Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Page 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNÍ1982. Helgi Ibsen framkvæmdastjóri og Þorvaldur Guömundssou skipstjóri í brú nýju Akraborgarinnar. DV-mynd Einar Ólason. Nýja Akraborgin: Skipið stórt og fullkomið — búið sérstökum „stöðugleikauggunT Nýja Akraborgin hefur áætlunar- ferðir milli Akraness og Reykjavíkur klukkan 16 í dag. Skipiö getur flutt 400 farþega og 70 til 75 bíla í einu. Nýja Akraborgin er búin „stöðugleikaugg- um” sem eiga aö taka af henni allar hliöarveltur. Hún var siníðuö í Noregi 1974. Skipiö kostar 2,9 milljónir Banda- ríkjadala eöa tæplega 33 milljónir ísr lenzkra króna. Skallagrímur hf. á og rekur Akraborgina. Farþegasalir nýju Akraborgarinnar eru ákaflega rúmgóöir og aðstaða til veitingasölu á tveim stööum í skipinu. Flutningarými fyrir bíla er á tveim hæöum og ekið um borð eftir ská- brautum. Lofthæö er meiri í nýja skip- inu en gömlu Akraborginni, aö sögn Arnmundar Backmans, formanns stjórnar Skallagríms. Þvi getur Akra- borgin nú flutt stærstu flutningabíla. ,Jfólk hefur lagt á sig aö bíöa í klukkustund eftir Akraborginni og eytt öðrum tíma í siglingu meö henni,” sagöi Arnmundur. „Akstur fyrir Hval- fjörö tekur hins vegar ekki nema eina og hálfa klukkustund. Þaö er því auðsætt aö fólk kann vel viö þennan feröamáta og straumurinn liggur til okkar.” Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skallagríms, sagöi aö búizt væri viö að nýja skipið flytti um 58% fleiri bíla og farþega en þaö gamla. Síðastliðin tvö ár hefur Akraborgin flutt 220 þúsund farþega og 60 þúsund bila á ári aö meöaltali. Búizt er viö aö nú veröi flutt- ir 300 til 350 þúsund farþegar og 90 til 100 þúsund bílar á ári. Gamla Akraborgin er komin á sölu- skrá. Ef hún selst ekki fljótlega verður hún ef til vill notuð til áætlunarferöa Stutt í aldarafmæli Góðtemplara- reglunnar — Nýtt f ræðslurit gefið útfyrir tíuára börn Tvö þúsund og fimm hundruð félag- ar eru nú starfandi í þrjátíu og einni bamastúku sem starfræktar eru hér á landi. Þetta kom fram á Unglinga- og Stórstúkuþingi sem haldiö var nýlega. Á þinginu var kynnt nýtt fræöslu- verkefni sem gefiö hefur veriö út um áfengi og önnur vímuefni fyrir tíu ára nemendur í grunnskólum landsins. I því er skilmerkilega greint frá hættum þeim sem stafa af notkun áfengis, tóbaks og ýmissa vímuefna. Aftast í ritinu eru svo spurningar sem börnin eiga að svara samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fram koma framar í blað- inu. Ýmsar tillögur voru samþykktar á þinginu. Meöal annars var vakin at- hygli á nauðsyn þess aö setja ákveön- ar reglur sem dregiö geti úr heildar- neyzlu áfengis og fækka dreifingar- stööum í staö þess aö f jölga. Góötemplarareglan á Islandi verður 100 ára áriö 1984 og af því tilefni verður haldin hér á landi alþjóðleg menning- arráöstefna IOGT. Hilmar Jónsson var endurkjörinn stórtemplar á þessu ný- afstaöna stúkuþingi. -JB. milli Akraness og Reykjavíkur ásamt nýjaskipinu. -SKJ. Trímm, trimm, og aftur trimm: Allir ú t að trímma ámorgun Trimmið er í algleymingi á morgun eins og fram hefur komið víða. Þá verður engin afsökun fyrir því aö hanga innan viö húsdyrnar, því nú er hægt aö bregöa sér á næsta skráningarstaö, hreyfa sig í hálftíma og vinna bæjarfélagi sínu dýrmætt stig í staðinn. Engin takmörk eru í raun sett f yrir því í hverju hreyfingin skuli fólgin. Þaö þarf aöeins aö mæta, láta skrá sig, gefa upp hvemig viökomandi ætlar aö hreyfa sig næsta hálftímann eöa svo og drífa sig svo á staö. Engin afskráning eöa afrekaskrá, hverjum og einum er treyst til þess aö inna sína hreyfingu samvizkusamlega af hendi. I Reykjavík eru þaö íþróttafélög og ferðafélög sem skráninguna annast. Ýmiss konar aðstaöa býöst, hvort sem þú vilt hlaupa, skokka, spila fót- bolta, iöka golf, synda eöa spila bad- minton. Alls staðar er opið og mjög víða hægt aö skrá sig. Efnt er til gönguferöa í bænum og utan hans. Fjölskyldur geta til dæmis mætt og látiö skrá sig, brugðiö sér í hálftíma gönguferð í næsta nágrenni og trítlað heim meö góöa samvizku. Þetta er allt og sumt sem krafizt er. Keppnin stendur svo aftur á milli bæjarfélaga því víðast hvar um landiö fer skráning fram. Þaö bæjar- félag sem nær hvaö mestri þátttöku, miðað við íbúafjölda,ber svo sigur úr býtum. -JP. fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar! Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil- boði breska feróamálaráðsins BTA og Flug- leiða. Flogið er til Glasgow eða London og síðan ferðast hver og einn um Bretland eins og hann lystir með bílaleigubíl eóa lest og gistir á góðum hótelum víósvegar um landið, sem eru þátttakendur í samstarfinu. Breska bílalestin er ferðamáti sem allir geta notfærtséren þóekkisíst fjölskyldur, þvíbörn og unglingar fá verulegan afslátt í flestum tilfellum. Það verður flogió frá Keflavík á föstudögum í allt sumar og stefna tekin á Glasgow eóa London. Flug, bílaleigubílar, lestarferðir og gisting eru á frábæru verði. T.d. kostar flug- far, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 5.133 krónum sé tveggja manna herbergi og morgunveróur aðeins frá 4.659 krónum sé flogið til Glasgow. Austin Mini er hægt aó leigja fyrir minna en 60£ á viku meö ótakmörkuðum akstri og ýmsa stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð. Ef þér hentar ekki að hefja ferðina á föstu- degi, getur þú tengt tilboðsveróið á bílaleigu- bílunum, lestarferðunum og gistingunni þeim sérfargjöldum, sem í boói eru hverju sinni. Leitið upplýsinga og fáiö bækl- ing hjá söluskrifstofum Flug- leiða, næsta umboðs- manni eða ferðaskrif- stofunum. flogiö til London vikugisting í flugfar, FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.