Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982. LAXVEIÐI Á VATNASVÆÐI LÝSU SVFR SNÆFELLSNESI Stangfcveiðifélag Reykjavíkur býður um 4 stangir daglegi á þessu vinsæla vatnasvæði frá 1. júlí til 20. sept. 1982. Árleg meðalveiði sl. 4 ár er 225 lax- ar. Veiðiferð á Snæfellsnes er fyrir alla fjölskyld- una. Ýmsir gistimöguleikar: Svefnpokapláss með eldunaraöstöðu að Lýsuhóli (þar er heit ölkeldu- sundlaug), tjaldstæði að Hraunsmúla eöa hótelið aðBúöum. Verð veiðileyfa aöeins kr. 300,-. Frá Akranesi að vatnasvæði Lýsu er um 2ja klst. akstur. Ösvikin ævintýraferð fyrir veiðimanninn, makann og börnin. Leitið upplýsinga í síma 86050/83425. Stangaveiöifélag Reykjavíkur. HÉRAÐSBÚAR, AUSTFIRÐINGAR: VATNASVÆÐI BREIÐDALS A veiðisvæðinu eru boðnar 5—6 stangir í laxi á bil- inu frá kr. 120 til kr. 380, auk 2ja stanga í silungi á kr-. 80. Arleg meðalveiöi sl. 4 ár er 213 laxar. Pantanir og sala veiöileyfa á Hótel Staöarborg, sími 97-5683, eða hjá Stangaveiöifélagi Reykjavík- ur, sem gefa allar nánari upplýsingar. SKYNDIHJÁLPAR KENNARANÁMSKEIÐ Á SUÐURLANDI Rauöi kross íslands heldur kennaranámskeið í al- mennri og aukinni skyndihjálp á Selfossi dagana 23.-29. júlí nk. Þetta námskeið er ætlaö félags- mönnum Rauða krossdeilda á Suöurlandi. Inntökuskilyrði er almennt skyndihjálparnám- skeið. Áhugafólk hafi samband við Rauða krossdeild á viðkomandi stað eða skrifstofu Rauða kross ís- lands, sími 26722 fyrir 12. júlí. Rauði kross íslands. W'í'í 2~ribH í 20, KG LEIKTÆKI r bVltíflð Þú lætur hugmyndaflugið ráða og býrð tilþitt eigið leiktæki. Póstsendum. Opið kl. 18 —20. Hentar úti sem inni. V G. ÞÓRÐARSON Sævangi 7 — P.O. Box 424 222 Hafnarfjörður Sími53424 „VIDSTi )NDUM EINSOG AULAR” — segir Ástþór, eigandi Myndiðjunnar, sem ekki fær að veita fólki verðlaun „Við stöndum eins og aular með 28 sólarlandaferöir í höndunum,” sagði Ástþór Magnússon, eigandi Mynd- iðju Ástþórs. Hvemig stendur á því? „Við fórum af stað með verðlauna- samkeppni þar sem þúsundasti hver viðskiptavinur okkar átti aö fá sólar- landaferö í verðlaun. Það eina sem hann þurfti að gera var að svara einniléttri spurningu. Viðauglýstum þetta í vörulista sem við sendum heim til fólks. Neytendasamtökin komust í málið og sendu verölags- sjóra bréf og kæröu þetta, töldu þetta varöa við lög og kölluöu þetta ólög- mæta viðskiptahætti. ” Og hvað sagði verðlagsstjóri? „Að þetta mætti ekki því að það væri einungis tilviljun sem réði því hver ynni. Ut af þessu stöðvaði hann sjón- varpsauglýsingu sem viö vorum bún- ir að gera. Þá breyttum við aug- lýsingunm og ákváöum að fólk ætti að senda inn góð auglýsingaslag- orð og fengi þá sólarlandaferð að launum. Vikulega ætluðum við svo að veita höfundi bezta slagorðsins verðlaim. Þetta héldum viö aö væri sárasaklaust þar sem allir gætu tek- iö þátt í þessu. Þetta var mjög sak- laust. Fólk átti aðeins aö senda inn einhver slagorð sem segðu frá því t.d. hvers vegna fyrirtækiö væri gott o.þ.u.l. En verðlagsstjóri stöðvaði þessa auglýsingu líka.” Hvaö gerirðu þá næst? „Ja, viö stöndum eins og aular meö 28 far- seðla til sólarlanda og fáum ekki aö gefa fólki þá.” Þú ert þá ekkert að hugsa um að fara út í feröabrans- ann? „Nei, ætli það, ég hugsa að ég fari nú ekki að standa í samkeppni við ferðaskrifstofurnar,” sagði Ást- þór að lokumdaufur í dálkinn. -EG. DV-mynd: Ólafur Guðmundsson. Litlu munaði aö þessi Wartburg-bíll hafnaði í Borgarfirðinum eftir árekst- ur. Ökumaður bílsins missti stjóm á honum á úppfyllingunni við Borgar- fjarðarbrúna á þriðjudag með þeim afleiðingum að hann skall aftan á Bronco-jeppa. Við áreksturinn hentist Wartburg-bíllinn út af veginum. Sand- bingur stöövaði bílinn áður en hann hafnaöi í sjónum. Ökumann bílsins sakaði ekki. -JH. LITLU MUNAÐIAÐ BÍLL- INN HAFNAÐI í SJÓNUM Flugdagur á Selfossi Fyrirhugað er að halda flugdag á Selfossflugvelli í dag kl. 14 ef veður verður hagstætt, en til vara á morgun, sunnudag. Sitthvað verður til skemmtunar, m.a. gefst gestum kost- ur á að fara í stuttar flugferðir á kostnaðarverði. Eins og á öðrum flug- dögum verður aðgangur ókeypis. 13 flugvélar eru nú í eigu félaga í flugklúbb Selfoss, en um 100 félagar eru í klúbbnum. Jón Guðbrandsson dýralæknir, einn fyrsti áhugamaður um flug á Selfossi, hefur undanfarin ár unnið aö endursmíði lítillar flugvélar ásamt Gisla Sigurössyni kennara. Þeirri smíði er ekki lokið en komin þaö vel á veg að hægt verður að sýna vélina á flugdaginn. Eins og áður segir hefst sýningin kl. 14.00 en kl. 11.00 ætla félagar að fljúga á vélunum í halarófu tvo til þrjá hringi umhverfis Selfoss til aö vekja athygli á deginum. Formaður Flugídúbbs Sel- foss frá upphafi er Jón Guðmundsson yfirlögregluþjónn. KE Selfossi. Áburðarflugvél á flugvellinum á Selfossi. Hún nauðlenti þrisvar sinnum hér á landi og síðast á Eyrarbakkavegi. Vélin var kyrrsett á Selfossveili vegna skulda. DV-mynd: Kristján Einarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.