þeim dúr, það voru
þau sem þeir höfðu áhuga á en ekki
gömlu íslenzku bækurnar. -klp-
I
1
:
i
■
I
■
3
LOKI
/ allri vinsemd er Hjörleifi
bent á Sparisjóð Hafnarfjarð-
ar.